Fótbolti

Guð­john­sen snýr aftur á Brúna: „Sér­stakt fyrir mig og pabba“

Í kvöld dregur til tíðinda í Sambandsdeild Evrópu þegar að Chelsea tekur á móti belgíska félagsliðinu KAA Gent. Með liði Gent spilar íslenski landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen og mun hann því í kvöld spreyta sig á Stamford Bridge, leikvangi þar sem að faðir hans, Eiður Smári Guðjohnsen, gerði garðinn frægan á sínum tíma.

Fótbolti

Ó­vænt tap meistaranna og fimm marka fjör hjá Juventus

Sjö leikir fóru fram samtímis í Meistaradeildinni í kvöld. Ríkjandi meistarar Real Madrid töpuðu nokkuð óvænt gegn Lille. Atlético Madrid mátti þola slæmt tap, Dinamo og Monaco skildu jöfn, Juventus vann viðburðaríkan leik og Club Brugge sótti sigur með stangarskoti sem rataði yfir línuna. 

Fótbolti

Salah setti met í sigri Liverpool

Liverpool vann öruggan 2-0 sigur gegn Bologna í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Mohamed Salah lagði fyrra markið upp á Alexis Mac Allister og skoraði síðan sjálfur eftir stoðsendingu Dominiks Szoboslai.

Fótbolti

Enn pláss fyrir Aron sem fer í segul­ómun

Åge Hareide segir ekki útilokað að hann bæti Aroni Einari Gunnarssyni við í landsliðshóp sinn sem 24. manni fyrir leikina við Wales og Tyrkland á Laugardalsvelli 11. og 14. október. Hann bindur vonir við að Gylfi Þór Sigurðsson verði klár í slaginn.

Fótbolti

Sonur Sterlings leiddi Saka út á völlinn

Alþekkt er að börn leiði leikmenn inn á völlinn fyrir íþróttaleiki. Það er þó sjaldgæfara að þau séu tengd leikmönnum liðanna. En það gerðist í Meistaradeildarleik Arsenal og Paris Saint-Germain.

Fótbolti

Öruggt hjá Skyttunum

Arsenal lagði París Saint-Germain nokkuð örugglega 2-0 á Emirates-vellinum í Lundúnum þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu.

Fótbolti

Þægi­legt í Slóvakíu

Englandsmeistarar Manchester City lentu ekki í miklum vandræðum í Bratislava. Færa má rök fyrir því að leikurinn hafi verið búinn eftir stundarfjórðung en staðan var þá orðin 2-0 Man City í vil. Lokatölur 4-0 í leik þar sem lærisveinar Pep Guardiola fóru aldrei úr öðrum gír.

Fótbolti

Á met sem enginn vill

Ben Brereton Diaz á nú met sem enginn vill í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Hann hefur leikið 20 leiki án þess að næla í einn einasta sigur.

Fótbolti