Fastir pennar Auðvelda leiðin Ólafur Stephensen skrifar Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslenzka skattkerfið hefur vakið nokkra athygli, enda er þar að finna að því er virðist róttækar tillögur um hærri skatta. Það er þó ekki þannig að AGS leggi til skattahækkanir að fyrra bragði. Það er ríkisstjórn Íslands, sem biður um skýrsluna og þar kemur skýrt fram að sé vilji til þess hjá íslenzkum stjórnvöldum að hækka skatta, megi fara þessa eða hina leiðina að því marki. Ríkisstjórnin getur því að sjálfsögðu ekki skotið sér á bak við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, ákveði hún að hækka skatta enn frekar. Hún ber ábyrgðina sjálf, rétt eins og á þeim skattahækkunum sem þegar hafa verið ákveðnar. Fastir pennar 14.7.2010 06:00 Líftæknistóriðja Ólafur Stephensen skrifar Í laugardagsblaði Fréttablaðsins var rætt við Björn Lárus Örvar, forstjóra ORF líftækni. Hann sagði þar meðal annars að ORF gæti á skömmum tíma orðið stórfyrirtæki á íslenzkan mælikvarða. Starfsmönnum hefur á skömmum tíma fjölgað úr 20 í 40. Fyrirtækið er í samstarfi við erlenda fjárfesta, sem hafa trú á því og hafa lagt því til hundruð milljóna króna, á sama tíma og önnur íslenzk fyrirtæki þurfa að hafa mikið fyrir að laða að sér erlenda fjárfesta. Fastir pennar 13.7.2010 07:00 Lagahyggja íslenskrar stjórnsýslu Pétur Gunnarsson skrifar Kaup Magma Energy og á HS Orku þarf að taka til nýrrar meðferðar. Margt bendir til að málsmeðferðin sé íslenskri stjórnsýslu til háðungar. Fastir pennar 12.7.2010 09:31 „Reyr, stör sem rósir vænar …“ Guðmundur Andri Thorsson skrifar Ljósberi heitir blóm sem vex á melum og holtum, í klettum og víðar, algengt blóm um allt land sem blómgast í júlí og er rauðleitt að lit. Það gengur líka undir heitunum ilmjurt og ununarjurt sökum þess hve vel það angar. En ekki veit ég hvers vegna það er líka kallað píknajurt, þúsunddyggðajurt og fjallasól. Svo stórfenglegar nafngiftir fær eitt rauðleitt plöntukríli ekki nem Fastir pennar 12.7.2010 06:00 Gleymdu löndin Ólafur Stephensen skrifar Fyrir jarðskjálftann mikla í janúar síðastliðnum var Haítí eitt af fátækustu og vanþróuðustu löndum heimsins. Þar skorti menntun, heilbrigðisþjónustu, vegi, brýr, húsnæði og löggæzlu svo eitthvað sé nefnt. Fastir pennar 10.7.2010 06:00 Kögunarhóll: Afneitunin Þorsteinn Pálsson skrifar Dómur Hæstaréttar um gengistryggingalánin hefur afhjúpað veikleika krónunnar og kostnaðinn við sveigjanlega mynt. Viðbrögðin sýna hins vegar tvíhyggju eða óraunsæi af sama toga og leiddi til hruns krónunnar og bankanna. Fastir pennar 10.7.2010 06:00 Veiki hlekkurinn? Ólafur Stephensen skrifar Norðmönnum var illa brugðið í gær þegar sagt var frá því að þrír menn búsettir í Noregi, sem grunaðir eru um þátttöku í hryðjuverkasamtökunum Al Kaída, hefðu verið handteknir. Þeir eru grunaðir um að hafa unnið að skipulagningu sprengjutilræða í Noregi eða öðrum Evrópulöndum. Fastir pennar 9.7.2010 06:00 Annmarkar skýrslunnar góðu Þorvaldur Gylfason skrifar Þótt skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis (RNA) sé góðra gjalda verð, eru á henni annmarkar, sem bæta þarf úr. Skýrslan flettir að sönnu ofan af fullyrðingum stjórnvalda um Ísland sem fórnarlamb fjármálakreppunnar úti í heimi. Ekki þurftu Norðurlönd á neyðaraðstoð Alþjóðagjaldeyris-sjóðsins (AGS) að halda vegna kreppunnar. Þvert á móti hafa þau stutt Ísland með lánveitingum í samstarfi við AGS. Hrunið var heimatilbúið, þótt neistinn, sem kveikti bálið, bærist að utan. Skýrsla RNA tekur af tvímæli um þetta, og það gera einnig aðrar heimildir. Undan þeirri niðurstöðu verður ekki vikizt. Fastir pennar 8.7.2010 06:00 Hagstætt viðskiptaumhverfi? Ólafur Stephensen skrifar Ísland er meðal þeirra ríkja OECD, sem leggja mest höft á erlenda fjárfestingu. Íslenzk fyrirtæki í alþjóðlegum rekstri eru í vaxandi mæli farin að horfa til þess að staðsetja höfuðstöðvar sínar annars staðar. Skattabreytingar, til dæmis álagning auðlegðarskatts og skattur á vaxtagreiðslur til erlendra aðila, koma illa við atvinnulífið. Gjaldmiðillinn er ónýtur, sem birtist meðal annars í gjaldeyrishöftum sem flækja verulega starfsemi fyrirtækja. Stjórnvöld virðast atvinnulífinu ekki sérlega vinsamleg og vilji þeirra til að styðja við bakið á því er óljós. Fastir pennar 8.7.2010 06:00 Atvinnusköpun stjórnmálamanna Ólafur Stephensen skrifar Nýi borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík hefur ákveðið að setja fimm hundruð milljónir króna aukalega í átaksverkefni, sem eiga að skapa atvinnu. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir í Fréttablaðinu í gær að vonazt sé til að allt að 150 manns geti fengið vinnu til áramóta við þessi verkefni. Þau felast meðal annars í endurgerð göngu- og hjólaleiða og viðhaldi á húsum í eigu borgarinnar. Fastir pennar 7.7.2010 06:00 Oflæti og yfirgangur Jónína Michaelsdóttir skrifar Á síðasta áratug varð algengara en áður hafði tíðkast hér á landi, að segja upp helstu stjórnendum og lykilmönnum fyrirtækja þegar þau skiptu um eigendur. Nýju eigendurnir vildu fá sitt fólk, rétt eins og sitjandi ríkisstjórn. Sjaldgæfara var að menn Fastir pennar 6.7.2010 06:00 Eftir hverju er að bíða? Ólafur Stephensen skrifar Einn fylgifiskur sumarsins og ferðamannavertíðarinnar eru árvissar fréttir um að nú séu ekki til nógir peningar til að tryggja landvörzlu við hina eða þessa náttúruperluna. Engir peningar séu heldur til fyrir stígagerð eða skiltum. Ferðamenn troði niður viðkvæman gróður, fari sjálfum sér að voða og svo framvegis. Fastir pennar 6.7.2010 06:00 Skýrir hagsmunir og óskýrir Ólafur Stephensen skrifar Í umræðum um dóm Hæstaréttar um gengistryggðu lánin og tilmæli eftirlitsstofnana um að miðað verði við seðlabankavexti á lánunum, er málinu gjarnan stillt þannig upp að það snúist um hagsmuni lánþega annars vegar og hagsmuni fjármagnseigenda og erlendra kröfuhafa hins vegar. Þeir síðarnefndu muni tapa, ef samningsvextirnir einir verði látnir standa. Fastir pennar 5.7.2010 06:00 Ólán í láni Guðmundur Andri Thorsson skrifar Samkvæmt frétt Fréttablaðsins á laugardag voru fimm Rúmenar handteknir á dögunum á Seyðisfirði af árvökulli lögreglu vegna þess að þeir hugðust pranga inn á landsmenn ódýru glingri sem eðalmálmar væru. Fastir pennar 5.7.2010 06:00 Fresta sköttum og skera meira Ólafur Stephensen skrifar Fréttablaðið sagði frá því í gær að tekjur ríkisins á síðasta ári hefðu verið 40 milljörðum króna yfir áætlun. Tekjuskattur hefði skilað mun meiru en áætlað var vegna minni tekjusamdráttar í samfélaginu en gert var ráð fyrir og jafnframt hefði atvinnnuleysið ekki orðið jafnmikið og menn óttuðust. Fastir pennar 3.7.2010 07:00 Af kögunarhóli Þorsteins Pálssonar: Íhugun flokkanna Þorsteinn Pálsson. skrifar Um síðustu helgi hélt Sjálfstæðisflokkurinn landsfund sem upphaflega var boðað til í þeim tilgangi einum að kjósa varaformann. Rríkisstjórnarflokkarnir héldu flokksráðs- eða flokksstjórnarfundi. Eftir kosningarnar á dögunum lýstu talsmenn allra flokkanna yfir því að þeir myndu taka þau skilaboð sem úrslitin sýndu til alvarlegrar íhugunar. Fastir pennar 3.7.2010 06:00 Betri aðskilnaður Ólafur Stephensen skrifar Flokksstjórn Samfylkingarinnar ályktaði á fundi sínum um síðustu helgi að ráðherrar flokksins ættu að segja sig tímabundið frá þingmennsku og gera það sem fyrst. „Með því sýna ráðherrar Samfylkingarinnar í verki þann ásetning flokksins að styrkja beri stöðu Alþingis og skerpa á aðskilnaði þess gagnvart framkvæmdarvaldinu,“ sagði í ályktun flokksstjórnarinnar. Fastir pennar 2.7.2010 07:00 Matvælaóöryggi Pawel Bartozsek skrifar Fyrir þremur árum var matvælaverð á Íslandi töluvert hærra en í Evrópu. Síðan þá hefur verðið hækkað og laun margra hafa lækkað. Hver er svo niðurstaðan? Jú, matvælaverðið er orðið svipað og víða í Evrópu. Takk, bankahrun! Fastir pennar 2.7.2010 06:00 Þrjár systur Þorvaldur Gylfason skrifar Kreppan mikla 1929-1939 markaði djúp spor í líf þeirra, sem urðu fyrir barðinu á henni. Mörg þekkjum við fólk, sem ólst upp í kreppunni. Sögurnar eru sumar þyngri en tárum taki. Fastir pennar 1.7.2010 08:00 Enn þarf Hæstiréttur að úrskurða Ólafur Stephensen skrifar Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið telja sig vera að gegna skyldu sinni, að gæta stöðugleika fjármálakerfisins, með útgáfu tilmæla til fjármálastofnana í gær um útreikning gengistryggðu lánanna, sem Hæstiréttur hafði dæmt að færu í bága við lög. Fastir pennar 1.7.2010 00:01 Tími ákvarðana Ólafur Stephensen skrifar Fréttablaðið sagði frá því á mánudaginn að ofbeldi gegn lögreglumönnum færi vaxandi og yrði sífellt grófara. Árið 2008 hlutu 29 lögregluþjónar varanlegan skaða vegna ofbeldis, sem þeir urðu fyrir við skyldustörf. Í fyrra voru þeir 38. Fastir pennar 30.6.2010 09:52 Fyrirgefning og samstaða Ólafur Stephensen skrifar Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sló nýjan tón í umræðum um kirkjuna og samkynhneigða í samtali við Fréttablaðið á laugardaginn. Biskup hefur greinilega kosið að horfast í augu við þann yfirgnæfandi stuðning sem ein hjúskaparlög fyrir samkynhneigða jafnt sem gagnkynhneigða hafa meðal þjóðarinnar - og þar með á meðal þjóðkirkjufólks. Hann hefur því ákveðið að setja punkt aftan við neikvæða eða hálfvolga afstöðu kirkjunnar manna gagnvart hjónabandi samkynhneigðra og taka vel á móti samkynhneigðu fólki, sem kýs að ganga upp að altarinu og þiggja hjónavígslu af prestum þjóðkirkjunnar. Fastir pennar 29.6.2010 09:13 Dyrum lokað Ólafur Stephensen skrifar Sjálfstæðisflokkurinn hefur þrengri skírskotun en áður eftir landsfundinn um helgina. Drögum að stjórnmálaályktun, þar sem örlítil rifa var skilin eftir í þá veru að láta reyna á umsókn um aðild að Evrópusambandinu, var hafnað og samþykkt ályktun þar sem dyrunum er skellt í lás og þess krafizt að aðildarumsóknin verði dregin til baka. Sjálfstæðisflokkurinn hefur með þessu öðlazt sérstöðu meðal stórra evrópskra hægriflokka, sem flestir hafa beitt sér fyrir ESB-aðild undir merkjum frjálsra viðskipta og vestræns samstarfs. Fastir pennar 28.6.2010 06:00 Fótboltinn Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sumarið okkar er svo stutt að sektarkenndin er innbyggt í það. „Jæja!" heyrist kvakað úr hverjum mó meðan fuglarnir flögra um með dugnaðarfasi og litlu blómin kalla með augun á stilkum: „sjáið mig! sjáið mig!" en milli þeirra skjögra dauðadrukknar flugur eða lenda í vefnum á djúpvitrum köngulónum sem starfa í hverju horni. Sjórinn spegilsléttur, golan gælandi við mjúkt hörundið, iðandi kyrrðin, ilmurinn af jörðinni þar sem lúpínan hefur ekki fengið að tortíma hinu lágkynja lyngi og blóðbergi... sumarið logar frá einni stund til annarrar, svo stutt, og manni finnst maður eigi að lifa hverja mínútu því það koma aldrei kvöld, náttleysan ríkir, morgunninn nær til fimm á daginn og dagarnir ná til fimm á morgnana... og sumarið logar: „Kom fyll þitt glas..." Fastir pennar 28.6.2010 06:00 Minnisþjálfun Ólafur Stephensen skrifar Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi, þar sem lagt er til að þingsköpum verði breytt þannig að ringulreiðin, sem ævinlega tekur völd undir lok þingtímans, verði úr sögunni. Fastir pennar 26.6.2010 06:30 Hvatning til úrbóta Ólafur Stephensen skrifar Það var þarft framtak hjá Háskóla Íslands að gera könnun meðal stúdenta og spyrja hvernig þeir telji framhaldsskólann hafa búið þá undir háskólanám. Kallað hefur verið eftir slíkum könnunum talsvert lengi, enda er opinbert leyndarmál að fólk kemur ákaflega misvel undirbúið til háskólanáms og í háskólunum hafa menn talið sig greina verulegan mun eftir framhaldsskólum. Fastir pennar 25.6.2010 06:30 Hrunið og Evrópa Ólafur Stephensen skrifar Flokksstofnanir þriggja stærstu stjórnmálaflokka þjóðarinnar funda um komandi helgi. Þetta eru fyrstu fundirnir af því tagi, sem haldnir eru eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út og eftir að haldnar voru sveitarstjórnarkosningar, þar sem allir fjórir hefðbundnu flokkarnir fengu skell. Þetta eru tengd mál; slök útkoma gömlu flokkanna í kosningunum skrifast meðal annars á þá útreið sem hið pólitíska kerfi fékk í rannsóknarskýrslunni. Fastir pennar 24.6.2010 06:30 Ekki steinn yfir steini Lög nr. 38 um vexti og verðtryggingu voru samþykkt á Alþingi 19. maí 2001 með atkvæðum 36 þingmanna, 19 sátu hjá, 8 voru fjarverandi. Lögin eru skýr. Í greinargerð með frumvarpinu stendur: Fastir pennar 24.6.2010 06:00 Sjúkdómseinkenni Ólafur Stephensen skrifar Dómur Hæstaréttar, um að óheimilt sé að binda lán í íslenzkum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla, hefur í raun enn aukið á óvissuna um stöðu skuldara. Enn gæti þurft að leita atbeina dómstólanna til að fá úr því skorið hvað gerist næst; hvort þeir sem tóku myntkörfulánin eru skyndilega miklu betur settir en aðrir skuldarar, eftir að hafa verið verst settir, eða hvort leyft verði að binda lánin við vísitölu eða þá hækka á þeim vextina og miða við lægstu óverðtryggða vexti. Fastir pennar 23.6.2010 06:30 Fyrir framtíðina Jónína Michaelsdóttir skrifar Ég heyrði einu sinni bandarískan mann segja frá því, að í virtum háskóla í Bandaríkjunum hefði á sínum tíma komið upp umræða um óvissuþáttinn í viðskiptum. Jafnvel yfirgripsmikil þekking á lögmálum viðskiptalífsins bæri ekki í sér vísdóm um það sem framundan væri á hverjum tíma. Og spurningin var: Á hverju byggja forstjórar öflugra fyrirtækja ákvarðanir sínar þegar þeir taka áhættu í viðskiptum? Fastir pennar 22.6.2010 06:00 « ‹ 123 124 125 126 127 128 129 130 131 … 245 ›
Auðvelda leiðin Ólafur Stephensen skrifar Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslenzka skattkerfið hefur vakið nokkra athygli, enda er þar að finna að því er virðist róttækar tillögur um hærri skatta. Það er þó ekki þannig að AGS leggi til skattahækkanir að fyrra bragði. Það er ríkisstjórn Íslands, sem biður um skýrsluna og þar kemur skýrt fram að sé vilji til þess hjá íslenzkum stjórnvöldum að hækka skatta, megi fara þessa eða hina leiðina að því marki. Ríkisstjórnin getur því að sjálfsögðu ekki skotið sér á bak við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, ákveði hún að hækka skatta enn frekar. Hún ber ábyrgðina sjálf, rétt eins og á þeim skattahækkunum sem þegar hafa verið ákveðnar. Fastir pennar 14.7.2010 06:00
Líftæknistóriðja Ólafur Stephensen skrifar Í laugardagsblaði Fréttablaðsins var rætt við Björn Lárus Örvar, forstjóra ORF líftækni. Hann sagði þar meðal annars að ORF gæti á skömmum tíma orðið stórfyrirtæki á íslenzkan mælikvarða. Starfsmönnum hefur á skömmum tíma fjölgað úr 20 í 40. Fyrirtækið er í samstarfi við erlenda fjárfesta, sem hafa trú á því og hafa lagt því til hundruð milljóna króna, á sama tíma og önnur íslenzk fyrirtæki þurfa að hafa mikið fyrir að laða að sér erlenda fjárfesta. Fastir pennar 13.7.2010 07:00
Lagahyggja íslenskrar stjórnsýslu Pétur Gunnarsson skrifar Kaup Magma Energy og á HS Orku þarf að taka til nýrrar meðferðar. Margt bendir til að málsmeðferðin sé íslenskri stjórnsýslu til háðungar. Fastir pennar 12.7.2010 09:31
„Reyr, stör sem rósir vænar …“ Guðmundur Andri Thorsson skrifar Ljósberi heitir blóm sem vex á melum og holtum, í klettum og víðar, algengt blóm um allt land sem blómgast í júlí og er rauðleitt að lit. Það gengur líka undir heitunum ilmjurt og ununarjurt sökum þess hve vel það angar. En ekki veit ég hvers vegna það er líka kallað píknajurt, þúsunddyggðajurt og fjallasól. Svo stórfenglegar nafngiftir fær eitt rauðleitt plöntukríli ekki nem Fastir pennar 12.7.2010 06:00
Gleymdu löndin Ólafur Stephensen skrifar Fyrir jarðskjálftann mikla í janúar síðastliðnum var Haítí eitt af fátækustu og vanþróuðustu löndum heimsins. Þar skorti menntun, heilbrigðisþjónustu, vegi, brýr, húsnæði og löggæzlu svo eitthvað sé nefnt. Fastir pennar 10.7.2010 06:00
Kögunarhóll: Afneitunin Þorsteinn Pálsson skrifar Dómur Hæstaréttar um gengistryggingalánin hefur afhjúpað veikleika krónunnar og kostnaðinn við sveigjanlega mynt. Viðbrögðin sýna hins vegar tvíhyggju eða óraunsæi af sama toga og leiddi til hruns krónunnar og bankanna. Fastir pennar 10.7.2010 06:00
Veiki hlekkurinn? Ólafur Stephensen skrifar Norðmönnum var illa brugðið í gær þegar sagt var frá því að þrír menn búsettir í Noregi, sem grunaðir eru um þátttöku í hryðjuverkasamtökunum Al Kaída, hefðu verið handteknir. Þeir eru grunaðir um að hafa unnið að skipulagningu sprengjutilræða í Noregi eða öðrum Evrópulöndum. Fastir pennar 9.7.2010 06:00
Annmarkar skýrslunnar góðu Þorvaldur Gylfason skrifar Þótt skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis (RNA) sé góðra gjalda verð, eru á henni annmarkar, sem bæta þarf úr. Skýrslan flettir að sönnu ofan af fullyrðingum stjórnvalda um Ísland sem fórnarlamb fjármálakreppunnar úti í heimi. Ekki þurftu Norðurlönd á neyðaraðstoð Alþjóðagjaldeyris-sjóðsins (AGS) að halda vegna kreppunnar. Þvert á móti hafa þau stutt Ísland með lánveitingum í samstarfi við AGS. Hrunið var heimatilbúið, þótt neistinn, sem kveikti bálið, bærist að utan. Skýrsla RNA tekur af tvímæli um þetta, og það gera einnig aðrar heimildir. Undan þeirri niðurstöðu verður ekki vikizt. Fastir pennar 8.7.2010 06:00
Hagstætt viðskiptaumhverfi? Ólafur Stephensen skrifar Ísland er meðal þeirra ríkja OECD, sem leggja mest höft á erlenda fjárfestingu. Íslenzk fyrirtæki í alþjóðlegum rekstri eru í vaxandi mæli farin að horfa til þess að staðsetja höfuðstöðvar sínar annars staðar. Skattabreytingar, til dæmis álagning auðlegðarskatts og skattur á vaxtagreiðslur til erlendra aðila, koma illa við atvinnulífið. Gjaldmiðillinn er ónýtur, sem birtist meðal annars í gjaldeyrishöftum sem flækja verulega starfsemi fyrirtækja. Stjórnvöld virðast atvinnulífinu ekki sérlega vinsamleg og vilji þeirra til að styðja við bakið á því er óljós. Fastir pennar 8.7.2010 06:00
Atvinnusköpun stjórnmálamanna Ólafur Stephensen skrifar Nýi borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík hefur ákveðið að setja fimm hundruð milljónir króna aukalega í átaksverkefni, sem eiga að skapa atvinnu. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir í Fréttablaðinu í gær að vonazt sé til að allt að 150 manns geti fengið vinnu til áramóta við þessi verkefni. Þau felast meðal annars í endurgerð göngu- og hjólaleiða og viðhaldi á húsum í eigu borgarinnar. Fastir pennar 7.7.2010 06:00
Oflæti og yfirgangur Jónína Michaelsdóttir skrifar Á síðasta áratug varð algengara en áður hafði tíðkast hér á landi, að segja upp helstu stjórnendum og lykilmönnum fyrirtækja þegar þau skiptu um eigendur. Nýju eigendurnir vildu fá sitt fólk, rétt eins og sitjandi ríkisstjórn. Sjaldgæfara var að menn Fastir pennar 6.7.2010 06:00
Eftir hverju er að bíða? Ólafur Stephensen skrifar Einn fylgifiskur sumarsins og ferðamannavertíðarinnar eru árvissar fréttir um að nú séu ekki til nógir peningar til að tryggja landvörzlu við hina eða þessa náttúruperluna. Engir peningar séu heldur til fyrir stígagerð eða skiltum. Ferðamenn troði niður viðkvæman gróður, fari sjálfum sér að voða og svo framvegis. Fastir pennar 6.7.2010 06:00
Skýrir hagsmunir og óskýrir Ólafur Stephensen skrifar Í umræðum um dóm Hæstaréttar um gengistryggðu lánin og tilmæli eftirlitsstofnana um að miðað verði við seðlabankavexti á lánunum, er málinu gjarnan stillt þannig upp að það snúist um hagsmuni lánþega annars vegar og hagsmuni fjármagnseigenda og erlendra kröfuhafa hins vegar. Þeir síðarnefndu muni tapa, ef samningsvextirnir einir verði látnir standa. Fastir pennar 5.7.2010 06:00
Ólán í láni Guðmundur Andri Thorsson skrifar Samkvæmt frétt Fréttablaðsins á laugardag voru fimm Rúmenar handteknir á dögunum á Seyðisfirði af árvökulli lögreglu vegna þess að þeir hugðust pranga inn á landsmenn ódýru glingri sem eðalmálmar væru. Fastir pennar 5.7.2010 06:00
Fresta sköttum og skera meira Ólafur Stephensen skrifar Fréttablaðið sagði frá því í gær að tekjur ríkisins á síðasta ári hefðu verið 40 milljörðum króna yfir áætlun. Tekjuskattur hefði skilað mun meiru en áætlað var vegna minni tekjusamdráttar í samfélaginu en gert var ráð fyrir og jafnframt hefði atvinnnuleysið ekki orðið jafnmikið og menn óttuðust. Fastir pennar 3.7.2010 07:00
Af kögunarhóli Þorsteins Pálssonar: Íhugun flokkanna Þorsteinn Pálsson. skrifar Um síðustu helgi hélt Sjálfstæðisflokkurinn landsfund sem upphaflega var boðað til í þeim tilgangi einum að kjósa varaformann. Rríkisstjórnarflokkarnir héldu flokksráðs- eða flokksstjórnarfundi. Eftir kosningarnar á dögunum lýstu talsmenn allra flokkanna yfir því að þeir myndu taka þau skilaboð sem úrslitin sýndu til alvarlegrar íhugunar. Fastir pennar 3.7.2010 06:00
Betri aðskilnaður Ólafur Stephensen skrifar Flokksstjórn Samfylkingarinnar ályktaði á fundi sínum um síðustu helgi að ráðherrar flokksins ættu að segja sig tímabundið frá þingmennsku og gera það sem fyrst. „Með því sýna ráðherrar Samfylkingarinnar í verki þann ásetning flokksins að styrkja beri stöðu Alþingis og skerpa á aðskilnaði þess gagnvart framkvæmdarvaldinu,“ sagði í ályktun flokksstjórnarinnar. Fastir pennar 2.7.2010 07:00
Matvælaóöryggi Pawel Bartozsek skrifar Fyrir þremur árum var matvælaverð á Íslandi töluvert hærra en í Evrópu. Síðan þá hefur verðið hækkað og laun margra hafa lækkað. Hver er svo niðurstaðan? Jú, matvælaverðið er orðið svipað og víða í Evrópu. Takk, bankahrun! Fastir pennar 2.7.2010 06:00
Þrjár systur Þorvaldur Gylfason skrifar Kreppan mikla 1929-1939 markaði djúp spor í líf þeirra, sem urðu fyrir barðinu á henni. Mörg þekkjum við fólk, sem ólst upp í kreppunni. Sögurnar eru sumar þyngri en tárum taki. Fastir pennar 1.7.2010 08:00
Enn þarf Hæstiréttur að úrskurða Ólafur Stephensen skrifar Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið telja sig vera að gegna skyldu sinni, að gæta stöðugleika fjármálakerfisins, með útgáfu tilmæla til fjármálastofnana í gær um útreikning gengistryggðu lánanna, sem Hæstiréttur hafði dæmt að færu í bága við lög. Fastir pennar 1.7.2010 00:01
Tími ákvarðana Ólafur Stephensen skrifar Fréttablaðið sagði frá því á mánudaginn að ofbeldi gegn lögreglumönnum færi vaxandi og yrði sífellt grófara. Árið 2008 hlutu 29 lögregluþjónar varanlegan skaða vegna ofbeldis, sem þeir urðu fyrir við skyldustörf. Í fyrra voru þeir 38. Fastir pennar 30.6.2010 09:52
Fyrirgefning og samstaða Ólafur Stephensen skrifar Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sló nýjan tón í umræðum um kirkjuna og samkynhneigða í samtali við Fréttablaðið á laugardaginn. Biskup hefur greinilega kosið að horfast í augu við þann yfirgnæfandi stuðning sem ein hjúskaparlög fyrir samkynhneigða jafnt sem gagnkynhneigða hafa meðal þjóðarinnar - og þar með á meðal þjóðkirkjufólks. Hann hefur því ákveðið að setja punkt aftan við neikvæða eða hálfvolga afstöðu kirkjunnar manna gagnvart hjónabandi samkynhneigðra og taka vel á móti samkynhneigðu fólki, sem kýs að ganga upp að altarinu og þiggja hjónavígslu af prestum þjóðkirkjunnar. Fastir pennar 29.6.2010 09:13
Dyrum lokað Ólafur Stephensen skrifar Sjálfstæðisflokkurinn hefur þrengri skírskotun en áður eftir landsfundinn um helgina. Drögum að stjórnmálaályktun, þar sem örlítil rifa var skilin eftir í þá veru að láta reyna á umsókn um aðild að Evrópusambandinu, var hafnað og samþykkt ályktun þar sem dyrunum er skellt í lás og þess krafizt að aðildarumsóknin verði dregin til baka. Sjálfstæðisflokkurinn hefur með þessu öðlazt sérstöðu meðal stórra evrópskra hægriflokka, sem flestir hafa beitt sér fyrir ESB-aðild undir merkjum frjálsra viðskipta og vestræns samstarfs. Fastir pennar 28.6.2010 06:00
Fótboltinn Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sumarið okkar er svo stutt að sektarkenndin er innbyggt í það. „Jæja!" heyrist kvakað úr hverjum mó meðan fuglarnir flögra um með dugnaðarfasi og litlu blómin kalla með augun á stilkum: „sjáið mig! sjáið mig!" en milli þeirra skjögra dauðadrukknar flugur eða lenda í vefnum á djúpvitrum köngulónum sem starfa í hverju horni. Sjórinn spegilsléttur, golan gælandi við mjúkt hörundið, iðandi kyrrðin, ilmurinn af jörðinni þar sem lúpínan hefur ekki fengið að tortíma hinu lágkynja lyngi og blóðbergi... sumarið logar frá einni stund til annarrar, svo stutt, og manni finnst maður eigi að lifa hverja mínútu því það koma aldrei kvöld, náttleysan ríkir, morgunninn nær til fimm á daginn og dagarnir ná til fimm á morgnana... og sumarið logar: „Kom fyll þitt glas..." Fastir pennar 28.6.2010 06:00
Minnisþjálfun Ólafur Stephensen skrifar Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi, þar sem lagt er til að þingsköpum verði breytt þannig að ringulreiðin, sem ævinlega tekur völd undir lok þingtímans, verði úr sögunni. Fastir pennar 26.6.2010 06:30
Hvatning til úrbóta Ólafur Stephensen skrifar Það var þarft framtak hjá Háskóla Íslands að gera könnun meðal stúdenta og spyrja hvernig þeir telji framhaldsskólann hafa búið þá undir háskólanám. Kallað hefur verið eftir slíkum könnunum talsvert lengi, enda er opinbert leyndarmál að fólk kemur ákaflega misvel undirbúið til háskólanáms og í háskólunum hafa menn talið sig greina verulegan mun eftir framhaldsskólum. Fastir pennar 25.6.2010 06:30
Hrunið og Evrópa Ólafur Stephensen skrifar Flokksstofnanir þriggja stærstu stjórnmálaflokka þjóðarinnar funda um komandi helgi. Þetta eru fyrstu fundirnir af því tagi, sem haldnir eru eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út og eftir að haldnar voru sveitarstjórnarkosningar, þar sem allir fjórir hefðbundnu flokkarnir fengu skell. Þetta eru tengd mál; slök útkoma gömlu flokkanna í kosningunum skrifast meðal annars á þá útreið sem hið pólitíska kerfi fékk í rannsóknarskýrslunni. Fastir pennar 24.6.2010 06:30
Ekki steinn yfir steini Lög nr. 38 um vexti og verðtryggingu voru samþykkt á Alþingi 19. maí 2001 með atkvæðum 36 þingmanna, 19 sátu hjá, 8 voru fjarverandi. Lögin eru skýr. Í greinargerð með frumvarpinu stendur: Fastir pennar 24.6.2010 06:00
Sjúkdómseinkenni Ólafur Stephensen skrifar Dómur Hæstaréttar, um að óheimilt sé að binda lán í íslenzkum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla, hefur í raun enn aukið á óvissuna um stöðu skuldara. Enn gæti þurft að leita atbeina dómstólanna til að fá úr því skorið hvað gerist næst; hvort þeir sem tóku myntkörfulánin eru skyndilega miklu betur settir en aðrir skuldarar, eftir að hafa verið verst settir, eða hvort leyft verði að binda lánin við vísitölu eða þá hækka á þeim vextina og miða við lægstu óverðtryggða vexti. Fastir pennar 23.6.2010 06:30
Fyrir framtíðina Jónína Michaelsdóttir skrifar Ég heyrði einu sinni bandarískan mann segja frá því, að í virtum háskóla í Bandaríkjunum hefði á sínum tíma komið upp umræða um óvissuþáttinn í viðskiptum. Jafnvel yfirgripsmikil þekking á lögmálum viðskiptalífsins bæri ekki í sér vísdóm um það sem framundan væri á hverjum tíma. Og spurningin var: Á hverju byggja forstjórar öflugra fyrirtækja ákvarðanir sínar þegar þeir taka áhættu í viðskiptum? Fastir pennar 22.6.2010 06:00
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun