Fótbolti

Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, var hundóánægður vegna rauða spjaldsins sem enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham fékk í 1-1 jafnteflinu við Osasuna í spænsku 1. deildinni í fótbolta í gær. Hann segir dómarann ekki hafa skilið ensku nógu vel.

Fótbolti

Armstrong til Man United frá PSG

Marc Armstrong mun á næstu vikum ganga til liðs við Manchester United sem viðskiptafulltrúi enska knattspyrnufélagsins. Hann kemur frá París Saint-Germain þar sem hann var í svipuðu hlutverki.

Enski boltinn

„Mundum hverjir við erum“

Pep Guardiola sagði sína menn í Manchester City hafa munað hverjir þeir væru í dag þegar Newcastle United kom í heimsókn. Lærisveinar Pep eru margfaldir Englandsmeistarar en það hefur ekki sést á frammistöðu liðsins til þessa á leiktíðinni.

Enski boltinn

Madrídar­liðin sáu rautt í jafn­teflum

Bæði Real og Atlético Madríd fengu rauð spjöld í leikjum sínum í La Liga, spænsku efstu deild karla í knattspyrnu í dag. Jafnframt gerðu bæði lið jafntefli í leikjum sínum. Þá lauk toppslag efstu deildar karla í Þýskalandi með markalausu jafntefli.

Fótbolti

Amad lík­lega frá út tíma­bilið

Amad Diallo verður líklega ekki meira með enska knattspyrnufélaginu Manchester United á þessari leiktíð vegna meiðsla á ökkla. Þá verður Kobbie Mainoo frá næstu vikurnar ásamt því að Manuel Ugarte og Toby Collyer missa af leiknum gegn Tottenham Hotspur á sunnudag.

Enski boltinn

Mar­moush með þrennu í sigri Man City

Englandsmeistarar Manchester City unnu öruggan 4-0 sigur á Newcastle United í leik liðanna í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu þökk sé þrennu Omar Marmoush. Önnur úrslit dagsins má finna hér að neðan.

Enski boltinn

Merino sá um að setja pressu á Liverpool

Spánverjinn Mikel Merino sá til þess að Arsenal fengi öll þrjú stigin með 2-0 sigri gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann skoraði bæði mörkin á lokakaflanum, eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Enski boltinn

Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjöl­farið

Íslenska landsliðskonan Emilía Kiær Ásgeirsdóttir hefur átt draumabyrjun með RB Leipzig í efstu deild Þýskalands í fótbolta, eftir komuna frá Nordsjælland um áramótin. Markið sem hún skoraði í gær má nú sjá á Vísi.

Fótbolti

Víkingar með lægra til­boð en „grín“ í Gylfa

Á milli þess sem að Víkingar einbeita sér að einvíginu við Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta þá lögðu þeir í gærkvöld fram tilboð í Gylfa Þór Sigurðsson, markahæsta landsliðsmann Íslands frá upphafi. Tilboðið er þó lægra en það sem Víkingar gerðu eftir síðasta tímabil.

Íslenski boltinn

David Moyes finnur til með Arne Slot

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, vorkennir kollega sínum Arne Slot hjá Liverpool eftir að sá hollenski fékk að líta rauða spjaldið í lok borgarslags Everton og Liverpool á miðvikudagskvöldið.

Enski boltinn