Fréttir Í Kænugarði til að sýna Úkraínu samstöðu eftir nær tvö ár af stríði Á morgun eru tvö ár síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu sem leitt hefur til stærstu öryggiskrísu í Evrópu í nokkra áratugi. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis er af þessu tilefni stödd í Kænugarði en hún segir baráttuvilja- og þrek Úkraínumanna mikið og að Evrópa þurfi að standa betur með þeim. Innlent 23.2.2024 14:35 Þau 42 sem urðu undir í baráttunni við Tobbu Marínós Alls sóttu 46 um starf upplýsingafulltrúa menningar- og viðskiptaráðuneytis Lilju Alfreðsdóttur. Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, var ráðin í starfið. Innlent 23.2.2024 13:42 Rændur af þjófum í Landsbankanum Í hið minnsta einn viðskiptavinur Landsbankans varð fyrir barðinu á þjófum við hraðbanka í vikunni sem leið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Innlent 23.2.2024 13:31 Sóðaskapur varð starra að aldurtila Snævarr Örn Georgsson íbúi á Akureyri varð í vikunni var við máttfarinn starra uppi í grenitré. Snævarr, sem er vanur fuglatalningamaður, klifraði upp í tré til að kíkja á fuglinn og kom í ljós að hann var flæktur í plastrusl og illa haldinn. Innlent 23.2.2024 13:30 Breyta fyrirkomulagi sundlauga á rauðum dögum Opnunartími sundlauga borgarinnar verður lengdur á hátíðisdögum samkvæmt tillögu sem samþykkt var í dag í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar. Breytingin tekur gildi frá og með páskum á þessu ári. Innlent 23.2.2024 13:04 Fagna lögum um kaup á íbúðarhúsnæði Grindvíkinga Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir nýsamþykkt frumvarp um kaup á íbúarhúsnæði í bænum fagnaðarefni en mögulega þurfi að mæta ákveðnum hópnum betur. Innlent 23.2.2024 12:21 Sviptur leyfi og vandar Ölmu landlækni ekki kveðjurnar Árni Tómas Ragnarsson læknir hefur ekkert heyrt frá Ölmu Möller landlækni vegna sviptingar á leyfi til að skrifa út lyf. Hann segist ekki geta meira en einstaklingar séu nú að kaupa eitraðar pillur sem verði þeim að aldurtila. Árlega deyja tugir manna vegna þessa. Innlent 23.2.2024 12:15 Krefst einnig friðhelgi í skjalamálinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að dómsmál vegna opinberra gagna og leynilegra skjala sem hann tók með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og til Flórída, verði fellt niður. Lögmenn hans segja hann hafa svipt skjölin leynd sem forseti og þau hafi verið hans einkaeign, því hafi í raun aldrei átt að ákæra hann á grundvelli friðhelgi forseta. Erlent 23.2.2024 12:06 Máttu fjarlægja illa lyktandi hunda með saurugan feld af heimilinu Matvælastofnun var heimilt að fjarlægja tvo hunda af heimili eiganda síns í júlí á síðasta ári og ráðstafa þeim annað. Þetta er niðurstaða úrskurðar Matvælaráðuneytisins, en eigandinn lagði fram stjórnsýslukæru vegna sviptingarinnar. Innlent 23.2.2024 12:03 Tapaði enn og aftur áfrýjun gegn sviptingu ríkisborgararéttar Shamima Begum tapaði enn á ný áfrýjun gegn ákvörðun breskra stjórnvalda um að svipta hana ríkisborgararétti. Shamima fæddist í Bretlandi en gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki Íslams í Sýrlandi fimmtán ára gömul árið 2015. Erlent 23.2.2024 12:03 Engin önnur stór ágreiningsefni eftir í viðræðum Stýrivaxtaákvæðið sem var til umræðu í kjarasamningsviðræðum breiðfylkingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins er ekki hluti af forsenduákvæði sem samið var um í gær. Engin önnur stór ágreiningsefni eru eftir í viðræðum. Innlent 23.2.2024 12:01 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um frumvarp um kaup ríkissjóðs á íbúðum Grindvíkinga sem samþykkt var í nótt. Innlent 23.2.2024 11:40 Lentu á tunglinu í fyrsta sinn í hálfa öld Bandaríkjamenn lentu í gærkvöldi fyrsta farinu á tunglinu í rúma hálfa öld. Lendingarfarið Ódysseifur, sem þróað var af starfsmönnum fyrirtækisins Intuitive Machines, með stuðningi Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) lenti við suðurpól tunglsins en óljóst er hversu vel lendingin heppnaðist. Erlent 23.2.2024 10:55 Tveir milljarðar í leiðtogafundinn Heildarkostnaður stjórnvalda vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fór í Reykjavík í maí á síðasta ári nam alls tveimur milljörðum króna samkvæmt uppgjöri utanríkisráðuneytisins og upplýsingum frá ríkislögreglustjóra og innviðaráðuneyti. Innlent 23.2.2024 10:37 Ríkislögreglustjóri býður skotvopnanámskeið út Um síðustu áramót sagði Umhverfisstofnun upp samningi við Ríkislögreglustjóra sem varðar utanumhald og framkvæmd skotvopnanámskeiða. Ríkislögreglustjóri hyggst bjóða framkvæmdina út. Innlent 23.2.2024 10:27 Valkvæðum liðskiptaaðgerðum fjölgaði um 60 prósent og biðin styttist Valkvæðar liðskiptaaðgerðir á mjöðmum og hnjám voru 2.138 árið 2023 og hafa aldrei verið fleiri. Aðgerðunum fjölgaði um rúmlega 800 milli ára, eða sem nemur 60 prósent. Innlent 23.2.2024 10:21 Ragnar Þór fundar með sínu baklandi í dag Breiðfylking ASÍ og Samtök atvinnulífsins funda klukkan níu. Fram kom í fréttum í gær að náðst hefði samkomulag á fundi þeirra í gær um forsenduákvæði um þróun verðbólgu. Innlent 23.2.2024 08:46 Að minnsta kosti fjórir látnir í eldsvoðanum í Valencia Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán slasaðir eftir að eldur braust út í Valencia á Spáni í gær og gleypti stórt og mikið fjölbýlishús. Nítján er enn saknað. Erlent 23.2.2024 08:28 Holtavörðuheiði opnuð á ný: Ökumenn allt að áttatíu bíla aðstoðaðir Holtavörðuheiðin var í gærkvöldi lokað. Hún var lokuð í nótt og þar til klukkan 08:56 í morgun. Lögreglan á Norðurlandi vestra þurfti að aðstoða ökumenn allt að áttatíu bíla í gærkvöldi í misjafnlega miklum vandræðum á ferðum sínum. Innlent 23.2.2024 08:26 Vopnavörðurinn sögð hafa verið óvandvirk Vopnavörðurinn Hannah Gutierrez-Reed er sögð hafa verið óvandvirk á setti kvikmyndarinnar Rust. Hún sá um að hlaða byssu fyrir leikarann Alec Baldwin við tökur sem svo hleypti af henni með þeim afleiðingum að kvikmyndagerðarkonan Halyna Hutchins lést þann 21. október 2021. Bæði eru þau ákærð fyrir manndráp af gáleysi. Erlent 23.2.2024 08:14 Tvær alvarlegar hliðarverkanir fundust í viðamikilli rannsókn Niðurstöður rannsóknar sem náði til 99 milljón einstaklinga sem voru bólusettir gegn Covid-19 staðfesta hversu sjaldgæfar alvarlegar hliðarverkanir bóluefnanna eru. Erlent 23.2.2024 07:26 Framlengir fjöldaflóttavernd fyrir fjögur þúsund Úkraínumenn Dómsmálaráðherra framlengir gildistíma 44. greinar laga um útlendinga um sameiginlega vernd Úkraínumanna vegna fjöldaflótta þeirra í kjölfar innrásar í Úkraínu. Tilkynnt verður um það í stjórnartíðindum í dag. Gildistími nýrrar framlengingar er til 2. mars á næsta ári. Innlent 23.2.2024 06:59 Hafa náð saman um forsenduákvæði og funda aftur í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins hafa náð saman um forsenduákvæði kjarasamninga eftir langan samningafund í gær. Fundarhöld hefjast að nýju klukkan níu. Innlent 23.2.2024 06:36 Lög um kaup á húsnæði í Grindavík samþykkt Alþingi samþykkti stuttu eftir miðnætti frumvarp um kaup ríkissjóðs á íbúðarhúsnæði í Grindavík og fjáraukalög til þess að fjármagna kaupin. Innlent 23.2.2024 00:38 Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. Erlent 23.2.2024 00:03 Hótuðu að vanhelga lík Navalní Móðir rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní sem lést á dögunum í fangelsi segist hafa fengið að sjá lík sonar síns og að rússnesk yfirvöld hafi þrýst á sig að halda jarðarför hans bakvið luktar dyr. Erlent 22.2.2024 23:30 Sjálfboðaliðar komu tólf dvalarleyfishöfum frá Gasa 12 einstaklingum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar var komið yfir landamæri Egyptalands af hópi sjálfboðaliða í dag. Sema Erla Serdaroglu greinir frá því að á meðal þeirra séu særð og veik börn og alvarlega veikum eldri manni. Innlent 22.2.2024 21:44 Ekki skynsamlegt að gista í bænum enda styttist í eldgos Miklar líkur eru á að það verði eldgos í næstu viku að sögn eldfjallafræðings. Gos innan bæjarmarka Grindavíkur er mögulegt, fyrirvarinn gæti verið stuttur og því ekki skynsamlegt að gista í bænum. Starfsmaður Vegagerðarinnar segir að kanna hefði þurft sprungur betur áður en fólki var hleypt aftur inn í bæinn. Innlent 22.2.2024 21:07 Samskipti við ráðuneytið um framtíð skólastarfs mikil vonbrigði Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í dag tillögu fjölskylduráðs sveitarfélagsins um að auglýsa eftir þremur stöðugildum fagmenntaðs starfsfólks til að sinna annars vegar skólastjórn og hins vegar kennslu. Náist ekki að fylla þessar stöður verði grunnskólanum á Raufarhöfn lokað. Innlent 22.2.2024 21:00 Um 70% af tíma heilbrigðisstarfsfólks er við tölvuna Heilbrigðisstarfsfólk ver allt að 70% af sínum tíma í vinnunni fyrir framan tölvuskjá við að skrá upplýsingar, gera beiðnir, skrifa vottorð og þess háttar, sem þýðir að ekki gefst mikill tími til að ræða við sjúklinginn sjálfan. Þetta kom meðal annars fram á vísindaráðstefnu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Innlent 22.2.2024 20:31 « ‹ 318 319 320 321 322 323 324 325 326 … 334 ›
Í Kænugarði til að sýna Úkraínu samstöðu eftir nær tvö ár af stríði Á morgun eru tvö ár síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu sem leitt hefur til stærstu öryggiskrísu í Evrópu í nokkra áratugi. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis er af þessu tilefni stödd í Kænugarði en hún segir baráttuvilja- og þrek Úkraínumanna mikið og að Evrópa þurfi að standa betur með þeim. Innlent 23.2.2024 14:35
Þau 42 sem urðu undir í baráttunni við Tobbu Marínós Alls sóttu 46 um starf upplýsingafulltrúa menningar- og viðskiptaráðuneytis Lilju Alfreðsdóttur. Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, var ráðin í starfið. Innlent 23.2.2024 13:42
Rændur af þjófum í Landsbankanum Í hið minnsta einn viðskiptavinur Landsbankans varð fyrir barðinu á þjófum við hraðbanka í vikunni sem leið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Innlent 23.2.2024 13:31
Sóðaskapur varð starra að aldurtila Snævarr Örn Georgsson íbúi á Akureyri varð í vikunni var við máttfarinn starra uppi í grenitré. Snævarr, sem er vanur fuglatalningamaður, klifraði upp í tré til að kíkja á fuglinn og kom í ljós að hann var flæktur í plastrusl og illa haldinn. Innlent 23.2.2024 13:30
Breyta fyrirkomulagi sundlauga á rauðum dögum Opnunartími sundlauga borgarinnar verður lengdur á hátíðisdögum samkvæmt tillögu sem samþykkt var í dag í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar. Breytingin tekur gildi frá og með páskum á þessu ári. Innlent 23.2.2024 13:04
Fagna lögum um kaup á íbúðarhúsnæði Grindvíkinga Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir nýsamþykkt frumvarp um kaup á íbúarhúsnæði í bænum fagnaðarefni en mögulega þurfi að mæta ákveðnum hópnum betur. Innlent 23.2.2024 12:21
Sviptur leyfi og vandar Ölmu landlækni ekki kveðjurnar Árni Tómas Ragnarsson læknir hefur ekkert heyrt frá Ölmu Möller landlækni vegna sviptingar á leyfi til að skrifa út lyf. Hann segist ekki geta meira en einstaklingar séu nú að kaupa eitraðar pillur sem verði þeim að aldurtila. Árlega deyja tugir manna vegna þessa. Innlent 23.2.2024 12:15
Krefst einnig friðhelgi í skjalamálinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að dómsmál vegna opinberra gagna og leynilegra skjala sem hann tók með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og til Flórída, verði fellt niður. Lögmenn hans segja hann hafa svipt skjölin leynd sem forseti og þau hafi verið hans einkaeign, því hafi í raun aldrei átt að ákæra hann á grundvelli friðhelgi forseta. Erlent 23.2.2024 12:06
Máttu fjarlægja illa lyktandi hunda með saurugan feld af heimilinu Matvælastofnun var heimilt að fjarlægja tvo hunda af heimili eiganda síns í júlí á síðasta ári og ráðstafa þeim annað. Þetta er niðurstaða úrskurðar Matvælaráðuneytisins, en eigandinn lagði fram stjórnsýslukæru vegna sviptingarinnar. Innlent 23.2.2024 12:03
Tapaði enn og aftur áfrýjun gegn sviptingu ríkisborgararéttar Shamima Begum tapaði enn á ný áfrýjun gegn ákvörðun breskra stjórnvalda um að svipta hana ríkisborgararétti. Shamima fæddist í Bretlandi en gekk til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki Íslams í Sýrlandi fimmtán ára gömul árið 2015. Erlent 23.2.2024 12:03
Engin önnur stór ágreiningsefni eftir í viðræðum Stýrivaxtaákvæðið sem var til umræðu í kjarasamningsviðræðum breiðfylkingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins er ekki hluti af forsenduákvæði sem samið var um í gær. Engin önnur stór ágreiningsefni eru eftir í viðræðum. Innlent 23.2.2024 12:01
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um frumvarp um kaup ríkissjóðs á íbúðum Grindvíkinga sem samþykkt var í nótt. Innlent 23.2.2024 11:40
Lentu á tunglinu í fyrsta sinn í hálfa öld Bandaríkjamenn lentu í gærkvöldi fyrsta farinu á tunglinu í rúma hálfa öld. Lendingarfarið Ódysseifur, sem þróað var af starfsmönnum fyrirtækisins Intuitive Machines, með stuðningi Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) lenti við suðurpól tunglsins en óljóst er hversu vel lendingin heppnaðist. Erlent 23.2.2024 10:55
Tveir milljarðar í leiðtogafundinn Heildarkostnaður stjórnvalda vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins sem fram fór í Reykjavík í maí á síðasta ári nam alls tveimur milljörðum króna samkvæmt uppgjöri utanríkisráðuneytisins og upplýsingum frá ríkislögreglustjóra og innviðaráðuneyti. Innlent 23.2.2024 10:37
Ríkislögreglustjóri býður skotvopnanámskeið út Um síðustu áramót sagði Umhverfisstofnun upp samningi við Ríkislögreglustjóra sem varðar utanumhald og framkvæmd skotvopnanámskeiða. Ríkislögreglustjóri hyggst bjóða framkvæmdina út. Innlent 23.2.2024 10:27
Valkvæðum liðskiptaaðgerðum fjölgaði um 60 prósent og biðin styttist Valkvæðar liðskiptaaðgerðir á mjöðmum og hnjám voru 2.138 árið 2023 og hafa aldrei verið fleiri. Aðgerðunum fjölgaði um rúmlega 800 milli ára, eða sem nemur 60 prósent. Innlent 23.2.2024 10:21
Ragnar Þór fundar með sínu baklandi í dag Breiðfylking ASÍ og Samtök atvinnulífsins funda klukkan níu. Fram kom í fréttum í gær að náðst hefði samkomulag á fundi þeirra í gær um forsenduákvæði um þróun verðbólgu. Innlent 23.2.2024 08:46
Að minnsta kosti fjórir látnir í eldsvoðanum í Valencia Að minnsta kosti fjórir eru látnir og fjórtán slasaðir eftir að eldur braust út í Valencia á Spáni í gær og gleypti stórt og mikið fjölbýlishús. Nítján er enn saknað. Erlent 23.2.2024 08:28
Holtavörðuheiði opnuð á ný: Ökumenn allt að áttatíu bíla aðstoðaðir Holtavörðuheiðin var í gærkvöldi lokað. Hún var lokuð í nótt og þar til klukkan 08:56 í morgun. Lögreglan á Norðurlandi vestra þurfti að aðstoða ökumenn allt að áttatíu bíla í gærkvöldi í misjafnlega miklum vandræðum á ferðum sínum. Innlent 23.2.2024 08:26
Vopnavörðurinn sögð hafa verið óvandvirk Vopnavörðurinn Hannah Gutierrez-Reed er sögð hafa verið óvandvirk á setti kvikmyndarinnar Rust. Hún sá um að hlaða byssu fyrir leikarann Alec Baldwin við tökur sem svo hleypti af henni með þeim afleiðingum að kvikmyndagerðarkonan Halyna Hutchins lést þann 21. október 2021. Bæði eru þau ákærð fyrir manndráp af gáleysi. Erlent 23.2.2024 08:14
Tvær alvarlegar hliðarverkanir fundust í viðamikilli rannsókn Niðurstöður rannsóknar sem náði til 99 milljón einstaklinga sem voru bólusettir gegn Covid-19 staðfesta hversu sjaldgæfar alvarlegar hliðarverkanir bóluefnanna eru. Erlent 23.2.2024 07:26
Framlengir fjöldaflóttavernd fyrir fjögur þúsund Úkraínumenn Dómsmálaráðherra framlengir gildistíma 44. greinar laga um útlendinga um sameiginlega vernd Úkraínumanna vegna fjöldaflótta þeirra í kjölfar innrásar í Úkraínu. Tilkynnt verður um það í stjórnartíðindum í dag. Gildistími nýrrar framlengingar er til 2. mars á næsta ári. Innlent 23.2.2024 06:59
Hafa náð saman um forsenduákvæði og funda aftur í dag Breiðfylkingin svokallaða og Samtök atvinnulífsins hafa náð saman um forsenduákvæði kjarasamninga eftir langan samningafund í gær. Fundarhöld hefjast að nýju klukkan níu. Innlent 23.2.2024 06:36
Lög um kaup á húsnæði í Grindavík samþykkt Alþingi samþykkti stuttu eftir miðnætti frumvarp um kaup ríkissjóðs á íbúðarhúsnæði í Grindavík og fjáraukalög til þess að fjármagna kaupin. Innlent 23.2.2024 00:38
Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. Erlent 23.2.2024 00:03
Hótuðu að vanhelga lík Navalní Móðir rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní sem lést á dögunum í fangelsi segist hafa fengið að sjá lík sonar síns og að rússnesk yfirvöld hafi þrýst á sig að halda jarðarför hans bakvið luktar dyr. Erlent 22.2.2024 23:30
Sjálfboðaliðar komu tólf dvalarleyfishöfum frá Gasa 12 einstaklingum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar var komið yfir landamæri Egyptalands af hópi sjálfboðaliða í dag. Sema Erla Serdaroglu greinir frá því að á meðal þeirra séu særð og veik börn og alvarlega veikum eldri manni. Innlent 22.2.2024 21:44
Ekki skynsamlegt að gista í bænum enda styttist í eldgos Miklar líkur eru á að það verði eldgos í næstu viku að sögn eldfjallafræðings. Gos innan bæjarmarka Grindavíkur er mögulegt, fyrirvarinn gæti verið stuttur og því ekki skynsamlegt að gista í bænum. Starfsmaður Vegagerðarinnar segir að kanna hefði þurft sprungur betur áður en fólki var hleypt aftur inn í bæinn. Innlent 22.2.2024 21:07
Samskipti við ráðuneytið um framtíð skólastarfs mikil vonbrigði Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í dag tillögu fjölskylduráðs sveitarfélagsins um að auglýsa eftir þremur stöðugildum fagmenntaðs starfsfólks til að sinna annars vegar skólastjórn og hins vegar kennslu. Náist ekki að fylla þessar stöður verði grunnskólanum á Raufarhöfn lokað. Innlent 22.2.2024 21:00
Um 70% af tíma heilbrigðisstarfsfólks er við tölvuna Heilbrigðisstarfsfólk ver allt að 70% af sínum tíma í vinnunni fyrir framan tölvuskjá við að skrá upplýsingar, gera beiðnir, skrifa vottorð og þess háttar, sem þýðir að ekki gefst mikill tími til að ræða við sjúklinginn sjálfan. Þetta kom meðal annars fram á vísindaráðstefnu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Innlent 22.2.2024 20:31