Athafnir ekki auðlindir
Saga Argentínu, saga Noregs, saga Íslands og meira að segja Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár minna okkur á að það skiptir ekki máli hvað þú hefur heldur einfaldlega hvað þú gerir. Það er ekki bara Argentína sem hefur villst af leið eftir auðlindadrifið velsældartímabil. Svo eru önnur lönd sem hafa verið ömurleg alla tíð alveg óháð stórkostlegum auðlindum.