Oflæti og yfirgangur Jónína Michaelsdóttir skrifar 6. júlí 2010 06:00 Á síðasta áratug varð algengara en áður hafði tíðkast hér á landi, að segja upp helstu stjórnendum og lykilmönnum fyrirtækja þegar þau skiptu um eigendur. Nýju eigendurnir vildu fá sitt fólk, rétt eins og sitjandi ríkisstjórn. Sjaldgæfara var að menn gæfu sér tíma tilað leggja eyrað að jörðinni til að nema starfshætti og stemningu á staðnum. Jafnvel þekktist að sérfræðingum á þeirra vegum væri afhentur listi með nöfnum og stöðum starfsmanna. Þeir sátu síðan við skrifborð úti í bæ og merktu við þá sem væri hagkvæmt að segja upp, og höfðu ekki hugmynd um að kannski væru þeir að henda barninu út með baðvatninu: Einstaklingum með yfirgripsmikla þekkingu á vörum eða þjónustu fyrirtækisins. Fólki sem viðskiptavinirnir treystu. Nýtt er ekki alltaf betra, og traust verður hvorki keypt né selt, eins og allir vita. Hið opinberaÍ sjónvarpsfréttum ríkisútvarpsins í fyrrakvöld, var rætt við bæjarstjórann á Seyðisfirði, sem er ósáttur við þá ákvörðun ríkisins, að breyta lögreglustöð bæjarins í áfengisverslun. Lögreglan hafði þar fasta viðveru þar til Kárahnjúkar komu til sögunnar. Nú er löggæsla fjarðarins staðsett uppi á Héraði.Gamalt og virðulegt hús sem áður hýsti áfengisverslunina hefur verið látið drabbast niður. Ber ríkið enga ábyrgð á því að halda húsinu við? Hvorki hefur verið reynt að leigja það út né selja svo ég viti. Hins vegar kom sendinefnd frá hinu opinbera til að rífa þar út verðmætar innréttingar til að koma þeim á safn í Reykjavík, en Seyðfirðingar stoppuðu þann gjörning. Þá rifjaðist upp fyrir mér spjall sem ég átti einu sinni við færeyska konu sem bjó hér á landi og var gift Íslendingi. Hún sagði að fornar minjar í Færeyjum, til dæmis einstakur útskurður á útjaðri kirkjubekkja, hefðu verið hreinsaðar út af herraþjóðinni og væri á safni í Danmörku sem danskar fornminjar. Ég sel þessa sögu ekki dýrar en ég keypti hana, en þetta er alveg sami hluturinn: Sá sem valdið hefur getur látið greipar sópa um svæði sem þeir hafa aldrei komið á. Menningu og mennsku þeirra sem á stöðunum búa er enginn gaumur gefinn.Íslenska ríkið er ekkert betra en nýlenduþjóð í þessum efnum, og ákvarðanir eru teknar rétt eins og hjá kontóristunum með uppsagnarlistann. Eini mælikvarðinn er fjöldi bæjarbúa. Ekki sagan og það líf og starf sem þarna fer fram. Ekki manneskjurnar. Það kann að þykja ótrúlegt á höfuðborgarsvæðinu þar sem sjálfumgleðin ríkir, en um allt land eru byggðir með fólki sem hefur engan áhuga á að búa annars staðar. Þetta eru ekki sportpláss fyrir Reykvíkinga til að breiða úr sér í sumarfríum og dásama víðernið, heldur fólk sem hefur sömu áhugamál og þarfir og fólkið í Vesturbænum í Reykjavík. Þar með talið öryggisþörf, löggæsla og viðhald húsa. SesseljaÍ gær, 5. júlí, voru 102 ár síðan Sesselja Sigmundsdóttir leit dagsins ljós í Hafnarfirði, og áttatíu ár síðan hún stofnaði Sólheima. Fyrstu fimm börnin komu þennan dag, árið 1930. Hún var stórbrotin kona, sem aldrei missti sjónar á markmiðum sínum og því sem mestu skiptir í tilverunni. Hún gjörbreytti lífi og aðstæðum þeirra sem áður áttu ekkert skjól. Sjálf bjó hún lengst af ekki við annað öryggi en það sem bjó í skaphöfn hennar sjálfrar. Og það var ærið.Baráttan var löng og ströng. Starfi hennar og hugsjónum var sýnd lítilsvirðing og tortryggni og reynt á allan hátt að bregða fyrir hana fæti og fordæmdu þann skilning hennar að samskipti heilbrigðra barna og fatlaðra væru hættulaus, og jafnvel þroskandi. Viðhorf hins opinbera birtist meðal annars í óvæntum heimsóknum árla morguns, í þeim tilgangi að standa Sesselju og hennar fólk að verki. Á nýliðnum árum hafa verið að koma í ljós hörmulegar afleiðingar þess að ríkið tók börn af heimilum sínum og vistaði þau á afskekktum býlum. Kannski hefði hið opinbera átt á fá útrás fyrir eftirlitshneigðina og tortyggnina annars staðar en á Sólheimum.Sesselja sigraði að lokum og naut trausts og virðingar síðustu árin. Allir draumar hennar um Sólheima hafa ræst. Sumir meðan hún lifði en annað síðar.Sólheimar njóta virðingar innan lands og utan í dag, og það er verðskuldað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Á síðasta áratug varð algengara en áður hafði tíðkast hér á landi, að segja upp helstu stjórnendum og lykilmönnum fyrirtækja þegar þau skiptu um eigendur. Nýju eigendurnir vildu fá sitt fólk, rétt eins og sitjandi ríkisstjórn. Sjaldgæfara var að menn gæfu sér tíma tilað leggja eyrað að jörðinni til að nema starfshætti og stemningu á staðnum. Jafnvel þekktist að sérfræðingum á þeirra vegum væri afhentur listi með nöfnum og stöðum starfsmanna. Þeir sátu síðan við skrifborð úti í bæ og merktu við þá sem væri hagkvæmt að segja upp, og höfðu ekki hugmynd um að kannski væru þeir að henda barninu út með baðvatninu: Einstaklingum með yfirgripsmikla þekkingu á vörum eða þjónustu fyrirtækisins. Fólki sem viðskiptavinirnir treystu. Nýtt er ekki alltaf betra, og traust verður hvorki keypt né selt, eins og allir vita. Hið opinberaÍ sjónvarpsfréttum ríkisútvarpsins í fyrrakvöld, var rætt við bæjarstjórann á Seyðisfirði, sem er ósáttur við þá ákvörðun ríkisins, að breyta lögreglustöð bæjarins í áfengisverslun. Lögreglan hafði þar fasta viðveru þar til Kárahnjúkar komu til sögunnar. Nú er löggæsla fjarðarins staðsett uppi á Héraði.Gamalt og virðulegt hús sem áður hýsti áfengisverslunina hefur verið látið drabbast niður. Ber ríkið enga ábyrgð á því að halda húsinu við? Hvorki hefur verið reynt að leigja það út né selja svo ég viti. Hins vegar kom sendinefnd frá hinu opinbera til að rífa þar út verðmætar innréttingar til að koma þeim á safn í Reykjavík, en Seyðfirðingar stoppuðu þann gjörning. Þá rifjaðist upp fyrir mér spjall sem ég átti einu sinni við færeyska konu sem bjó hér á landi og var gift Íslendingi. Hún sagði að fornar minjar í Færeyjum, til dæmis einstakur útskurður á útjaðri kirkjubekkja, hefðu verið hreinsaðar út af herraþjóðinni og væri á safni í Danmörku sem danskar fornminjar. Ég sel þessa sögu ekki dýrar en ég keypti hana, en þetta er alveg sami hluturinn: Sá sem valdið hefur getur látið greipar sópa um svæði sem þeir hafa aldrei komið á. Menningu og mennsku þeirra sem á stöðunum búa er enginn gaumur gefinn.Íslenska ríkið er ekkert betra en nýlenduþjóð í þessum efnum, og ákvarðanir eru teknar rétt eins og hjá kontóristunum með uppsagnarlistann. Eini mælikvarðinn er fjöldi bæjarbúa. Ekki sagan og það líf og starf sem þarna fer fram. Ekki manneskjurnar. Það kann að þykja ótrúlegt á höfuðborgarsvæðinu þar sem sjálfumgleðin ríkir, en um allt land eru byggðir með fólki sem hefur engan áhuga á að búa annars staðar. Þetta eru ekki sportpláss fyrir Reykvíkinga til að breiða úr sér í sumarfríum og dásama víðernið, heldur fólk sem hefur sömu áhugamál og þarfir og fólkið í Vesturbænum í Reykjavík. Þar með talið öryggisþörf, löggæsla og viðhald húsa. SesseljaÍ gær, 5. júlí, voru 102 ár síðan Sesselja Sigmundsdóttir leit dagsins ljós í Hafnarfirði, og áttatíu ár síðan hún stofnaði Sólheima. Fyrstu fimm börnin komu þennan dag, árið 1930. Hún var stórbrotin kona, sem aldrei missti sjónar á markmiðum sínum og því sem mestu skiptir í tilverunni. Hún gjörbreytti lífi og aðstæðum þeirra sem áður áttu ekkert skjól. Sjálf bjó hún lengst af ekki við annað öryggi en það sem bjó í skaphöfn hennar sjálfrar. Og það var ærið.Baráttan var löng og ströng. Starfi hennar og hugsjónum var sýnd lítilsvirðing og tortryggni og reynt á allan hátt að bregða fyrir hana fæti og fordæmdu þann skilning hennar að samskipti heilbrigðra barna og fatlaðra væru hættulaus, og jafnvel þroskandi. Viðhorf hins opinbera birtist meðal annars í óvæntum heimsóknum árla morguns, í þeim tilgangi að standa Sesselju og hennar fólk að verki. Á nýliðnum árum hafa verið að koma í ljós hörmulegar afleiðingar þess að ríkið tók börn af heimilum sínum og vistaði þau á afskekktum býlum. Kannski hefði hið opinbera átt á fá útrás fyrir eftirlitshneigðina og tortyggnina annars staðar en á Sólheimum.Sesselja sigraði að lokum og naut trausts og virðingar síðustu árin. Allir draumar hennar um Sólheima hafa ræst. Sumir meðan hún lifði en annað síðar.Sólheimar njóta virðingar innan lands og utan í dag, og það er verðskuldað.