Lífið

Lauf­ey á lista Obama

Ár hvert birti Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lista yfir tónlist, bækur og kvikmyndir sem stóðu upp á árinu. Lag eftir íslensku tónlistarkonuna Laufey er á listanum í ár.

Lífið

„Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“

Baldvina Snælaugsdóttir vaknaði eftir heilaskurðaðgerð í október en gat hvorki talað né hreyft sig. Hún man skýrt eftir því þegar læknarnir kölluðu á hana og ljóst var að eitthvað hafði farið alvarlega úrskeiðis. Ísköld kvíðatilfinning hafði hellst yfir hana nokkrum vikum fyrir aðgerðina. Hún sendi neyðarkall til Facebook-vina og bað um baráttustrauma, sem hún trúir að hafi skilað sér á ögurstundu.

Lífið

Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfir­manninn í fyrsta sinn þetta kvöld

Kristin Cabot konan sem varð heimsfræg eftir að verið gripin glóðvolg í faðmlögum með Andy Byron yfirmanni sínum segist aldrei hafa kysst yfirmann sinn fyrr en þetta örlagaríka kvöld þegar hún hafi verið í glasi. Eiginmaður hennar hafi auk þess verið á tónleikunum. Hún opnar sig um málið í fyrsta sinn í viðtali við New York Times og segir þau bæði hafa gengið í gengum skilnaðarferli á þessum tíma.

Lífið

Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki

Áhorfendum býðst að skrifa jólakort på gamle moden og fá sér heitt kakó fyrir danssýninguna Jóladrauma og eftir sýningu er öllum boðið upp á svið í alvöru jólaball. Fyrir óvana áhorfendur virðast danssýningar oft óaðgengilegar og flóknar en það er algjör mýta að sögn listdansstjóra Íslenska dansflokksins.

Menning

Jóla­undir­búningurinn byrjar í KiDS Cools­hop

Jólin eru fyrst og fremst hátíð barnanna og sá árstími sem við viljum mest gleðja þau. Verslanir KiDS Coolshop eru sannkallað ævintýraland fyrir krakka og þar leynist flest allt sem smellpassar í harða og mjúka pakka sem eiga eftir að hitta í mark.

Lífið samstarf

Keough sögð líf­fræði­leg móðir Benjamin Travolta

Nýjar vendingar hafa átt sér stað í langvarandi baráttu um bú Lisu Marie Presley, dóttur Elvis Presley og Priscillu Presley, sem lést 54 ára árið 2023. Í gögnum sem fyrrverandi viðskiptafélagar Priscillu hafa lagt fram fyrir dómstólum segir að bæði Lisa Marie og dóttir hennar, leikkonan Riley Keough, hafi gefið egg til John Travolta og Kelly Preston. Ben, yngsti sonur þeirra hjóna, hafi verið getinn með eggi frá Keough.

Lífið

Augna­blikin sem urðu að minni þjóðar

Jana Hjörvar fjallar um bækur á menninarvefnum Lestrarklefinn. Hún tekur þar fyrir bók Gunnars V. Andréssonar og Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Spegill þjóðar: fréttamyndir í fimmtíu ár og sagan á bak við þær. Jana hefur þetta að segja um bókina.

Lífið samstarf

„Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“

Hildur Oddsdóttir er upphafskona góðgerðarverkefnisins Hjálparkokkar sem hjálpar foreldrum sem eiga lítið á milli handanna að gefa börnum sínum jólagjafir og smágjafir á aðventu. Þetta eru foreldrar sem búa við sára fátækt, eitthvað sem Hildur þekkir á eigin skinni sem og flestir þeir sjálfboðaliðar sem koma að verkefninu.

Lífið

Við­skila í London eftir að hafa hent vega­bréfinu í ruslið

Íslensk kona á leið til Ástralíu með syni sína tvo lenti í einni stærstu martröð ferðalangsins þegar vegabréf eldri sonarins endaði í ruslinu á flugvelli í Lundúnum. Þau rótuðu í tunnunni en þá var vegabréfið horfið. Leiðir skildu, móðirin og yngri sonurinn flugu áfram en sá eldri varð eftir með síma, hleðslutæki og einbeittan vilja til að endurheimta vegabréfið.

Ferðalög

Enginn Óskar til Ís­lands 2026

Engin Óskarsverðlaun munu fara til Íslands á næsta ári en framlag Íslands - Ástin sem eftir er í leikstjórn Hlyns Pálmasonar er ekki meðal þeirra mynda sem eftir eru á stuttlista fimmtán mynda sem koma til greina til að hljóta verðlaun í flokki erlendra mynda.

Bíó og sjónvarp

Kristófer Acox og Guð­rún Elísa­bet eiga von á barni

Kristófer Acox leikmaður Vals í körfubolta og Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir leikmaður Vals í fótbolta eiga von á barni. Þau tilkynntu gleðitíðindin á samfélagsmiðlum og verða þau ekki tvö lengur heldur þrjú frá og með júnímánuði 2026.

Lífið

Þing­maður selur húsið

Vilhjálmur Árnason þingmaður og eiginkona hans Sigurlaug Pétursdóttir hafa sett einbýlishús sitt í Reykjanesbæ á sölu. Þau ætla þó ekki langt og stefna á að næsta heimili verði innan sama hverfis í bænum.

Lífið

Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla

Hönnunaspaðar, listaspírur og opnunarormar létu sig ekki vanta á jóla-popup-opnun tískumerkisins Suskin síðasta laugardag. Þar er að finna leðurtöskur úr Toskana-leðri, skartgripi eftir Karólínu Kristbjörgu Björnsdóttur og listaverk eftir Örnu Gná Gunnarsdóttur.

Tíska og hönnun