Fresta sköttum og skera meira Ólafur Stephensen skrifar 3. júlí 2010 07:00 Fréttablaðið sagði frá því í gær að tekjur ríkisins á síðasta ári hefðu verið 40 milljörðum króna yfir áætlun. Tekjuskattur hefði skilað mun meiru en áætlað var vegna minni tekjusamdráttar í samfélaginu en gert var ráð fyrir og jafnframt hefði atvinnnuleysið ekki orðið jafnmikið og menn óttuðust. Það eru að sjálfsögðu góðar fréttir að rekstur okkar sameiginlega sjóðs gangi betur en áformað var. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra nefnir í samtali við blaðið að aðhaldsaðgerðir í ríkisrekstrinum hafi jafnframt tekizt vel og útgjaldamarkmiðin haldið „og vel það", sem þýðir að niðurskurðurinn í ríkisrekstrinum gekk eftir og gott betur. Í frétt Fréttablaðsins í gær kom fram að blaðið hefði heimildir fyrir því að horft væri til þess við fjárlagavinnuna að hærri tekjur síðasta árs þýddu að skera þyrfti minna niður en menn höfðu séð fram á. Ríkisstjórnin varpar þá sjálfsagt öndinni léttar, enda er niðurskurður ríkisútgjalda erfitt og óvinsælt verkefni. Samt er ástæða til að ríkisstjórnin staldri við og velti fyrir sér næstu skrefum í ríkisfjármálunum. Til að byrja með þarf væntanlega að ganga úr skugga um hvort tekjuaukinn er varanlegur og hægt að gera ráð fyrir honum áfram. Ef niðurstaðan er sú að skattahækkanirnar, sem hafa komið til framkvæmda, skila meiri tekjum en áformað var, er þá ekki ráð að fresta nýjum sköttum, sem þyngja skattbyrði fólks og fyrirtækja, fremur en að hætta við áformaðan niðurskurð? Staðreyndin er sú, að í tíð ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og síðar Samfylkingarinnar voru ríkisútgjöldin þanin út með afar óskynsamlegum hætti. Það er vissulega kaldhæðni sögunnar að það skuli koma í hlut fyrstu hreinræktuðu vinstristjórnarinnar að vinda ofan af þeirri vitleysu, svona í ljósi þess að vinstrimenn hafa yfirleitt talað fyrir útþenslu ríkisbáknsins. Verkefnið verður engu að síður ekki umflúið. Það er óskynsamlegt og óábyrgt að hugsa eins og fyrri ríkisstjórnir gerðu; að á meðan nóg kæmi í kassann þyrfti ekki að hafa svo miklar áhyggjur af gjaldahliðinni. Enn þarf að taka heilmikið til í gjaldahlið ríkisbúskaparins og helzt að stilla útgjaldastigið af þannig að hægt sé að halda því án áframhaldandi skattpíningar almennings og fyrirtækja. Þegar eru farin að sjást merki þess að fyrirtæki með alþjóðlega starfsemi hugsi sér til hreyfings vegna óhagstæðs skattaumhverfis, eins og Viðskiptaráð Íslands hefur bent á. Hækkanir á tekjuskatti einstaklinga hafa einnig letjandi áhrif á efnahagslífið og draga úr verðmætasköpun í einkageiranum. Bakland stjórnarflokkanna er ekki hrifið af niðurskurði ríkisútgjalda. Áframhaldandi skattahækkanir og minni niðurskurður er auðvelda leiðin fyrir ríkisstjórnina, en alveg klárlega röng leið engu að síður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun
Fréttablaðið sagði frá því í gær að tekjur ríkisins á síðasta ári hefðu verið 40 milljörðum króna yfir áætlun. Tekjuskattur hefði skilað mun meiru en áætlað var vegna minni tekjusamdráttar í samfélaginu en gert var ráð fyrir og jafnframt hefði atvinnnuleysið ekki orðið jafnmikið og menn óttuðust. Það eru að sjálfsögðu góðar fréttir að rekstur okkar sameiginlega sjóðs gangi betur en áformað var. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra nefnir í samtali við blaðið að aðhaldsaðgerðir í ríkisrekstrinum hafi jafnframt tekizt vel og útgjaldamarkmiðin haldið „og vel það", sem þýðir að niðurskurðurinn í ríkisrekstrinum gekk eftir og gott betur. Í frétt Fréttablaðsins í gær kom fram að blaðið hefði heimildir fyrir því að horft væri til þess við fjárlagavinnuna að hærri tekjur síðasta árs þýddu að skera þyrfti minna niður en menn höfðu séð fram á. Ríkisstjórnin varpar þá sjálfsagt öndinni léttar, enda er niðurskurður ríkisútgjalda erfitt og óvinsælt verkefni. Samt er ástæða til að ríkisstjórnin staldri við og velti fyrir sér næstu skrefum í ríkisfjármálunum. Til að byrja með þarf væntanlega að ganga úr skugga um hvort tekjuaukinn er varanlegur og hægt að gera ráð fyrir honum áfram. Ef niðurstaðan er sú að skattahækkanirnar, sem hafa komið til framkvæmda, skila meiri tekjum en áformað var, er þá ekki ráð að fresta nýjum sköttum, sem þyngja skattbyrði fólks og fyrirtækja, fremur en að hætta við áformaðan niðurskurð? Staðreyndin er sú, að í tíð ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og síðar Samfylkingarinnar voru ríkisútgjöldin þanin út með afar óskynsamlegum hætti. Það er vissulega kaldhæðni sögunnar að það skuli koma í hlut fyrstu hreinræktuðu vinstristjórnarinnar að vinda ofan af þeirri vitleysu, svona í ljósi þess að vinstrimenn hafa yfirleitt talað fyrir útþenslu ríkisbáknsins. Verkefnið verður engu að síður ekki umflúið. Það er óskynsamlegt og óábyrgt að hugsa eins og fyrri ríkisstjórnir gerðu; að á meðan nóg kæmi í kassann þyrfti ekki að hafa svo miklar áhyggjur af gjaldahliðinni. Enn þarf að taka heilmikið til í gjaldahlið ríkisbúskaparins og helzt að stilla útgjaldastigið af þannig að hægt sé að halda því án áframhaldandi skattpíningar almennings og fyrirtækja. Þegar eru farin að sjást merki þess að fyrirtæki með alþjóðlega starfsemi hugsi sér til hreyfings vegna óhagstæðs skattaumhverfis, eins og Viðskiptaráð Íslands hefur bent á. Hækkanir á tekjuskatti einstaklinga hafa einnig letjandi áhrif á efnahagslífið og draga úr verðmætasköpun í einkageiranum. Bakland stjórnarflokkanna er ekki hrifið af niðurskurði ríkisútgjalda. Áframhaldandi skattahækkanir og minni niðurskurður er auðvelda leiðin fyrir ríkisstjórnina, en alveg klárlega röng leið engu að síður.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun