Fréttir Hvað gengur Trump til með tollum? Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill beita Kanada, Mexíkó og Kína umfangsmiklum tollum og segir tolla gegn Evrópu væntanlega á næstunni. Viðbrögð markaða hafa að mestu verið á einn veg, þar sem flest ljós loga rauð í kauphöllum heimsins. Erlent 3.2.2025 11:40 Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Í hádegisfréttum fjöllum við um verkföllin í grunn- og leikskólum víða um land sem nú eru skollin á. Innlent 3.2.2025 11:34 Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins kynna verkefnalista ríkisstjórnarflokkanna á vorþingi á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum. Innlent 3.2.2025 11:08 Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. Erlent 3.2.2025 10:51 Nefndin einróma um kosningarnar Undirbúningsnefnd Alþingis er einróma um að niðurstöður Alþingiskosninganna 30. nóvember standa. Formaður nefndarinnar segir fulltrúa allra flokka hafa verið málefnalega við vinnuna og tekið hlutverk sitt af mikilli ábyrgð. Innlent 3.2.2025 10:17 Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara telur að Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sé hæfastur umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Jónas Þór Guðmundsson er talinn hæfastur sem dómari við Héraðsdóm Reykjaness. Innlent 3.2.2025 09:52 Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Einar Sveinbjörnsson hjá blika.is og Vegagerðinni segir þetta tíma djúpra vetrarlægða. Íbúar á Norðurlandi, Skagafirði og Eyjafirði, geti átt von á því að það geri talsvert mikinn hvell um kvöldmatarleytið. Veður 3.2.2025 09:16 Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Að minnsta kosti einn er látinn og fjórir eru alvarlega særðir eftir að sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar í Moskvu í morgun. Lögregla telur að um morð hafi verið að ræða en ekki liggur fyrir hver skotmarkið var. Erlent 3.2.2025 09:08 Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ekki rétt, eins og kom fram í frétt á Vísi og viðtali við Sigurjón Þórðarson, þingmann Flokks fólksins, að það varði brot á siðareglum Alþingis að Sigurjón fjalli um málaflokkinn sjávarútveg í heild sinni sem formaður atvinnuveganefndar, en það geti mögulega varðað brot á siðareglum Alþingis fjalli hann um strandveiðar sem formaður nefndarinnar. Innlent 3.2.2025 08:44 Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Nú í morgunsárið er djúp lægð við suðvesturströndina. Hún fer norður á bóginn í dag og gengur í sunnan storm austantil á landinu, en á vesturhluta landsins, undir lægðarmiðjunni, verður áttin breytileg og vindur hægari. Veður 3.2.2025 07:25 Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Verkföll eru á ný skollin á meðal félagsmanna Kennarasambands Íslands í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum víðsvegar um land. Innlent 3.2.2025 07:20 Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti fund með José Raúl Mulino, forseta Panama, í gær. Á fundinum ítrekaði Rubio hótanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um að Bandaríkjamenn hefðu, að óbreyttu, í hyggju að taka yfir Panamaskurðinn. Erlent 3.2.2025 07:05 Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Formaður starfshóps sem Hafnarfjarðarbær hefur skipað til að finna staðsetningu fyrir nýjan golfvöll segist líta til þess að hann verði að almennu útivistarsvæði fyrir bæjarbúa. Báðir golfklúbbar bæjarins eru áhugasamir um að reka nýjan völl. Innlent 3.2.2025 07:00 Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. Erlent 3.2.2025 06:22 Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um tíuleytið í kvöld án þess að samningar næðust. Verkföll hefjast í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum í fyrramálið. Innlent 2.2.2025 22:39 Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, segir að hagsmunir sínir af strandveiðibáti í hans eigu séu óverulegir. Hann efast stórlega um að hann sé vanhæfur til að setja lög um sjávarútveg, en hann verður tilnefndur sem formaður atvinnuveganefndar þegar þing kemur saman, þar sem til stendur að semja löggjöf um eflingu strandveiða. Þá segir hann ekkert rangt við hagsmunaskráningu sína sem hafi verið fyllt út árið 2023. Innlent 2.2.2025 22:09 Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Félagsmálaráðuneytið hefur trassað í marga mánuði að svara Umboðsmanni Alþingis um breytt fyrirkomulag réttindagæslu fatlaðs fólks og hefur nú kallað eftir svörum á nýjan leik. Heildarsamtök fatlaðs fólks hafa gert alvarlegar athugasemdir við breytingarnar en lögmaður segir ljóst að stjórnvöld forgangsraði ekki þessum viðkvæma hópi fólks. Innlent 2.2.2025 21:02 Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að sagan sýni að tollastríð séu aldrei af hinu góða og gagnist engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún segir að gott samband okkar við Bandaríkin hafi verið okkur gríðarlega dýrmætt og mikilvægt sé að samskipti þar á milli séu góð. Ekkert bendi enn til þess að Ísland lendi í tollaálögum Trumps. Innlent 2.2.2025 20:32 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Íbúar og fulltrúar í sveitarstjórn Bláskógabyggðar ráða sér ekki yfir kæti þessa dagana því í þorpinu í Reykholti voru að finnast tuttugu sekúndu lítrar af hundrað gráðu heitu vatni í fyrstu tilraun með jarðbornum Trölla. Innlent 2.2.2025 20:04 „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Foreldri leikskólabarns á Seltjarnarnesi finnst að kennarar ættu að fara í enn stærra verkfall til að auka slagkraftinn ef samningar nást ekki í dag. Engin niðurstaða liggur fyrir í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Innlent 2.2.2025 19:27 Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hafið tollastríð við helstu viðskiptalönd sín, sem hann segir hafa féflett Bandaríkin. Ákvörðun hans verður svarað í sömu mynt. Farið verður yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt um möguleg áhrif tollastríðs á Ísland við utanríkisráðherra í beinni útsendingu. Innlent 2.2.2025 18:29 Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Nokkur fjöldi fólks sem sótti þorrablót ungmennafélagsins Hvatar í Grímsnes- og Grafningshreppi á föstudag er orðinn veikur og hefur grunur vaknað um matarborna sýkingu. Birgir Leó Olgeirsson formaður þorrablótsnefndarinnar segir að upplýsingar um fjölda veikra liggi ekki fyrir. Innlent 2.2.2025 18:10 Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Skertur viðbragðstími veðurstofu og styttri tími til rýminga er eitthvað sem hafa þarf í huga þegar dvalið er í Grindavík í vondu veðri, að sögn veðurfræðings. Enn aukast líkur á eldgosi á Reykjanesskaga. Innlent 2.2.2025 16:24 Stórhríð og foktjón í vændum Landið verður að miklum hluta appelsínugult annað kvöld en viðvaranir ná til landsins alls. Fyrir vestan, norðan og austan eru appelsínugular viðvaranir í gildi fram til þriðjudagsmorguns. Veður 2.2.2025 16:10 Óbreytt staða í Karphúsinu Samninganefndir Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa fundað í Karphúsinu frá klukkan tíu í morgun. Enn rofar ekkert til og staðan er óbreytt að sögn ríkissáttasemjara. Innlent 2.2.2025 14:21 Hættir sem formaður Siðmenntar Inga Auðbjörg Straumland hefur tilkynnt að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Siðmenntar. Hún hefur gegnt formennsku í félaginu síðustu sex ár. Innlent 2.2.2025 14:05 Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segist ekki geta orða bundist vegna greinar grunnskólakennarans Helgu Daggar Sverrisdóttur þar sem hún fjallar um umdeildar forsetatilskipanir nýinnsvarins Bandaríkjaforseta. Innlent 2.2.2025 14:04 Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Um fimm hundruð nýjar íbúðir verða byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á næstu árum en í dag eru þar um þrjátíu íbúðir. Ástæðan fyrir þessari miklu uppbyggingu er flutningur fólks í sveitarfélagið vegna virkjanaframkvæmda og annarra framkvæmda í ferðaþjónustu eins og byggingu hótels og baðlóns í Þjórsárdal. Innlent 2.2.2025 13:05 Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Fyrrverandi formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, segir áhuga og orðræðu Bandaríkjaforseta um Grænland setja landið í sóknarstöðu og að ríkisstjórnin ætti að nýta stöðuna til að endurskoða samband landsins við Danmörku. Innlent 2.2.2025 12:34 Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Ríkissáttasemjari segir ekki hægt að útiloka að verkfallsaðgerðir kennara í leik- og grunnskólum hefjist í fyrramálið. Fundað verði í deilunni eins lengi og gagn væri að í dag. Samninganefnd kennarafélaganna mætti til fundar með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Innlent 2.2.2025 12:28 « ‹ 23 24 25 26 27 28 29 30 31 … 334 ›
Hvað gengur Trump til með tollum? Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill beita Kanada, Mexíkó og Kína umfangsmiklum tollum og segir tolla gegn Evrópu væntanlega á næstunni. Viðbrögð markaða hafa að mestu verið á einn veg, þar sem flest ljós loga rauð í kauphöllum heimsins. Erlent 3.2.2025 11:40
Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Í hádegisfréttum fjöllum við um verkföllin í grunn- og leikskólum víða um land sem nú eru skollin á. Innlent 3.2.2025 11:34
Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins kynna verkefnalista ríkisstjórnarflokkanna á vorþingi á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum. Innlent 3.2.2025 11:08
Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Rússnesk yfirvöld segja að skotmark banatilræðis í Moskvu í morgun hafi verið leiðtogi vopnaðrar sveitar sem er hliðholl Rússum í Austur-Úkraínu. Hann og lífvörður hans féllu þegar sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar. Erlent 3.2.2025 10:51
Nefndin einróma um kosningarnar Undirbúningsnefnd Alþingis er einróma um að niðurstöður Alþingiskosninganna 30. nóvember standa. Formaður nefndarinnar segir fulltrúa allra flokka hafa verið málefnalega við vinnuna og tekið hlutverk sitt af mikilli ábyrgð. Innlent 3.2.2025 10:17
Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara telur að Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sé hæfastur umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Jónas Þór Guðmundsson er talinn hæfastur sem dómari við Héraðsdóm Reykjaness. Innlent 3.2.2025 09:52
Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Einar Sveinbjörnsson hjá blika.is og Vegagerðinni segir þetta tíma djúpra vetrarlægða. Íbúar á Norðurlandi, Skagafirði og Eyjafirði, geti átt von á því að það geri talsvert mikinn hvell um kvöldmatarleytið. Veður 3.2.2025 09:16
Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Að minnsta kosti einn er látinn og fjórir eru alvarlega særðir eftir að sprengja sprakk í anddyri lúxusblokkar í Moskvu í morgun. Lögregla telur að um morð hafi verið að ræða en ekki liggur fyrir hver skotmarkið var. Erlent 3.2.2025 09:08
Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ekki rétt, eins og kom fram í frétt á Vísi og viðtali við Sigurjón Þórðarson, þingmann Flokks fólksins, að það varði brot á siðareglum Alþingis að Sigurjón fjalli um málaflokkinn sjávarútveg í heild sinni sem formaður atvinnuveganefndar, en það geti mögulega varðað brot á siðareglum Alþingis fjalli hann um strandveiðar sem formaður nefndarinnar. Innlent 3.2.2025 08:44
Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Nú í morgunsárið er djúp lægð við suðvesturströndina. Hún fer norður á bóginn í dag og gengur í sunnan storm austantil á landinu, en á vesturhluta landsins, undir lægðarmiðjunni, verður áttin breytileg og vindur hægari. Veður 3.2.2025 07:25
Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Verkföll eru á ný skollin á meðal félagsmanna Kennarasambands Íslands í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum víðsvegar um land. Innlent 3.2.2025 07:20
Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti fund með José Raúl Mulino, forseta Panama, í gær. Á fundinum ítrekaði Rubio hótanir Donald Trump Bandaríkjaforseta um að Bandaríkjamenn hefðu, að óbreyttu, í hyggju að taka yfir Panamaskurðinn. Erlent 3.2.2025 07:05
Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Formaður starfshóps sem Hafnarfjarðarbær hefur skipað til að finna staðsetningu fyrir nýjan golfvöll segist líta til þess að hann verði að almennu útivistarsvæði fyrir bæjarbúa. Báðir golfklúbbar bæjarins eru áhugasamir um að reka nýjan völl. Innlent 3.2.2025 07:00
Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. Erlent 3.2.2025 06:22
Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk um tíuleytið í kvöld án þess að samningar næðust. Verkföll hefjast í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum í fyrramálið. Innlent 2.2.2025 22:39
Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, segir að hagsmunir sínir af strandveiðibáti í hans eigu séu óverulegir. Hann efast stórlega um að hann sé vanhæfur til að setja lög um sjávarútveg, en hann verður tilnefndur sem formaður atvinnuveganefndar þegar þing kemur saman, þar sem til stendur að semja löggjöf um eflingu strandveiða. Þá segir hann ekkert rangt við hagsmunaskráningu sína sem hafi verið fyllt út árið 2023. Innlent 2.2.2025 22:09
Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Félagsmálaráðuneytið hefur trassað í marga mánuði að svara Umboðsmanni Alþingis um breytt fyrirkomulag réttindagæslu fatlaðs fólks og hefur nú kallað eftir svörum á nýjan leik. Heildarsamtök fatlaðs fólks hafa gert alvarlegar athugasemdir við breytingarnar en lögmaður segir ljóst að stjórnvöld forgangsraði ekki þessum viðkvæma hópi fólks. Innlent 2.2.2025 21:02
Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að sagan sýni að tollastríð séu aldrei af hinu góða og gagnist engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún segir að gott samband okkar við Bandaríkin hafi verið okkur gríðarlega dýrmætt og mikilvægt sé að samskipti þar á milli séu góð. Ekkert bendi enn til þess að Ísland lendi í tollaálögum Trumps. Innlent 2.2.2025 20:32
100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Íbúar og fulltrúar í sveitarstjórn Bláskógabyggðar ráða sér ekki yfir kæti þessa dagana því í þorpinu í Reykholti voru að finnast tuttugu sekúndu lítrar af hundrað gráðu heitu vatni í fyrstu tilraun með jarðbornum Trölla. Innlent 2.2.2025 20:04
„Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Foreldri leikskólabarns á Seltjarnarnesi finnst að kennarar ættu að fara í enn stærra verkfall til að auka slagkraftinn ef samningar nást ekki í dag. Engin niðurstaða liggur fyrir í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Innlent 2.2.2025 19:27
Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hafið tollastríð við helstu viðskiptalönd sín, sem hann segir hafa féflett Bandaríkin. Ákvörðun hans verður svarað í sömu mynt. Farið verður yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt um möguleg áhrif tollastríðs á Ísland við utanríkisráðherra í beinni útsendingu. Innlent 2.2.2025 18:29
Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Nokkur fjöldi fólks sem sótti þorrablót ungmennafélagsins Hvatar í Grímsnes- og Grafningshreppi á föstudag er orðinn veikur og hefur grunur vaknað um matarborna sýkingu. Birgir Leó Olgeirsson formaður þorrablótsnefndarinnar segir að upplýsingar um fjölda veikra liggi ekki fyrir. Innlent 2.2.2025 18:10
Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Skertur viðbragðstími veðurstofu og styttri tími til rýminga er eitthvað sem hafa þarf í huga þegar dvalið er í Grindavík í vondu veðri, að sögn veðurfræðings. Enn aukast líkur á eldgosi á Reykjanesskaga. Innlent 2.2.2025 16:24
Stórhríð og foktjón í vændum Landið verður að miklum hluta appelsínugult annað kvöld en viðvaranir ná til landsins alls. Fyrir vestan, norðan og austan eru appelsínugular viðvaranir í gildi fram til þriðjudagsmorguns. Veður 2.2.2025 16:10
Óbreytt staða í Karphúsinu Samninganefndir Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa fundað í Karphúsinu frá klukkan tíu í morgun. Enn rofar ekkert til og staðan er óbreytt að sögn ríkissáttasemjara. Innlent 2.2.2025 14:21
Hættir sem formaður Siðmenntar Inga Auðbjörg Straumland hefur tilkynnt að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Siðmenntar. Hún hefur gegnt formennsku í félaginu síðustu sex ár. Innlent 2.2.2025 14:05
Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segist ekki geta orða bundist vegna greinar grunnskólakennarans Helgu Daggar Sverrisdóttur þar sem hún fjallar um umdeildar forsetatilskipanir nýinnsvarins Bandaríkjaforseta. Innlent 2.2.2025 14:04
Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Um fimm hundruð nýjar íbúðir verða byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á næstu árum en í dag eru þar um þrjátíu íbúðir. Ástæðan fyrir þessari miklu uppbyggingu er flutningur fólks í sveitarfélagið vegna virkjanaframkvæmda og annarra framkvæmda í ferðaþjónustu eins og byggingu hótels og baðlóns í Þjórsárdal. Innlent 2.2.2025 13:05
Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Fyrrverandi formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, segir áhuga og orðræðu Bandaríkjaforseta um Grænland setja landið í sóknarstöðu og að ríkisstjórnin ætti að nýta stöðuna til að endurskoða samband landsins við Danmörku. Innlent 2.2.2025 12:34
Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Ríkissáttasemjari segir ekki hægt að útiloka að verkfallsaðgerðir kennara í leik- og grunnskólum hefjist í fyrramálið. Fundað verði í deilunni eins lengi og gagn væri að í dag. Samninganefnd kennarafélaganna mætti til fundar með fulltrúum ríkis og sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Innlent 2.2.2025 12:28