Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum

Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út í tvö aðskilin útköll í gærkvöldi vegna ferðafólks sem var í vandræðum vegna færðar og veðurs. Hríðarveður gekk yfir norðan- og vestanvert landið í gær og er gul viðvörun í gangi á Norður- og Vesturlandi þar til á morgun og til klukkan 22 við Faxaflóa.

Veður
Fréttamynd

Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga

Sundlaugagestir í Salalaug í Kópavogi voru sendir inn vegna eldingar sem laust niður við sundlaugina. Allir gestirnir eru því í innilauginni og fólk sem var á leið ofan í fékk miða sína endurgreidda.

Veður
Fréttamynd

Hlýnandi veður

Í dag gengur í austan og suðaustan 13-20 m/s með snjókomu eða slyddu eftir hádegi og síðar rigningu. Veðurfræðingur spáir rólegri byrjun á deginum, breytilegri átt og frosti um mest allt land. Hlýna tekur í veðri þegar líður á daginn. 

Veður
Fréttamynd

Snjó­koma sunnan­til eftir há­degi

Veðurstofan spáir norðaustlægri átt í dag, þrír til tíu metrar á sekúndu, og áfram lítilsháttar éljum fyrir norðan. Spár gera ráð fyrir að smálægð komi inn fyrir Suðurland með snjókomu á þeim slóðum eftir hádegi.

Veður
Fréttamynd

Stöku skúrir eða slyddu­él sunnan heiða

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustlæga eða austlæga átt í dag, víða kalda, en allhvasst norðvestantil. Þá er útlit fyrir dálitla snjókomu eða él fyrir norðan, en sunnan heiða verða stöku skúrir eða slydduél.

Veður
Fréttamynd

Suð­vestan­átt með skúrum víða um land

Yfir landinu er nú dálítill hæðarhryggur, en minnkandi smálægð á Grænlandshafi, sem valda suðvestanátt með skúrum víða um land í dag, éljum til fjalla, en þurrviðri á Norður- og Austurlandi.

Veður
Fréttamynd

Með ró­legasta móti

Það er útlit fyrir að veður verði með rólegasta móti á landinu í dag, segir í textaspá Veðurstofunnar. Búist er við hægum vindi og einhverjum éljum á sveimi. Hiti verði 0 til 7 stig yfir daginn, en í kringum frostmark á Norðaustur- og Austurlandi.

Veður
Fréttamynd

Skúrir og slyddu­él sunnan- og vestan­til

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt, golu eða kalda víðast hvar á landinu. Spáð er skúrum eða slydduéljum um landið sunnan- og vestanvert, en bjart með köflum norðaustan- og austanlands.

Veður