Fréttir

„Ég væri heima núna ef ég mætti það“

Íbúi í Grindavík sem var heima hjá sér þegar byrjaði að gjósa segir að engir jarðskjálftakippir hafi fundist áður en gosið hófst. Hann segir að hann væri heima hjá sér núna ef hann mætti. 

Innlent

Virðist vera endur­tekið efni

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir í samtali við fréttastofu að hann telji að eldgosið muni byggja sig upp í afli og hugsanlega toppa eftir einn til tvo klukkutíma.Síðan muni líklega draga úr gosinu og því ljúka eftir nokkra daga.

Innlent

Búið að rýma í Bláa lóninu

Bláa lónið í Svartsengi hefur þegar rýmt öll sín athafnarsvæði vegna eldsumbrotanna við Sundhnjúkagígaröðina nú í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bláa lóninu.

Innlent

Mynd­band sýnir upp­haf eld­gossins

Eldgos hófst með miklum krafti yfir kvikuganginum í Sundhnúksgígum klukkan 20:23 í kvöld. Sjónarvottar lýsa töluverðu gjóskufalli yfir Grindavíkurvegi undan gosmekkinum.

Innlent

„Það er verið að rýma Grinda­vík“

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið í loftið yfir gossvæðið á Reykjanesi til að afla upplýsinga um eldgosið sem hófst á níunda tímanum. Verið er að lýsa yfir neyðarstigi á svæðinu.

Innlent

Gervi­greind hjá Heil­brigðis­stofnun Suður­lands

Heilbrigðisstofnun Suðurlands er nú í tilraunaverkefni þar sem gervigreind er notuð í myndgreiningu til stuðnings við lækna á vöktum. Forstjóri stofnunarinnar segir að gervigreind eigi eftir að koma sterk inn þegar heilbrigðiskerfið er annars vegar til að auka nákvæmni í allskonar greiningum.

Innlent

„Þetta var hel­víti á jörðu fyrir mér“

Lára Björk Sigrúnardóttir, 51 árs íbúi í Sandgerði, var með vinum sínum erlendis í borginni Varna í Búlgaríu í febrúar þegar hún veiktist skyndilega og var flutt með sjúkrabíl á St. Martins spítala í borginni. Lára reyndist vera með sýklasótt, sem þróaðist út frá þvagfærasýkingu, og var byrjuð að fá drep í bæði fingur og tær.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Íslensk kona lýsir dvöl sinni á sjúkrahúsi í Búlgaríu sem algjöru helvíti. Bati hennar er kraftaverki líkastur en um tíma leit út fyrir að hún myndi missa bæði hendur og fætur vegna alvarlegrar sýkingar. Við heyrum sögu Láru Bjarkar Sigrúnardóttur í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent

SpaceX vinnur að þyrpingu njósnagervihnatta

Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX vinna að því að mynda þyrpingu hundruð smárra njósnagervihnatta á braut um jörðu fyrir leyniþjónustur Bandaríkjanna. Gervihnettir þessir eiga meðal annars að geta myndað yfirborð jarðarinnar í góðum gæðum.

Erlent

Látinn horfa á her­menn nauðga óléttri móður sinni og kærustu

Rússneskir hermenn ruddust inn á heimili í Kyiv-héraði í Úkraínu í mars 2022, skömmu eftir að innrás Rússa hófst. Þar nauðguðu þeir 42 ára konu sem gengin var þrjá mánuði á leið og sautján ára kærustu sonar hennar ítrekað, á meðan þeir þvinguðu soninn til að horfa á.

Erlent

Baldur opin­berar á­kvörðun sína í næstu viku

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segist ætla að gefa upp ákvörðun sína um mögulegt forsetaframboð í næstu viku. Margir hafa hvatt Baldur til framboðs að undanförnu og er Baldur sagður hafa íhugað það alvarlega.

Innlent

„Þessi mál koma okkur ekkert við“

Björn Leifsson, eigandi World Class, segir þau mál sem Kristján Ólafur Sigríðarson sé flæktur í ekki koma sér, eiginkonu eða fyrirtæki við á neinn hátt. Hann fordæmir að vera dreginn inn í svo alvarleg mál og biðlar til fjölmiðla að vanda til verka.

Innlent

Blindi krókódíllinn Albert fjar­lægður úr sund­laug sinni

Lögregluþjónar í New York-ríki í Bandaríkjunum lögðu í vikunni hald á 340 kílóa krókódíl sem maður í ríkinu hélt ólögleg í bakgarði sínum. Maðurinn hafði útbúið sundlaug fyrir krókódílinn, sem heitir Albert, og sagður hafa leyft fólki og börnum að fara út í vatnið með dýrinu.

Erlent

For­sætis­ráð­herra lét bændur heyra það

Forsætisráðherra sá ástæðu til að skamma íslenska bændur við setningu Búnaðarþings þar sem hún gerði alvarlegar athugasemdir við merkingar eða réttara sagt engar merkingar á íslenskum landbúnaðarafurðum.

Innlent

Segja um­brotum við Grinda­vík geta lokið innan eins til tveggja mánaða

Hópur jarðvísindamanna við Háskóla Íslands, með prófessorana Þorvald Þórðarson og Ármann Höskuldsson í fararbroddi, segir kvikuinnflæði inn undir Svartsengi hafa helmingast frá því í seinni hluta desember. Þeir segja að haldi þessi þróun áfram með sama hraða gætu umbrotin á Sundhnúksgígaröðinni norðan Grindavíkur tekið enda innan eins til tveggja mánaða.

Innlent

Lík­legt að loka þurfi vegum vegna veðurs

Von er á stórhríð á Vestfjörðum og Snæfellsnesi á morgun, og gætu vindhviður náð allt að 36 metrum á sekúndu. Aðalvarðstjóri á Ísafirði segir að vegna veðursins gæti þurft að ráðast í lokanir á vegum.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar er rætt við formann Neytendasamtakanna sem segir ótrúlegt hversu mörg mál tengd fyrirtækinu Base Parking rati á borð samtakanna. Fyrirtæki verði að vanda til verka þegar neytendur treysti þeim fyrir eigum sínum, sem í þessum tilvikum eru oft á tíðum mjög dýrar bifreiðar.

Innlent

Halla boðar til blaða­manna­fundar

Halla Tómasdóttir, rekstrarhagfræðingur og forstjóri B Team, hefur boðað til blaðamannafundar í Grósku í Vatnsmýri í hádeginu á morgun. Halla hefur að undanförnu verið orðuð við framboð til embættis forseta Íslands og má leiða líkur að því að hún komi á fundinum til með að tilkynna um framboð.

Innlent

Mýs éta lifandi fugla á af­skekktri eyju

Frá því mýs voru fyrst fluttar til Marioneyju, sem liggur mitt milli Suður-Afríku og Suðurskautsins, hafa þær fjölgað sér gífurlega. Breytt veðurfar og hlýindi hafa aukið á fjölgun músa og er ástandið á eyjunni orðið verulega slæmt.

Erlent

Hjól­barði undan strætó hafnaði á húsi

Nóttin var nokkuð róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt dagbók sneru útköll að mestu að hefðbundnum ölvunar-og hávaðatilkynningum. Þó var eitthvað um fremur óvenjuleg verkefni, til dæmis losnaði hjólbarði undan strætisvagni og endaði á nærliggjandi húsi eftir að hafa farið utan í nokkra kyrrstæða bíla.

Innlent