Atvinnusköpun stjórnmálamanna Ólafur Stephensen skrifar 7. júlí 2010 06:00 Nýi borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík hefur ákveðið að setja fimm hundruð milljónir króna aukalega í átaksverkefni, sem eiga að skapa atvinnu. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir í Fréttablaðinu í gær að vonazt sé til að allt að 150 manns geti fengið vinnu til áramóta við þessi verkefni. Þau felast meðal annars í endurgerð göngu- og hjólaleiða og viðhaldi á húsum í eigu borgarinnar. Þetta er auðvitað gott og blessað. Reykjavíkurborg hefur oft beitt sér fyrir átaksverkefnum í erfiðu atvinnuástandi, sem hafa stuðlað að því að hjálpa fólki sem misst hafði vinnuna. Átakið er reyndar mun minna í sniðum en hið stórkostlega atvinnuátak Samfylkingarinnar, sem átti að fjármagna með miklum lántökum. Borgarbúar geta verið þakklátir fyrir að þau kosningaloforð gengu ekki eftir og peningarnir eru fundnir með því að draga úr útgjöldum annars staðar. Það skiptir nefnilega máli hvernig slík atvinnusköpun er fjármögnuð. Þegar flest sveitarfélög eru skuldsett upp í rjáfur er lítið vit í því að ætla að taka ný lán. Nýi meirihlutinn er líka furðufámáll um það hvort hann hyggist hækka skatta hjá borgarbúum eða ekki. Reykjavíkurborg hefur, ólíkt flestum sveitarfélögum, ekki fullnýtt heimild sína til að leggja á útsvar. Enn fremur blasir við að vegna lækkunar fasteignamats munu tekjur borgarinnar af fasteignasköttum minnka. Enn fást engin svör um það frá forsvarsmönnum meirihlutans um það hvort þeir hyggjast hækka þessa skatta. Stefnuskrá þeirra er hins vegar full af hugmyndum, sem mun kosta talsverða peninga að hrinda í framkvæmd. Staðreyndin er sú að fyrri meirihluti í borginni náði miklum árangri með því að hagræða í rekstri, með góðu samstarfi við starfsmenn borgarinnar, án þess að hækka skatta og án þess að almenningur finni verulega fyrir skerðingu á grunnþjónustu sveitarfélagsins. Nýi meirihlutinn hefur engin fyrirheit gefið um að þau vinnubrögð verði viðhöfð áfram og raunar verið furðu fáorður um það hvaða stefnu hann hyggist fylgja í fjármálum borgarinnar. Ef borgarstjórnarmeirihlutinn ákveður að hækka skattana til að geta staðið undir loforðum sínum um atvinnuskapandi aðgerðir, er í raun aðeins verið að beita kjósendur sjónhverfingum. Með skattahækkunum eru ráðstöfunartekjur skattgreiðenda rýrðar. Þeir ráðstafa þá ekki sjálfir peningunum sínum, sem myndu nýtast til að skapa atvinnu til dæmis í verzlunum í borginni, á veitingahúsum eða hjá verktakafyrirtækjum, sem fengju þá verkefni við viðhald íbúðarhúsa og atvinnuhúsnæðis, fremur en húseigna borgarinnar. Þegar stjórnmálamenn færa peninga úr vösum skattgreiðendanna í nafni atvinnusköpunar eru þeir í raun bara að búa til störf á öðrum stöðum, störf sem þeir geta þakkað sjálfum sér fyrir að hafa búið til en hefðu orðið til hvort sem var. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun
Nýi borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík hefur ákveðið að setja fimm hundruð milljónir króna aukalega í átaksverkefni, sem eiga að skapa atvinnu. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir í Fréttablaðinu í gær að vonazt sé til að allt að 150 manns geti fengið vinnu til áramóta við þessi verkefni. Þau felast meðal annars í endurgerð göngu- og hjólaleiða og viðhaldi á húsum í eigu borgarinnar. Þetta er auðvitað gott og blessað. Reykjavíkurborg hefur oft beitt sér fyrir átaksverkefnum í erfiðu atvinnuástandi, sem hafa stuðlað að því að hjálpa fólki sem misst hafði vinnuna. Átakið er reyndar mun minna í sniðum en hið stórkostlega atvinnuátak Samfylkingarinnar, sem átti að fjármagna með miklum lántökum. Borgarbúar geta verið þakklátir fyrir að þau kosningaloforð gengu ekki eftir og peningarnir eru fundnir með því að draga úr útgjöldum annars staðar. Það skiptir nefnilega máli hvernig slík atvinnusköpun er fjármögnuð. Þegar flest sveitarfélög eru skuldsett upp í rjáfur er lítið vit í því að ætla að taka ný lán. Nýi meirihlutinn er líka furðufámáll um það hvort hann hyggist hækka skatta hjá borgarbúum eða ekki. Reykjavíkurborg hefur, ólíkt flestum sveitarfélögum, ekki fullnýtt heimild sína til að leggja á útsvar. Enn fremur blasir við að vegna lækkunar fasteignamats munu tekjur borgarinnar af fasteignasköttum minnka. Enn fást engin svör um það frá forsvarsmönnum meirihlutans um það hvort þeir hyggjast hækka þessa skatta. Stefnuskrá þeirra er hins vegar full af hugmyndum, sem mun kosta talsverða peninga að hrinda í framkvæmd. Staðreyndin er sú að fyrri meirihluti í borginni náði miklum árangri með því að hagræða í rekstri, með góðu samstarfi við starfsmenn borgarinnar, án þess að hækka skatta og án þess að almenningur finni verulega fyrir skerðingu á grunnþjónustu sveitarfélagsins. Nýi meirihlutinn hefur engin fyrirheit gefið um að þau vinnubrögð verði viðhöfð áfram og raunar verið furðu fáorður um það hvaða stefnu hann hyggist fylgja í fjármálum borgarinnar. Ef borgarstjórnarmeirihlutinn ákveður að hækka skattana til að geta staðið undir loforðum sínum um atvinnuskapandi aðgerðir, er í raun aðeins verið að beita kjósendur sjónhverfingum. Með skattahækkunum eru ráðstöfunartekjur skattgreiðenda rýrðar. Þeir ráðstafa þá ekki sjálfir peningunum sínum, sem myndu nýtast til að skapa atvinnu til dæmis í verzlunum í borginni, á veitingahúsum eða hjá verktakafyrirtækjum, sem fengju þá verkefni við viðhald íbúðarhúsa og atvinnuhúsnæðis, fremur en húseigna borgarinnar. Þegar stjórnmálamenn færa peninga úr vösum skattgreiðendanna í nafni atvinnusköpunar eru þeir í raun bara að búa til störf á öðrum stöðum, störf sem þeir geta þakkað sjálfum sér fyrir að hafa búið til en hefðu orðið til hvort sem var.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun