Segir landráðskæru fráleita: „Þetta er mjög hættuleg þróun fyrir íslenskt samfélag“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. júní 2025 19:17 Róbert Spanó hefur meðal annars verið forseti Mannréttindadómstóls Evrópu. Vísir/Elín Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, segir kæru Samtakanna Þjóðfrelsis á hendur utanríkisráðherra um landráð, vera í skilningi laganna með öllu haldlausa. Róbert lítur svo á að kærunni hljóti að vera umsvifalaust vísað frá. Fram kom í fréttum í gær að samtökin hafi ákveðið að kæra utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við innleiðingu bókunar 35. „Í mínum huga er þessi kæra að minnsta kosti lagalega með öllu haldlaus, hún er í rauninni gjörsamlega fráleit. Það er auðvitað þannig að framlagning lagafrumvarps og pólitískur stuðningur við slíkt er hluti af stjórnskipulegu ferli þar sem að stjórnmálamenn og þingmenn deila um pólitísk málefni, og slíkar deilur eiga auðvitað heima á vettvangi stjórnmálanna. Svo geta auðvitað menn verið sammála eða ósammála því,“ segir Róbert. „En það er algjörlega út í hött að kæra ráðherra fyrir framlagningu lagafrumvarps sem menn eru ósáttir við. Og það er auk þess ekkert í þessu lagafrumvarpi sem kallar á slík viðbrögð. Þetta er mjög hættuleg þróun fyrir íslenskt samfélag.“ Engar forsendur til efnislegrar umfjöllunar kærunnar Sjálfur þekki hann ekki málið umfram það sem fram hefur komið í fjölmiðlum. „Ef um er að ræða kæru fyrir landráð þá er um að ræða ákvæði sem er að finna í 10. kafla hegningarlaga, og það ákæruvald í slíkum málum er í höndum ríkissaksóknara. Ég held að það sé nokkurn veginn alveg ljóst að þessari kæru verður vísað frá umsvifalaust. Það eru engar forsendur til þess að fjalla um hana efnislega,“ segir Róbert. Bókun 35 Alþingi Utanríkismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Fram kom í fréttum í gær að samtökin hafi ákveðið að kæra utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við innleiðingu bókunar 35. „Í mínum huga er þessi kæra að minnsta kosti lagalega með öllu haldlaus, hún er í rauninni gjörsamlega fráleit. Það er auðvitað þannig að framlagning lagafrumvarps og pólitískur stuðningur við slíkt er hluti af stjórnskipulegu ferli þar sem að stjórnmálamenn og þingmenn deila um pólitísk málefni, og slíkar deilur eiga auðvitað heima á vettvangi stjórnmálanna. Svo geta auðvitað menn verið sammála eða ósammála því,“ segir Róbert. „En það er algjörlega út í hött að kæra ráðherra fyrir framlagningu lagafrumvarps sem menn eru ósáttir við. Og það er auk þess ekkert í þessu lagafrumvarpi sem kallar á slík viðbrögð. Þetta er mjög hættuleg þróun fyrir íslenskt samfélag.“ Engar forsendur til efnislegrar umfjöllunar kærunnar Sjálfur þekki hann ekki málið umfram það sem fram hefur komið í fjölmiðlum. „Ef um er að ræða kæru fyrir landráð þá er um að ræða ákvæði sem er að finna í 10. kafla hegningarlaga, og það ákæruvald í slíkum málum er í höndum ríkissaksóknara. Ég held að það sé nokkurn veginn alveg ljóst að þessari kæru verður vísað frá umsvifalaust. Það eru engar forsendur til þess að fjalla um hana efnislega,“ segir Róbert.
Bókun 35 Alþingi Utanríkismál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira