Um fjórðungur íbúa Nagorno-Karabakh flúinn til Armeníu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2023 07:08 Sérfræðingar segja flesta íbúa svæðisins munu velja að flytjast til Armeníu, frekar en að tilheyra Aserbaídsjan. AP/Gayane Yenokyan Næstum fjórðungur íbúa Nagorno-Karabakh hafa flúið til Armeníu eftir að Aserar gerðu árás á svæðið í síðustu viku. Að minnsta kosti 68 létu lífið í sprengingu á eldsneytisstöð á mánudagskvöld. Aserar hafa í um tíu mánuði hindrað för um einu leiðina til Aserbaídsjan, sem leiddi til verulegs skorts á matvælum, lyfjum og eldsneyti. Eftir að tálmarnir voru fjarlægðir hafa 28 þúsund manns flúið til Armeníu, af 120 þúsund íbúum Nagorno-Karabakh. Sprengingin á eldsneytisstöðinni átti sér stað þegar fjölmenni freistaði þess að fylla á bifreiðar sínar seint á mánudag. Orsök sprengingarinnar liggur ekki fyrir en svo virðist sem mögulega sé um að ræða slys. Eins og fyrr segir eru að minnsta kosti 68 látnir og nærri 300 særðir en 105 er saknað. Yfirvöld í Armeníu hafa einnig greint frá því að 125 lík hafi verið sótt til Nagorno-Karabakh en þar var um að ræða einstaklinga sem létust í átökunum í síðustu viku. Aserar hafa heitið því að virða réttindi Armena og Hikmet Hajiyev, aðstoðarmaður forsetans, sagði sjúkrahús í Aserbaídsjan reiðubúin til að taka á móti særðum en það fylgdi ekki sögunni hvort nokkrir hefðu verið fluttir þangað. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur hvatt forsetann Ilham Aliyev til að koma í veg fyrir frekari átök á svæðinu, fullvissa íbúa um öryggi þeirra og heimila alþjóðlegum eftirlitssveitum aðgengi. Viðræður eru að hefjast um innlimun eða „aðlögun“ Nagorno-Karabakh að Aserbaídsjan en sérfræðingar gera ráð fyrir að flestir íbúa muni velja að flytja til Armeníu. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Aserbaídsjan Armenía Nagorno-Karabakh Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Aserar hafa í um tíu mánuði hindrað för um einu leiðina til Aserbaídsjan, sem leiddi til verulegs skorts á matvælum, lyfjum og eldsneyti. Eftir að tálmarnir voru fjarlægðir hafa 28 þúsund manns flúið til Armeníu, af 120 þúsund íbúum Nagorno-Karabakh. Sprengingin á eldsneytisstöðinni átti sér stað þegar fjölmenni freistaði þess að fylla á bifreiðar sínar seint á mánudag. Orsök sprengingarinnar liggur ekki fyrir en svo virðist sem mögulega sé um að ræða slys. Eins og fyrr segir eru að minnsta kosti 68 látnir og nærri 300 særðir en 105 er saknað. Yfirvöld í Armeníu hafa einnig greint frá því að 125 lík hafi verið sótt til Nagorno-Karabakh en þar var um að ræða einstaklinga sem létust í átökunum í síðustu viku. Aserar hafa heitið því að virða réttindi Armena og Hikmet Hajiyev, aðstoðarmaður forsetans, sagði sjúkrahús í Aserbaídsjan reiðubúin til að taka á móti særðum en það fylgdi ekki sögunni hvort nokkrir hefðu verið fluttir þangað. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur hvatt forsetann Ilham Aliyev til að koma í veg fyrir frekari átök á svæðinu, fullvissa íbúa um öryggi þeirra og heimila alþjóðlegum eftirlitssveitum aðgengi. Viðræður eru að hefjast um innlimun eða „aðlögun“ Nagorno-Karabakh að Aserbaídsjan en sérfræðingar gera ráð fyrir að flestir íbúa muni velja að flytja til Armeníu. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Aserbaídsjan Armenía Nagorno-Karabakh Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira