Auðvelda leiðin Ólafur Stephensen skrifar 14. júlí 2010 06:00 Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslenzka skattkerfið hefur vakið nokkra athygli, enda er þar að finna að því er virðist róttækar tillögur um hærri skatta. Það er þó ekki þannig að AGS leggi til skattahækkanir að fyrra bragði. Það er ríkisstjórn Íslands, sem biður um skýrsluna og þar kemur skýrt fram að sé vilji til þess hjá íslenzkum stjórnvöldum að hækka skatta, megi fara þessa eða hina leiðina að því marki. Ríkisstjórnin getur því að sjálfsögðu ekki skotið sér á bak við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, ákveði hún að hækka skatta enn frekar. Hún ber ábyrgðina sjálf, rétt eins og á þeim skattahækkunum sem þegar hafa verið ákveðnar. Skýrsla AGS er raunar athyglisverð lesning fyrir margra hluta sakir. Þar kemur til að mynda fram sú ályktun að Íslendingar séu alls ekki minna skattlagðir en til dæmis hinar Norðurlandaþjóðirnar. AGS tekur skyldugreiðslur í lífeyrissjóði með í reikninginn og fær út þá niðurstöðu að Íslendingar beri einna þyngstu skattbyrðina í OECD. Þetta er í andstöðu við það sem talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa gjarnan haldið fram. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geldur sömuleiðis varhug við þrepaskiptu tekjuskattkerfi með stighækkandi skattprósentu. Sé farið yfir ákveðin mörk í því tilliti, skaði það beinlínis tekjuöflun ríkissjóðs. Sérfræðingar AGS benda á að flest ríki, sem nýti ríkis-fjármálin til að jafna tekjur þegnanna, nái markmiðum sínum á gjaldahliðinni, með því að greiða bætur til tekjulágra, en noti ekki skattkerfið til tekjujöfnunar. Þetta gengur sömuleiðis gegn málflutningi ríkisstjórnarflokkanna í skattamálum. Rauði þráðurinn í tillögum AGS er að einfalda skattkerfið og breikka skattstofnana. Það er ekki sú stefna, sem ríkisstjórnin hefur fylgt, heldur hefur hún þvert á móti flækt kerfið. Í þessu ljósi ber að skoða tillögu AGS um að setja allar vörur í sama virðisaukaskattþrep, enda fylgir henni sú ábending að bregðast yrði við slíkri skattahækkun með því að verja umtalsverðum hluta teknanna til þess að styðja við láglaunafjölskyldur. AGS varar raunar við hugsanlegum áhrifum skattahækkana og bendir til dæmis á það augljósa, að hækkun neyzluskatta myndi velta út í verðlagið, auka verðbólgu og þyngja enn greiðslubyrði þeirra sem eru með verðtryggð lán. Í skýrslu AGS kemur ekkert fram um að ríkisstjórnin neyðist til að hækka skatta. Það er eftir sem áður val ráðherranna, hvort þeir ná jöfnuði í ríkisfjármálunum með því að hækka skattana eða með því að skera frekar niður í rekstri ríkisins. Niðurskurður er erfiðari í framkvæmd, enda margir vel skipulagðir þrýstihópar og hagsmunasamtök á móti honum. Skattgreiðendur eru stór hópur, sem hefur ekki skýrt skilgreinda hagsmuni og á sér enga sérstaka talsmenn. Þess vegna telja stjórnmálamenn oft að það sé auðveldara að hækka skatta en að skera niður. Í skýrslu AGS eru engin rök fyrir að það sé leiðin sem á að fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslenzka skattkerfið hefur vakið nokkra athygli, enda er þar að finna að því er virðist róttækar tillögur um hærri skatta. Það er þó ekki þannig að AGS leggi til skattahækkanir að fyrra bragði. Það er ríkisstjórn Íslands, sem biður um skýrsluna og þar kemur skýrt fram að sé vilji til þess hjá íslenzkum stjórnvöldum að hækka skatta, megi fara þessa eða hina leiðina að því marki. Ríkisstjórnin getur því að sjálfsögðu ekki skotið sér á bak við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, ákveði hún að hækka skatta enn frekar. Hún ber ábyrgðina sjálf, rétt eins og á þeim skattahækkunum sem þegar hafa verið ákveðnar. Skýrsla AGS er raunar athyglisverð lesning fyrir margra hluta sakir. Þar kemur til að mynda fram sú ályktun að Íslendingar séu alls ekki minna skattlagðir en til dæmis hinar Norðurlandaþjóðirnar. AGS tekur skyldugreiðslur í lífeyrissjóði með í reikninginn og fær út þá niðurstöðu að Íslendingar beri einna þyngstu skattbyrðina í OECD. Þetta er í andstöðu við það sem talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa gjarnan haldið fram. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geldur sömuleiðis varhug við þrepaskiptu tekjuskattkerfi með stighækkandi skattprósentu. Sé farið yfir ákveðin mörk í því tilliti, skaði það beinlínis tekjuöflun ríkissjóðs. Sérfræðingar AGS benda á að flest ríki, sem nýti ríkis-fjármálin til að jafna tekjur þegnanna, nái markmiðum sínum á gjaldahliðinni, með því að greiða bætur til tekjulágra, en noti ekki skattkerfið til tekjujöfnunar. Þetta gengur sömuleiðis gegn málflutningi ríkisstjórnarflokkanna í skattamálum. Rauði þráðurinn í tillögum AGS er að einfalda skattkerfið og breikka skattstofnana. Það er ekki sú stefna, sem ríkisstjórnin hefur fylgt, heldur hefur hún þvert á móti flækt kerfið. Í þessu ljósi ber að skoða tillögu AGS um að setja allar vörur í sama virðisaukaskattþrep, enda fylgir henni sú ábending að bregðast yrði við slíkri skattahækkun með því að verja umtalsverðum hluta teknanna til þess að styðja við láglaunafjölskyldur. AGS varar raunar við hugsanlegum áhrifum skattahækkana og bendir til dæmis á það augljósa, að hækkun neyzluskatta myndi velta út í verðlagið, auka verðbólgu og þyngja enn greiðslubyrði þeirra sem eru með verðtryggð lán. Í skýrslu AGS kemur ekkert fram um að ríkisstjórnin neyðist til að hækka skatta. Það er eftir sem áður val ráðherranna, hvort þeir ná jöfnuði í ríkisfjármálunum með því að hækka skattana eða með því að skera frekar niður í rekstri ríkisins. Niðurskurður er erfiðari í framkvæmd, enda margir vel skipulagðir þrýstihópar og hagsmunasamtök á móti honum. Skattgreiðendur eru stór hópur, sem hefur ekki skýrt skilgreinda hagsmuni og á sér enga sérstaka talsmenn. Þess vegna telja stjórnmálamenn oft að það sé auðveldara að hækka skatta en að skera niður. Í skýrslu AGS eru engin rök fyrir að það sé leiðin sem á að fara.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun