Dugir ekki að vera hinsegin eða kona og óttast mismunun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. september 2023 12:56 Braverman er sögð vilja skýra afstöðu ríkisstjórnarinnar til málefna flóttamanna. epa/Andy Rain Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands, mun velta því upp í ræðu á samkomu American Enterprise Institute í Washington, hvort Flóttamannasáttmáli Sameinuðu þjóðanna frá 1951 eigi enn við í dag. Frá þessu greinir BBC, sem virðist hafa komist yfir ræðu Braverman. Ráðherrann er sagður munu segja að forsendur hafi breyst frá því að sáttmálinn var undirritaður og að í framkvæmd hafi skilyrði um „ofsóknir“ vikið. Þannig sé nú nóg að sæta „fordómum“. Áður hafi fólk þurft að hafa búið við „rökstuddan ótta“ um ofsóknir en nú dugi að menn óttist mögulega fordóma. Þetta þýði að mun fleiri uppfylli nú skilyrði Flóttamannasáttmálans en áður. Samkvæmt Centre for Policy Studies, sem stofnuð var af Margaret Thatcher og Keith Joseph, geti að minnsta kosti 780 milljón manns sótt um hæli á þessum nýju forsendum, þeirra á meðal allt samkynhneigt fólk og allar konur í Afganistan, svo dæmi séu nefnd. Braverman segir þetta ekki ganga. „Leyfið mér að útskýra nánar; það eru stór svæði í heiminum þar sem það er afar erfitt að vera samkynhneigður eða kona. Það er rétt að við bjóðum grið þar sem fólk sætir ofsóknum. En við munum ekki getað viðhaldið flóttamannakerfinu ef það að vera samkynhneigður eða kona og óttast mismunun í heimalandinu dugir til að uppfylla skilyrði um hæli,“ mun ráðherrann segja. Þá gangi það ekki að fólk geti ferðast á milli margra öruggra ríkja og jafnvel dvalið þar árum saman, á meðan það velur stað til að óska eftir hæli. Það sé bæði fáránlegt og gangi ekki upp. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC. Bretland Flóttamenn Hælisleitendur Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Frá þessu greinir BBC, sem virðist hafa komist yfir ræðu Braverman. Ráðherrann er sagður munu segja að forsendur hafi breyst frá því að sáttmálinn var undirritaður og að í framkvæmd hafi skilyrði um „ofsóknir“ vikið. Þannig sé nú nóg að sæta „fordómum“. Áður hafi fólk þurft að hafa búið við „rökstuddan ótta“ um ofsóknir en nú dugi að menn óttist mögulega fordóma. Þetta þýði að mun fleiri uppfylli nú skilyrði Flóttamannasáttmálans en áður. Samkvæmt Centre for Policy Studies, sem stofnuð var af Margaret Thatcher og Keith Joseph, geti að minnsta kosti 780 milljón manns sótt um hæli á þessum nýju forsendum, þeirra á meðal allt samkynhneigt fólk og allar konur í Afganistan, svo dæmi séu nefnd. Braverman segir þetta ekki ganga. „Leyfið mér að útskýra nánar; það eru stór svæði í heiminum þar sem það er afar erfitt að vera samkynhneigður eða kona. Það er rétt að við bjóðum grið þar sem fólk sætir ofsóknum. En við munum ekki getað viðhaldið flóttamannakerfinu ef það að vera samkynhneigður eða kona og óttast mismunun í heimalandinu dugir til að uppfylla skilyrði um hæli,“ mun ráðherrann segja. Þá gangi það ekki að fólk geti ferðast á milli margra öruggra ríkja og jafnvel dvalið þar árum saman, á meðan það velur stað til að óska eftir hæli. Það sé bæði fáránlegt og gangi ekki upp. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC.
Bretland Flóttamenn Hælisleitendur Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira