Erlent Banna Barbie vegna landakorts Kvikmyndin Barbie verður ekki sýnd í Víetnam sökum landakorts sem kemur fyrir í myndinni. Um er að ræða kort sem sýnir landamæri í Suður-Kínahafi. Á kortinu er Kína með yfirráð yfir hafsvæði sem Víetnam og fleiri þjóðir gera tilkall til. Erlent 3.7.2023 23:44 Týndist fyrir átta árum en fannst á lífi Rudy Farias týndist þegar hann var átján ára gamall, fyrir rúmum átta árum síðan. Hann fannst á lífi á laugardaginn í kirkju sem staðsett er í um tólf kílómetra fjarlægð frá heimili hans í borginni Houston í Texas, Bandaríkjunum. Erlent 3.7.2023 22:28 Móðirin hafi myrt barnið sitt og stokkið frá borði Harmleikurinn sem átti sér stað í Eystrasalti í síðustu viku var ekki slys samkvæmt danskri slysarannsóknarnefnd. Upphaflega var greint frá því að móðir hefði stokkið á eftir sjö ára syni sínum eftir að hann féll frá borði. Nú er hins vegar grunur um að hún hafi myrt barnið sitt. Erlent 3.7.2023 21:39 Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. Erlent 3.7.2023 19:30 Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. Erlent 3.7.2023 16:01 Kannast ekki við beiðni sem leiddi til tímamótadóms um mismunun Maður sem var nefndur í máli sem kristinn vefsíðuhönnuður sem vildi ekki þurfa að vinna fyrir samkynhneigt fólk höfðaði fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna segist aldrei hafa óskað eftir þjónustu hönnuðarins. Dómurinn leyfði fyrirtækjum að meina samkynhneigðum um þjónustu. Erlent 3.7.2023 14:44 Ósáttir Orkneyingar horfa aftur til Noregs Óánægja yfirvalda á Orkneyjum með framkomu breskra stjórnvalda í sinn garð gæti orðið til þess að eyjarnar verði að norsku yfirráðasvæði. Þau kanna nú önnur möguleg stjórnkerfi, þar á meðal að leita aftur í faðm Norðmanna. Erlent 3.7.2023 12:32 Kommúnistaleiðtogi í klandri eftir sólgleraugnastuld Heitt er nú undir Bjørnari Moxnes, leiðtoga norska kommúnistaflokksins Rauða flokksins, eftir að upp komst að hann var staðinn að því að stela sólgleraugum í síðasta mánuði. Flokkurinn lýsti yfir stuðningi við Moxnes en eining ríkir ekki um hann. Erlent 3.7.2023 10:39 Byssumaður sem drap nágranna sína ákærður fyrir morð af ásetningi Saksóknarar í Texas í Bandaríkjunum ákærður karlmann á fertugsaldri sem skaut fimm nágranna sína til bana í apríl fyrir morð af ásetningi. Þeir hafa enn ekki ákveðið hvort þeir fari fram á dauðarefsingu yfir manninum. Erlent 3.7.2023 09:02 Fimm látnir í umfangsmiklum aðgerðum Ísraela á Vesturbakkanum Ísraelsmenn eru sagðir hafa hafið umfangsmestu hernaðaraðgerðir sínar á Vesturbakkanum í mörg ár. Aðgerðirnar hófust í nótt, með árásum úr lofti og á jörðu niðri. Að minnsta kosti fimm Palestínumenn liggja í valnum og tugir eru særðir. Erlent 3.7.2023 08:15 Rússar viðurkenna að hafa flutt um 700.000 börn frá Úkraínu Rússar hafa viðurkennt að hafa flutt 700 þúsund börn frá Úkraínu og til Rússlands frá því að innrásin hófst. Þeir segja um að ræða aðgerðir til að vernda munaðarleysingja og börn sem hafa verið yfirgefin á átakasvæðum. Erlent 3.7.2023 06:41 Háskólagráður til sölu Lögreglan á Spáni hefur handtekið um 20 manns sem stunduðu skipulega sölu á fölsuðum prófskírteinum úr háskólum víðsvegar um heiminn. Erlent 2.7.2023 14:31 Sjö hundruð handteknir til viðbótar og kveikt í húsi bæjarstjóra Lögreglan í Frakklandi handtók 719 manns við mótmæli víðs vegar í Frakklandi í nótt, fimmtu nóttina í röð í núlíðandi mótmælaöldu. Þá var gerð tilraun til þess að kveikja í húsi bæjarstjóra í L'Hay-les-Roses í suður-París. Erlent 2.7.2023 12:06 Tvö látin og á þriðja tug særð eftir skotárás Tvö eru látin og 28 eru særð eftir skotárás í götupartíi í Baltimore í Bandaríkjunum í nótt. Erlent 2.7.2023 10:22 Segir Rússa hugsanlega ætla að sprengja kjarnorkuver Úkraínuforseti segir að Rússar gætu verið að undirbúa sig fyrir það að sprengja Zaporizhzhia-kjarnorkuverið, stærsta kjarnorkuver Evrópu. Erlent 2.7.2023 09:40 National Geographic segir upp öllum fastráðnum blaðamönnum Tímaritið National Geographic hefur sagt upp síðustu fastráðnu blaðamönnum ritstjórnar sinnar og verður ekki lengur selt í bandarískum blaðsöluturnum. Erlent 1.7.2023 23:52 Musk takmarkar tíst á Twitter Twitter hefur tímabundið takmarkað fjölda tísta sem notendur geta lesið á hverjum degi. Erlent 1.7.2023 21:16 Páfagaukar geta nú hringt í vini sína Tekist hefur að kenna páfagaukum að hringja í aðra páfagauka. Þetta dregur úr einmanaleika páfagauka sem verja ævinni einir í búri. Erlent 1.7.2023 14:30 Evklíð ætlað að afhjúpa hulduöfl alheimsins Nýr evrópskur geimsjónauki sem verður skotið á loft í dag á að hjálpa vísindamönnum að skilja dulin og leyndardómsfull öfl sem halda vetrabrautum saman og valda sívaxandi útþenslu alheimsins. Athuganir hans gætu varpað ljósi á ýmsar brýnustu spurningar heimsfræðinnar. Erlent 1.7.2023 13:00 Biden má ekki afskrifa námslán fyrir 400 milljarða dala Hæstiréttur Bandaríkjana kvað í dag upp dóm þess efnis að áform Joes Biden Bandaríkjaforseta, um að afskrifa námslán allt að 43 milljóna Bandaríkjamanna, væru ólögmæt. Erlent 30.6.2023 23:25 Tók byssu af landamæraverði og drap tvo Tveir eru látnir eftir skotárás á fluvellinum í Kisínev í Moldóvu. Ódæðismaðurinn er sagður hafa náð byssu af landamæraverði og skotið landamæravörð og flugvallaröryggisvörð til bana með henni. Honum hafði verið meinuð innganga í landið. Erlent 30.6.2023 19:01 Bolsonaro bannað að bjóða sig fram Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, hefur verið bannað að bjóða sig fram í átta ár. Yfirkjörstjórn landsins komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði framið embættisbrot í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Erlent 30.6.2023 18:34 Dæmdu vefsíðuhönnuði sem vildi ekki vinna fyrir hinsegin hjón í hag Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í dag að þeirri niðurstöðu að kristinn grafískur hönnuður sem vill hanna brúðkaupsvefsíður mætti neita því að vinna fyrir hinsegin hjón. Dómurinn er talinn mikið bakslag fyrir hinsegin réttindi og hann gefi fyrirtækjum leyfi til að mismuna fólki á grundvelli trúarbragða. Erlent 30.6.2023 16:06 Finnskur ráðherra segir af sér vegna tengsla við hægriöfgamenn Vilhelm Junnila, efnahagsráðherra Finnlands, tilkynnti að hann ætlaði að segja af sér í dag í kjölfar uppljóstrana um tengsl hans við hægriöfgamenn og grín um nasisma. Junnila entist aðeins í ráðherrastóli í um viku. Erlent 30.6.2023 11:23 Mæðgin látin eftir harmleik í Eystrasalti Sjö ára drengur féll frá borði ferju í Eystrasalti síðdegis í gær. Móðir drengsins er sögð hafa stokkið út í sjóinn á eftir syni sínum til að bjarga honum. Þau fundust í sjónum en voru ekki með meðvitund og hafa nú bæði verið úrskurðuð látin. Erlent 30.6.2023 10:32 Lögreglumaður sem brást ekki við skólaskotárás sýknaður Kviðdómur í Flórída í Bandaríkjunum sýknaði skólalögreglumann sem var sakaður um að flýja af hólmi þegar byssumaður hóf skothríð í framhaldsskóla í Parkland árið 2018. Byssumaðurinn náði að skjóta sautján manns til bana áður en lögregla hafði hendur í hári hans. Erlent 30.6.2023 09:15 Enn mótmælt á götum Frakklands Mótmælaaldan í Frakklandi hélt áfram í nótt, þriðju nóttina í röð og nú voru tæplega 700 handteknir víðsvegar um landið. Erlent 30.6.2023 08:53 Að minnsta kosti 230 létust í pílagrímsförinni til Mekka Yfir 2.000 manns eru sögð hafa þjáðst af hitatengdum kvillum á meðan Hajj-pílagrímaförinni stóð. Um 1,8 milljón múslíma er sögð hafa farið pílagrímsförina en hitinn fór upp í allt að 48 stig. Erlent 30.6.2023 07:57 Bandaríkjamenn íhuga að senda klasasprengjur en Ungverjar taka í bremsuna Bandaríkjamenn eru nú sagðir íhuga alvarlega að senda Úkraínumönnum klasasprengjur, til notkunar í gagnsókn þeirra gegn Rússum. Frá þessu greina miðlar vestanhafs. Erlent 30.6.2023 07:09 Ekki ákærður vegna harmleiksins á tónleikunum Rapparinn Travis Scott verður ekki ákærður fyrir aðkomu sína að því þegar tíu ungir tónleikagestir létust eftir troðning á tónlistarhátíðinni Astroworld, sem Scott hélt árið 2021. Erlent 30.6.2023 00:02 « ‹ 148 149 150 151 152 153 154 155 156 … 334 ›
Banna Barbie vegna landakorts Kvikmyndin Barbie verður ekki sýnd í Víetnam sökum landakorts sem kemur fyrir í myndinni. Um er að ræða kort sem sýnir landamæri í Suður-Kínahafi. Á kortinu er Kína með yfirráð yfir hafsvæði sem Víetnam og fleiri þjóðir gera tilkall til. Erlent 3.7.2023 23:44
Týndist fyrir átta árum en fannst á lífi Rudy Farias týndist þegar hann var átján ára gamall, fyrir rúmum átta árum síðan. Hann fannst á lífi á laugardaginn í kirkju sem staðsett er í um tólf kílómetra fjarlægð frá heimili hans í borginni Houston í Texas, Bandaríkjunum. Erlent 3.7.2023 22:28
Móðirin hafi myrt barnið sitt og stokkið frá borði Harmleikurinn sem átti sér stað í Eystrasalti í síðustu viku var ekki slys samkvæmt danskri slysarannsóknarnefnd. Upphaflega var greint frá því að móðir hefði stokkið á eftir sjö ára syni sínum eftir að hann féll frá borði. Nú er hins vegar grunur um að hún hafi myrt barnið sitt. Erlent 3.7.2023 21:39
Mesta hernaðaríhlutun Ísraels í 20 ár Ísraelski herinn réðst í morgun inn í borgina Jenin á yfirráðasvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum í veigamestu hernaðaraðgerð sinni þar í um tuttugu ár. Að minnsta kosti átta Palestínumenn hafa verið felldir og tugir særðir. Erlent 3.7.2023 19:30
Segja aðgerðirnar á Vesturbakkanum geta varað í fleiri daga Fulltrúi Ísraelshers segir að aðgerðir hans gegn vígahópum á Vesturbakkanum gætu varað í nokkra daga. Átta Palestínumenn eru nú sagðir látnir í aðgerðum Ísraelsmanna sem er lýst sem þeim umfangsmestu í tuttugu ár. Erlent 3.7.2023 16:01
Kannast ekki við beiðni sem leiddi til tímamótadóms um mismunun Maður sem var nefndur í máli sem kristinn vefsíðuhönnuður sem vildi ekki þurfa að vinna fyrir samkynhneigt fólk höfðaði fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna segist aldrei hafa óskað eftir þjónustu hönnuðarins. Dómurinn leyfði fyrirtækjum að meina samkynhneigðum um þjónustu. Erlent 3.7.2023 14:44
Ósáttir Orkneyingar horfa aftur til Noregs Óánægja yfirvalda á Orkneyjum með framkomu breskra stjórnvalda í sinn garð gæti orðið til þess að eyjarnar verði að norsku yfirráðasvæði. Þau kanna nú önnur möguleg stjórnkerfi, þar á meðal að leita aftur í faðm Norðmanna. Erlent 3.7.2023 12:32
Kommúnistaleiðtogi í klandri eftir sólgleraugnastuld Heitt er nú undir Bjørnari Moxnes, leiðtoga norska kommúnistaflokksins Rauða flokksins, eftir að upp komst að hann var staðinn að því að stela sólgleraugum í síðasta mánuði. Flokkurinn lýsti yfir stuðningi við Moxnes en eining ríkir ekki um hann. Erlent 3.7.2023 10:39
Byssumaður sem drap nágranna sína ákærður fyrir morð af ásetningi Saksóknarar í Texas í Bandaríkjunum ákærður karlmann á fertugsaldri sem skaut fimm nágranna sína til bana í apríl fyrir morð af ásetningi. Þeir hafa enn ekki ákveðið hvort þeir fari fram á dauðarefsingu yfir manninum. Erlent 3.7.2023 09:02
Fimm látnir í umfangsmiklum aðgerðum Ísraela á Vesturbakkanum Ísraelsmenn eru sagðir hafa hafið umfangsmestu hernaðaraðgerðir sínar á Vesturbakkanum í mörg ár. Aðgerðirnar hófust í nótt, með árásum úr lofti og á jörðu niðri. Að minnsta kosti fimm Palestínumenn liggja í valnum og tugir eru særðir. Erlent 3.7.2023 08:15
Rússar viðurkenna að hafa flutt um 700.000 börn frá Úkraínu Rússar hafa viðurkennt að hafa flutt 700 þúsund börn frá Úkraínu og til Rússlands frá því að innrásin hófst. Þeir segja um að ræða aðgerðir til að vernda munaðarleysingja og börn sem hafa verið yfirgefin á átakasvæðum. Erlent 3.7.2023 06:41
Háskólagráður til sölu Lögreglan á Spáni hefur handtekið um 20 manns sem stunduðu skipulega sölu á fölsuðum prófskírteinum úr háskólum víðsvegar um heiminn. Erlent 2.7.2023 14:31
Sjö hundruð handteknir til viðbótar og kveikt í húsi bæjarstjóra Lögreglan í Frakklandi handtók 719 manns við mótmæli víðs vegar í Frakklandi í nótt, fimmtu nóttina í röð í núlíðandi mótmælaöldu. Þá var gerð tilraun til þess að kveikja í húsi bæjarstjóra í L'Hay-les-Roses í suður-París. Erlent 2.7.2023 12:06
Tvö látin og á þriðja tug særð eftir skotárás Tvö eru látin og 28 eru særð eftir skotárás í götupartíi í Baltimore í Bandaríkjunum í nótt. Erlent 2.7.2023 10:22
Segir Rússa hugsanlega ætla að sprengja kjarnorkuver Úkraínuforseti segir að Rússar gætu verið að undirbúa sig fyrir það að sprengja Zaporizhzhia-kjarnorkuverið, stærsta kjarnorkuver Evrópu. Erlent 2.7.2023 09:40
National Geographic segir upp öllum fastráðnum blaðamönnum Tímaritið National Geographic hefur sagt upp síðustu fastráðnu blaðamönnum ritstjórnar sinnar og verður ekki lengur selt í bandarískum blaðsöluturnum. Erlent 1.7.2023 23:52
Musk takmarkar tíst á Twitter Twitter hefur tímabundið takmarkað fjölda tísta sem notendur geta lesið á hverjum degi. Erlent 1.7.2023 21:16
Páfagaukar geta nú hringt í vini sína Tekist hefur að kenna páfagaukum að hringja í aðra páfagauka. Þetta dregur úr einmanaleika páfagauka sem verja ævinni einir í búri. Erlent 1.7.2023 14:30
Evklíð ætlað að afhjúpa hulduöfl alheimsins Nýr evrópskur geimsjónauki sem verður skotið á loft í dag á að hjálpa vísindamönnum að skilja dulin og leyndardómsfull öfl sem halda vetrabrautum saman og valda sívaxandi útþenslu alheimsins. Athuganir hans gætu varpað ljósi á ýmsar brýnustu spurningar heimsfræðinnar. Erlent 1.7.2023 13:00
Biden má ekki afskrifa námslán fyrir 400 milljarða dala Hæstiréttur Bandaríkjana kvað í dag upp dóm þess efnis að áform Joes Biden Bandaríkjaforseta, um að afskrifa námslán allt að 43 milljóna Bandaríkjamanna, væru ólögmæt. Erlent 30.6.2023 23:25
Tók byssu af landamæraverði og drap tvo Tveir eru látnir eftir skotárás á fluvellinum í Kisínev í Moldóvu. Ódæðismaðurinn er sagður hafa náð byssu af landamæraverði og skotið landamæravörð og flugvallaröryggisvörð til bana með henni. Honum hafði verið meinuð innganga í landið. Erlent 30.6.2023 19:01
Bolsonaro bannað að bjóða sig fram Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, hefur verið bannað að bjóða sig fram í átta ár. Yfirkjörstjórn landsins komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði framið embættisbrot í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. Erlent 30.6.2023 18:34
Dæmdu vefsíðuhönnuði sem vildi ekki vinna fyrir hinsegin hjón í hag Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í dag að þeirri niðurstöðu að kristinn grafískur hönnuður sem vill hanna brúðkaupsvefsíður mætti neita því að vinna fyrir hinsegin hjón. Dómurinn er talinn mikið bakslag fyrir hinsegin réttindi og hann gefi fyrirtækjum leyfi til að mismuna fólki á grundvelli trúarbragða. Erlent 30.6.2023 16:06
Finnskur ráðherra segir af sér vegna tengsla við hægriöfgamenn Vilhelm Junnila, efnahagsráðherra Finnlands, tilkynnti að hann ætlaði að segja af sér í dag í kjölfar uppljóstrana um tengsl hans við hægriöfgamenn og grín um nasisma. Junnila entist aðeins í ráðherrastóli í um viku. Erlent 30.6.2023 11:23
Mæðgin látin eftir harmleik í Eystrasalti Sjö ára drengur féll frá borði ferju í Eystrasalti síðdegis í gær. Móðir drengsins er sögð hafa stokkið út í sjóinn á eftir syni sínum til að bjarga honum. Þau fundust í sjónum en voru ekki með meðvitund og hafa nú bæði verið úrskurðuð látin. Erlent 30.6.2023 10:32
Lögreglumaður sem brást ekki við skólaskotárás sýknaður Kviðdómur í Flórída í Bandaríkjunum sýknaði skólalögreglumann sem var sakaður um að flýja af hólmi þegar byssumaður hóf skothríð í framhaldsskóla í Parkland árið 2018. Byssumaðurinn náði að skjóta sautján manns til bana áður en lögregla hafði hendur í hári hans. Erlent 30.6.2023 09:15
Enn mótmælt á götum Frakklands Mótmælaaldan í Frakklandi hélt áfram í nótt, þriðju nóttina í röð og nú voru tæplega 700 handteknir víðsvegar um landið. Erlent 30.6.2023 08:53
Að minnsta kosti 230 létust í pílagrímsförinni til Mekka Yfir 2.000 manns eru sögð hafa þjáðst af hitatengdum kvillum á meðan Hajj-pílagrímaförinni stóð. Um 1,8 milljón múslíma er sögð hafa farið pílagrímsförina en hitinn fór upp í allt að 48 stig. Erlent 30.6.2023 07:57
Bandaríkjamenn íhuga að senda klasasprengjur en Ungverjar taka í bremsuna Bandaríkjamenn eru nú sagðir íhuga alvarlega að senda Úkraínumönnum klasasprengjur, til notkunar í gagnsókn þeirra gegn Rússum. Frá þessu greina miðlar vestanhafs. Erlent 30.6.2023 07:09
Ekki ákærður vegna harmleiksins á tónleikunum Rapparinn Travis Scott verður ekki ákærður fyrir aðkomu sína að því þegar tíu ungir tónleikagestir létust eftir troðning á tónlistarhátíðinni Astroworld, sem Scott hélt árið 2021. Erlent 30.6.2023 00:02