Sinueldur kviknaði út frá brennandi rusli: „Erum pínulítið pirraðir á þessu“ Agnar Már Másson skrifar 14. júní 2025 13:45 Sinueldurinn braust út þar sem ábúandi hafði verið að brenna rusl Aðsent Brunavarnir Árnessýslu slökktu sinueld við Apavatn upp úr hádegi í dag. Ábúandi var þar að brenna rusl á miðri sinubeðju þegar eldurinn breiddist svo út. Slökkviliðsmönnum var alls ekki skemmt enda ekki fyrsta sinn sem þeir hafa þurft að sinna slíku útkalli. Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri segir að ábúandi hafi kveikt í rusli á miðri sinubeðju nálægt Neðra-Apavatni en þessa dagana er mikil þurrkatíð á svæðinu. „Og þá þarf nú ekki mikið til þess að hugsa að það muni kvikna út frá því,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Eldurinn hafi logað á um 100 fermetra svæði. Fá vettvangi við Apavatn í dag.Aðsent Hann segir að slökkviliðið hafi þurft að fara í fleiri útköll af þessu tagi í vor, þar sem fólk hefur sýnt gáleysi þegar það brennir rusl. Þá segir hann slökkviliðið oft vera illa mannað á þessum tíma árs. „Í hvert sinn sem maður kveikir eld þá ber maður ábyrgð á honum sjálfur. Ef það kallar á einhverja aðkomu eða tjón til þriðja aðila eða svoleiðis þá berð þú ábyrgð á því og berð mögulega kostnað af því. Fólk þarf að gera sér grein fyrir því,“ segir Pétur enn fremur. Frá vettvangi í gær.Aðsent „Við erum pínulítið pirraðir á þessu,“ bætir Pétur við. „Þarna er nánast verið að kveikja í sinu af ásetningu þegar svona er farið að.“ Slökkviliðinu tókst vel að slökkva eldinn þrátt fyrir að fáir hafi náð að mæta í útkallið, að sögn Pétur. „Það tók bara svolítinn tíma.“ Frá vettvangi við Apavatn.Aðsent Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Bláskógabyggð Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri segir að ábúandi hafi kveikt í rusli á miðri sinubeðju nálægt Neðra-Apavatni en þessa dagana er mikil þurrkatíð á svæðinu. „Og þá þarf nú ekki mikið til þess að hugsa að það muni kvikna út frá því,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Eldurinn hafi logað á um 100 fermetra svæði. Fá vettvangi við Apavatn í dag.Aðsent Hann segir að slökkviliðið hafi þurft að fara í fleiri útköll af þessu tagi í vor, þar sem fólk hefur sýnt gáleysi þegar það brennir rusl. Þá segir hann slökkviliðið oft vera illa mannað á þessum tíma árs. „Í hvert sinn sem maður kveikir eld þá ber maður ábyrgð á honum sjálfur. Ef það kallar á einhverja aðkomu eða tjón til þriðja aðila eða svoleiðis þá berð þú ábyrgð á því og berð mögulega kostnað af því. Fólk þarf að gera sér grein fyrir því,“ segir Pétur enn fremur. Frá vettvangi í gær.Aðsent „Við erum pínulítið pirraðir á þessu,“ bætir Pétur við. „Þarna er nánast verið að kveikja í sinu af ásetningu þegar svona er farið að.“ Slökkviliðinu tókst vel að slökkva eldinn þrátt fyrir að fáir hafi náð að mæta í útkallið, að sögn Pétur. „Það tók bara svolítinn tíma.“ Frá vettvangi við Apavatn.Aðsent
Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Bláskógabyggð Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira