Fréttir

Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatns­veður

Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna því að Fjölmiðlanefnd hafi sektað Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu,  sem hafði ekki starfsleyfi hér á landi. Formaður samtakanna segir lítið eftirlit með leyfilegri veðmálastarfsemi hér á landi og því ekki koma á óvart að eftirlit með ólöglegri starfsemi sé engin.

Innlent

Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyði­lagða“

Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra segir myndefni sem sýnir leigubílstjóra hér á landi hnakkrífast við erlenda ferðamenn hafa komið sér í opna skjöldu. Hann hyggst breyta lögum varðandi leigubíla, og vill meina að leigubílstjórastéttin hafi verið eyðilögð.

Innlent

Selenskí mun funda með Trump

Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti mun eiga fund með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Washington-borg á mánudag. Sá fundur mun koma í kjölfar fundar Trump með Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem fór fram í gærkvöldi.

Erlent

Fundi for­setanna lokið: Ekkert sam­komu­lag um vopna­hlé

Fundi forseta Rússlands og forseta Bandaríkjanna er lokið. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir þá hafa komist að ákveðnum skilningi um málefni Úkraínu en engar nánari upplýsingar fengust um hvað fælist í þeim skilning. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ætla upplýsa evrópska leiðtoga, þar á meðal Úkraínuforseta, um hvað fór fram á fundinum.

Erlent

„Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“

Hús í Laugarneshverfi hafa orðið fyrir skemmdum vegna sprenginga í tengslum við framkvæmdir við Grand Hótel. Óljóst er hver ber ábyrgðina og svör frá Reykjavíkurborg og tryggingafélögum hafa verið óljós.

Innlent

Kyn­ferðis­brot á leik­skóla og tímamótafundur for­seta

Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisbrot gegn barni á leikskóla sem hann vinnur á. Barnið upplýsti sjálft um brotið. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við lögreglu og forstjóra Barna- og fjölskyldustofu sem segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín af yfirvegun um mál af þessum toga.

Innlent

Segir undir­verk­taka ekki hafa látið vita af gatinu

Daníel Jakobsson forstjóri Arctic Sea Farm segir fyrirtækið ekki hafa vitað af gati í sjókví þess í Dýrafirði fyrr en í gær. Undirverktaki hafi tekið mynd af gatinu við eftirlit í byrjun júlí en ekki greint fyrirtækinu frá því.

Innlent

„Stór­furðu­legt“ að bjóða for­eldrum ekki strax á fund

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, furðar sig á því að foreldrum barna á leikskólanum Múlaborg hafi ekki verið boðinn fundur með leikskólastjóra og starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrr en á mánudag um kynferðisbrot sem kom upp á leikskólanum í vikunni. Starfsfólk borgarinnar hefur verið á leikskólanum í dag og mun foreldrum standa til boða að heyra í deildarstjóra um helgina. 

Innlent

Obama blæs Demó­krötum byr í brjóst

Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stigið fram til að blása Demókrötum í Texas í brjóst en hann hefur hælt þingmönnum ríkisþingsins fyrir að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu um breytta kjördæmaskipan.

Erlent

Barnið lét for­eldra sína vita af brotinu

Barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum.

Innlent

Pólitískur refur og samninga­maður mætast

Mikil eftirvænting ríkir fyrir leiðtogafund Bandaríkjanna og Rússlands sem hefst klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma. Krafa Rússa á fundinum lýtur í raun að því að Úkraína verði leppríki Rússlands, segir prófessor í sagnfræði. Óljóst sé hvort Úkraínumenn neyðist til að fallast á slíka niðurstöðu.

Innlent

Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu

Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans geri hlé á vaxtalækkunarferlinu, haldi stýrivöxtum óbreyttum og að þeir muni ekki lækka meira á árinu. Nefndin hefur lækkað vexti á síðustu fimm fundum en í ljósi „þrálátrar verðbólgu og kröftugrar eftirspurnar“ er talið að hún staldri við í bili.

Innlent