Fótbolti

U-beygja í leik­manna­málum

Segja má að nokkur lið Bestu deildar karla í knattspyrnu hafi tekið algjöra U-beygju í leikmannamálum sínum fyrir komandi tímabil. Lið sem hafa áður sótt þekktar stærðir hafa sóst meira í yngri leikmenn og lið sem hafa tekið inn unga leikmenn undanfarin ár hafa sótt þekktar stæðir.

Íslenski boltinn

Arnar tjáir sig: „Tímasetningin óskiljanleg“

Arnar Þór Viðarsson, sem var sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta í vikunni, sat fyrir svörum í fótboltaþættinum Extra Time á flæmsku ríkissjónvarpsstöðinni VRT í gærkvöld. Hann kveðst ósáttur við uppsögnina en stoltur af sínum störfum.

Fótbolti

Kea­ne bæði skúrkurinn og hetjan

Leikur Everton og Tottenham Hotspur var í járnum þangað til Abdoulaye Doucoure fékk rautt spjald á 58. mínútu og gestirnir fengu vítaspyrnu tíu mínútum síðar. Gestirnir fengu hins vegar einni rautt spjald og Michael Keane jafnaði metin með einu óvæntasta langskoti síðari ára. Lokatölur á Goodison Park í kvöld 1-1.

Enski boltinn

Al­freð frá út tíma­bilið

Alfreð Finnbogason mun ekki spila með Lyngby það sem eftir lifir tímabils eftir að hafa meiðst í síðasta leik liðsins. Liðið er sem stendur í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Fótbolti

Leicester hafði strax sam­band við Potter

Leicester City rak Brendan Rodgers úr starfi sem þjálfari liðsins eftir tap gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardag. Graham Potter var rekinn degi síðar úr starfi þjálfari Chelsea og hafði Leicester City strax samband.

Enski boltinn

Miðar á lokaleik Arsenal seljast á rúmar níu milljónir

Nú þegar styttist í að titilbaráttan í ensku úrvalsdeildinni fari að ná hámarki fara stuðningsmenn hinna ýmissu liða að reyna að verða sér út um miða á mikilvæga leiki. Stuðningsmenn toppliðs Arsenal hafa borgað rúmar níu milljónir króna fyrir miða á seinasta leik liðsins á tímabilinu.

Fótbolti

Um­fjöllun og viðtöl: KA - Valur 1-1 | Valur Lengju­bikar­meistari eftir víta­spyrnu­keppni

Valur er Lengjubikarmeistari 2023 eftir sigur gegn KA í vítaspyrnukeppni. Liðin mættust á Greifavellinum á Akureyri í dag og var staðan 1-1 eftir venjulega leiktíma en Birkir Már Sævarsson skoraði jöfnunarmark leiksins á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Halllgrímur Mar skoraði mark KA úr vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleik. Í vítaspyrnukeppninni klikkaði KA á tveimur spyrnum en Valur á einni.

Fótbolti

Potter rekinn frá Chelsea

Graham Potter hefur verið rekinn úr starfi sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea eftir aðeins rúmt hálft ár í starfi.

Fótbolti