Fréttir Halla orðin vinsælasta plan B Tæplega fjórðungur landsmanna myndi kjósa Höllu Tómasdóttur ef þeirra fyrsti kostur væri ekki í boði. Þrisvar sinnum fleiri setja hana sem sitt plan B nú en fyrir mánuði. Á sama tíma og flestir myndu kjósa Katrínu eru enn fleiri sem geta ekki hugsað sér hana sem forseta. Innlent 23.5.2024 19:00 Vendingar í nýrri könnun og köttur heiðraður með styttu Töluverðar breytingar eru á stuðningi við forsetaframbjóðendur samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Maskínu. Helstu tíðindi verða birt í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræðing í beinni. Innlent 23.5.2024 18:00 Þarf að endurgreiða sinni fyrrverandi eftir allt saman Karlmaður sem fékk níutíu prósent skuldbindinga sinna felld niður með greiðsluaðlögunarsamningum eftir efnahagshrun þarf að endurgreiða fyrrverandi eiginkonu sinni greiðslur vegna krafna sem hún hafði greitt sem ábyrgðarmaður. Hann þarf að greiða henni 1,7 milljónir króna með dráttarvöxtum. Innlent 23.5.2024 17:01 Fjöldi nefnda ríkisins kemur á óvart Á vegum ríkisins eru 39 kæru- og úrskurðarnefndir, 170 ráðgefandi nefndir, 87 afgreiðslunefndir, 16 eftirlitsnefndir og 72 stjórnir. Kostnaðurinn við að halda öllu þessu úti er 1,7 milljarðar króna. Innlent 23.5.2024 16:11 Parísarhjól á Miðbakka í sumar Parísarhjól verður sett upp á Miðbakka í sumar. Um tilraunaverkefni til eins sumars er að ræða og mun Taylors Tivoli Iceland ehf annast uppsetningu og rekstur á parísarhjólinu. Hjólabraut víkur fyrir hjólinu en verður sett upp á Klambratúni í staðinn. Innlent 23.5.2024 15:24 Krefst svara vegna andláts sjö vikna dóttur sinnar Anita Berkeley missti dóttur sína aðeins tæplega sjö vikna gamla í nóvember á síðasta ári. Hún er verulega ósátt við svör heilbrigðiskerfisins um andlát hennar og vill að einhver taki ábyrgð. Niðurstaða krufningar er að dánarorsök sé óljós en talið líklegt að um vöggudauða hafi verið að ræða. Anita hefur tilkynnt andlátið til embættis landlæknis. Innlent 23.5.2024 14:15 Ók af vettvangi banaslyss og hefur aldrei fundist Ökumaður bíls sem ók á 49 ára gamlan karlmann á Höfðabakka í Reykjavík í desember 2022 hefur aldrei fundist. Maðurinn sem lá eftir í jörðinni varð síðan fyrir öðrum bíl og lést á Landspítalanum um nóttina vegna fjölda áverka. Innlent 23.5.2024 14:12 Lögregla herðir leitina að karlmanni sem veitist að börnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú fjögur tilvik þar sem karlmaður veittist að börnum í Hafnarfirði. Þetta segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Innlent 23.5.2024 14:02 Snurvoðarbátur lenti í vanda við Melrakkaey Upp úr klukkan hálf níu í morgun var áhöfn björgunaskipsins Björg á Rifi kölluð út vegna snurvoðarbáts sem hafði misst vélarafl. Báturinn var þá vestur af Melrakkaey fyrir utan Grundarfjörð. Einnig var áhöfn á björgunarbátnum Reyni frá Grundarfirði kölluð út. Innlent 23.5.2024 14:00 Talsvert í að kíghóstinn gangi niður Þrátt fyrir að tugir hafi greinst með kíghósta undanfarið hefur tekist vel að vernda yngstu börnin segir yfirlæknir á barnalækninga á Landspítala. Mikið hefur verið um öndunarfærasýkingar í vetur en það virðist vera að ganga niður. Innlent 23.5.2024 13:23 Munu þurfa að afplána í Kósovó Erlendir glæpamenn sem hafa verið dæmdir til fangelsisvistar og brottvísunar í Danmörku geta nú séð fram á að afplána dóminn í Kósovó. Þetta varð ljóst eftir að þjóðþing Kósovó samþykkti þar til gerðan samning við dönsk stjórnvöld í dag. Erlent 23.5.2024 12:57 Rýna í aðgerðir almannavarna síðustu sex mánuði á Reykjanesi Í dag fer fram rýnifundur ríkislögreglustjóra á aðgerðum almannavarnadeildar og annarra viðbragðsaðila á aðgerðum síðustu sex mánaða á Reykjanesi. Dómsmálaráðherra ávarpaði fundinn í morgun. Um 70 manns sitja fundinn í heild sinni. Fundarstjóri er Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Innlent 23.5.2024 12:48 Fjóla felldi hreinan meirihluta Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg mun taka við embætti bæjarstjóra í sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarfulltrúum Árborgar. Innlent 23.5.2024 11:55 Hvalveiðar og húsnæðismál í hádegisfréttum Í hádegisfréttum verður rætt við matvælaráðherra og húpn spurð að því hvort, og þá hvenær, hvalveiðar verði leyfðar í sumar. Innlent 23.5.2024 11:41 „Ég skil vel að einhverjir séu óþolinmóðir“ Matvælaráðherra telur sig ekki baka ríkinu skaðabótaskyldu með seinagangi við afgreiðslu veiðileyfis Hvals hf.. Hún segir hvalveiðar standa á tímamótum og hún vilji því gefa sér tíma í að fara yfir umsóknina. Innlent 23.5.2024 11:30 Enginn axli ábyrgð á mistökum sem leiddu til andláts ungra barna Borgarfulltrúi Pírata er hugsi yfir því að forsvarsfólk í heilbrigðiskerfinu hafi ekki viðurkennt mistök og axlað ábyrgð í tveimur tilfellum þegar mjög ung börn létust. Það strái salti í sár syrgjandi foreldra að neitað sér fyrir mistök. Innlent 23.5.2024 11:21 Fjármálastjórinn orðinn sveitarstjóri Á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps í gær lagði Haraldur Þór Jónsson, oddviti og sveitarstjóri, fram tillögu að nýju skipuriti fyrir sveitarfélagið og óskaði jafnframt eftir því að fjármálastjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Sylvía Karen Heimisdóttir, tæki við starfi sveitarstjóra frá og með deginum í gær og út kjörtímabilið. Innlent 23.5.2024 11:09 Skoða að leyfa árásir í Rússlandi með bandarískum vopnum Eftir að hann fór í opinbera heimsókn til Úkraínu á dögunum, hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallað eftir því að Joe Biden, forseti, afnemi takmarkanir á því hvernig Úkraínumenn mega nota langdræg vopn frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn vilja nota þau til árása innan landamæra Rússlands en hefur verið meinað það, hingað til. Erlent 23.5.2024 10:54 Segja fiskiolíu geta aukið líkurnar á gáttatifi og heilablóðfalli Vísindamenn segja mögulega tímabært að leggja lýsispillurnar á hilluna, eða láta þær vera í hillunum, en niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að rekja megi aukna áhættu á gáttatifi og heilablóðfalli til neyslu fiskolíu sem fæðubótarefnis. Erlent 23.5.2024 10:53 Nemandinn ákærður fyrir tilraun til manndráps Norskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps í ágúst í fyrra þegar hann réðst á Ingunni Björnsdóttur, kennara við Oslóarháskóla í Noregi. Karlmaðurinn viðurkennir að hafa veitt Ingunni og samkennara hennar áverka með hnífaárás en neitar að hafa ætlað að ráða þeim bana. Innlent 23.5.2024 10:42 Jón sendir valgreiðslukröfur í heimabanka stuðningsmanna sinna Forsetaframboð Jóns Gnarr hefur sent út valgreiðslukröfur í heimabanka stuðningsmanna en um er að ræða reikninga sem fólk getur valið að greiða eða greiða ekki. Innlent 23.5.2024 10:15 „Ef ekkert breytist þá erum við að fara á hausinn“ „Ef ekkert breytist þá erum við að fara á hausinn. Við erum með rosalega sterka einingu. Við skuldum lítið miðað við eignirnar, en við munum ekki lifa til desember,“ segir Dagmar Valsdóttir, Grindvíkingur og eigandi Grindavík Guesthouse. Innlent 23.5.2024 08:57 Kínverjar æfa innrás á Taívan Kínverjar iðka nú tveggja daga langa heræfingu í kringum Taívan og segja þeir æfinguna vera refsingu gagnvart eyjaskeggjum sem þeir saka um aðskilnaðarstefnu. Erlent 23.5.2024 07:53 Níu létust á framboðsfundi Að minnsta kosti níu eru látnir í Mexíkó og um fimmtíu slasaðir eftir að hluti sviðs hrundi í norðurhluta landsins í gærkvöldi. Erlent 23.5.2024 07:27 Fjölskyldur birta myndskeið af blóðugum gíslum Hamas-liða Fjölskyldur kvenna sem teknar voru fanga þegar Hamas-liðar réðust á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn hafa birt myndskeið af atburðarásinni sem sýnir konurnar blóðugar og óttaslegnar. Erlent 23.5.2024 07:27 Þykknar upp síðdegis og hvessir í nótt Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, fimm til tíu metrum á sekúndu en hvessa þegar líður á daginn. Veður 23.5.2024 07:14 Tveir handteknir í tveimur aðskildum málum vegna ofbeldis í heimahúsi Tveir voru handteknir í tveimur aðskildum málum í gærkvöldi eða nótt vegna ofbeldis í heimahúsi. Annar einstaklingurinn reyndist mjög ölvaður en hinn reyndi að slá til lögreglumanns. Innlent 23.5.2024 06:27 Annar umdeildur fáni hékk við annað hús dómara Síðasta sumar blakti annar umdeildur fáni fyrir utan sumarbústað hæstaréttardómarans Samuel Alito í New Jersey Í Bandaríkjunum. Fáninn hefur á undanförnum árum verið bendlaður við hreyfingu íhaldssamra Bandaríkjamanna sem vilja að hin kristna trú hafi stærra hlutverk þegar kemur að stjórnun ríkisins og við stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Erlent 22.5.2024 23:00 Niðurskurður skerðir þjónustu og ógnar öryggi Formaður Landssambands lögreglumanna segir frekar þörf á auknum fjárveitingum en niðurskurði. Niðurskurður muni koma niður á öryggi borgara þar sem forsvarsmenn lögreglunnar hafi þegar gripið til sparnaðar víða um land. Innlent 22.5.2024 22:31 Skipsbrak varpar ljósi á harmleik undan Vestfjörðum fyrir 72 árum Brak sem kom í troll íslensks togara í fyrra hefur núna leitt til þess að búið er að varpa ljósi á 72 ára gamlan harmleik, um örlög fimm norskra selveiðiskipa, sem hurfu sporlaust með 78 manns milli Íslands og Grænlands um páskana árið 1952. Innlent 22.5.2024 21:41 « ‹ 204 205 206 207 208 209 210 211 212 … 334 ›
Halla orðin vinsælasta plan B Tæplega fjórðungur landsmanna myndi kjósa Höllu Tómasdóttur ef þeirra fyrsti kostur væri ekki í boði. Þrisvar sinnum fleiri setja hana sem sitt plan B nú en fyrir mánuði. Á sama tíma og flestir myndu kjósa Katrínu eru enn fleiri sem geta ekki hugsað sér hana sem forseta. Innlent 23.5.2024 19:00
Vendingar í nýrri könnun og köttur heiðraður með styttu Töluverðar breytingar eru á stuðningi við forsetaframbjóðendur samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Maskínu. Helstu tíðindi verða birt í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræðing í beinni. Innlent 23.5.2024 18:00
Þarf að endurgreiða sinni fyrrverandi eftir allt saman Karlmaður sem fékk níutíu prósent skuldbindinga sinna felld niður með greiðsluaðlögunarsamningum eftir efnahagshrun þarf að endurgreiða fyrrverandi eiginkonu sinni greiðslur vegna krafna sem hún hafði greitt sem ábyrgðarmaður. Hann þarf að greiða henni 1,7 milljónir króna með dráttarvöxtum. Innlent 23.5.2024 17:01
Fjöldi nefnda ríkisins kemur á óvart Á vegum ríkisins eru 39 kæru- og úrskurðarnefndir, 170 ráðgefandi nefndir, 87 afgreiðslunefndir, 16 eftirlitsnefndir og 72 stjórnir. Kostnaðurinn við að halda öllu þessu úti er 1,7 milljarðar króna. Innlent 23.5.2024 16:11
Parísarhjól á Miðbakka í sumar Parísarhjól verður sett upp á Miðbakka í sumar. Um tilraunaverkefni til eins sumars er að ræða og mun Taylors Tivoli Iceland ehf annast uppsetningu og rekstur á parísarhjólinu. Hjólabraut víkur fyrir hjólinu en verður sett upp á Klambratúni í staðinn. Innlent 23.5.2024 15:24
Krefst svara vegna andláts sjö vikna dóttur sinnar Anita Berkeley missti dóttur sína aðeins tæplega sjö vikna gamla í nóvember á síðasta ári. Hún er verulega ósátt við svör heilbrigðiskerfisins um andlát hennar og vill að einhver taki ábyrgð. Niðurstaða krufningar er að dánarorsök sé óljós en talið líklegt að um vöggudauða hafi verið að ræða. Anita hefur tilkynnt andlátið til embættis landlæknis. Innlent 23.5.2024 14:15
Ók af vettvangi banaslyss og hefur aldrei fundist Ökumaður bíls sem ók á 49 ára gamlan karlmann á Höfðabakka í Reykjavík í desember 2022 hefur aldrei fundist. Maðurinn sem lá eftir í jörðinni varð síðan fyrir öðrum bíl og lést á Landspítalanum um nóttina vegna fjölda áverka. Innlent 23.5.2024 14:12
Lögregla herðir leitina að karlmanni sem veitist að börnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú fjögur tilvik þar sem karlmaður veittist að börnum í Hafnarfirði. Þetta segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Innlent 23.5.2024 14:02
Snurvoðarbátur lenti í vanda við Melrakkaey Upp úr klukkan hálf níu í morgun var áhöfn björgunaskipsins Björg á Rifi kölluð út vegna snurvoðarbáts sem hafði misst vélarafl. Báturinn var þá vestur af Melrakkaey fyrir utan Grundarfjörð. Einnig var áhöfn á björgunarbátnum Reyni frá Grundarfirði kölluð út. Innlent 23.5.2024 14:00
Talsvert í að kíghóstinn gangi niður Þrátt fyrir að tugir hafi greinst með kíghósta undanfarið hefur tekist vel að vernda yngstu börnin segir yfirlæknir á barnalækninga á Landspítala. Mikið hefur verið um öndunarfærasýkingar í vetur en það virðist vera að ganga niður. Innlent 23.5.2024 13:23
Munu þurfa að afplána í Kósovó Erlendir glæpamenn sem hafa verið dæmdir til fangelsisvistar og brottvísunar í Danmörku geta nú séð fram á að afplána dóminn í Kósovó. Þetta varð ljóst eftir að þjóðþing Kósovó samþykkti þar til gerðan samning við dönsk stjórnvöld í dag. Erlent 23.5.2024 12:57
Rýna í aðgerðir almannavarna síðustu sex mánuði á Reykjanesi Í dag fer fram rýnifundur ríkislögreglustjóra á aðgerðum almannavarnadeildar og annarra viðbragðsaðila á aðgerðum síðustu sex mánaða á Reykjanesi. Dómsmálaráðherra ávarpaði fundinn í morgun. Um 70 manns sitja fundinn í heild sinni. Fundarstjóri er Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Innlent 23.5.2024 12:48
Fjóla felldi hreinan meirihluta Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg mun taka við embætti bæjarstjóra í sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarfulltrúum Árborgar. Innlent 23.5.2024 11:55
Hvalveiðar og húsnæðismál í hádegisfréttum Í hádegisfréttum verður rætt við matvælaráðherra og húpn spurð að því hvort, og þá hvenær, hvalveiðar verði leyfðar í sumar. Innlent 23.5.2024 11:41
„Ég skil vel að einhverjir séu óþolinmóðir“ Matvælaráðherra telur sig ekki baka ríkinu skaðabótaskyldu með seinagangi við afgreiðslu veiðileyfis Hvals hf.. Hún segir hvalveiðar standa á tímamótum og hún vilji því gefa sér tíma í að fara yfir umsóknina. Innlent 23.5.2024 11:30
Enginn axli ábyrgð á mistökum sem leiddu til andláts ungra barna Borgarfulltrúi Pírata er hugsi yfir því að forsvarsfólk í heilbrigðiskerfinu hafi ekki viðurkennt mistök og axlað ábyrgð í tveimur tilfellum þegar mjög ung börn létust. Það strái salti í sár syrgjandi foreldra að neitað sér fyrir mistök. Innlent 23.5.2024 11:21
Fjármálastjórinn orðinn sveitarstjóri Á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps í gær lagði Haraldur Þór Jónsson, oddviti og sveitarstjóri, fram tillögu að nýju skipuriti fyrir sveitarfélagið og óskaði jafnframt eftir því að fjármálastjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Sylvía Karen Heimisdóttir, tæki við starfi sveitarstjóra frá og með deginum í gær og út kjörtímabilið. Innlent 23.5.2024 11:09
Skoða að leyfa árásir í Rússlandi með bandarískum vopnum Eftir að hann fór í opinbera heimsókn til Úkraínu á dögunum, hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallað eftir því að Joe Biden, forseti, afnemi takmarkanir á því hvernig Úkraínumenn mega nota langdræg vopn frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn vilja nota þau til árása innan landamæra Rússlands en hefur verið meinað það, hingað til. Erlent 23.5.2024 10:54
Segja fiskiolíu geta aukið líkurnar á gáttatifi og heilablóðfalli Vísindamenn segja mögulega tímabært að leggja lýsispillurnar á hilluna, eða láta þær vera í hillunum, en niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að rekja megi aukna áhættu á gáttatifi og heilablóðfalli til neyslu fiskolíu sem fæðubótarefnis. Erlent 23.5.2024 10:53
Nemandinn ákærður fyrir tilraun til manndráps Norskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps í ágúst í fyrra þegar hann réðst á Ingunni Björnsdóttur, kennara við Oslóarháskóla í Noregi. Karlmaðurinn viðurkennir að hafa veitt Ingunni og samkennara hennar áverka með hnífaárás en neitar að hafa ætlað að ráða þeim bana. Innlent 23.5.2024 10:42
Jón sendir valgreiðslukröfur í heimabanka stuðningsmanna sinna Forsetaframboð Jóns Gnarr hefur sent út valgreiðslukröfur í heimabanka stuðningsmanna en um er að ræða reikninga sem fólk getur valið að greiða eða greiða ekki. Innlent 23.5.2024 10:15
„Ef ekkert breytist þá erum við að fara á hausinn“ „Ef ekkert breytist þá erum við að fara á hausinn. Við erum með rosalega sterka einingu. Við skuldum lítið miðað við eignirnar, en við munum ekki lifa til desember,“ segir Dagmar Valsdóttir, Grindvíkingur og eigandi Grindavík Guesthouse. Innlent 23.5.2024 08:57
Kínverjar æfa innrás á Taívan Kínverjar iðka nú tveggja daga langa heræfingu í kringum Taívan og segja þeir æfinguna vera refsingu gagnvart eyjaskeggjum sem þeir saka um aðskilnaðarstefnu. Erlent 23.5.2024 07:53
Níu létust á framboðsfundi Að minnsta kosti níu eru látnir í Mexíkó og um fimmtíu slasaðir eftir að hluti sviðs hrundi í norðurhluta landsins í gærkvöldi. Erlent 23.5.2024 07:27
Fjölskyldur birta myndskeið af blóðugum gíslum Hamas-liða Fjölskyldur kvenna sem teknar voru fanga þegar Hamas-liðar réðust á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn hafa birt myndskeið af atburðarásinni sem sýnir konurnar blóðugar og óttaslegnar. Erlent 23.5.2024 07:27
Þykknar upp síðdegis og hvessir í nótt Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, fimm til tíu metrum á sekúndu en hvessa þegar líður á daginn. Veður 23.5.2024 07:14
Tveir handteknir í tveimur aðskildum málum vegna ofbeldis í heimahúsi Tveir voru handteknir í tveimur aðskildum málum í gærkvöldi eða nótt vegna ofbeldis í heimahúsi. Annar einstaklingurinn reyndist mjög ölvaður en hinn reyndi að slá til lögreglumanns. Innlent 23.5.2024 06:27
Annar umdeildur fáni hékk við annað hús dómara Síðasta sumar blakti annar umdeildur fáni fyrir utan sumarbústað hæstaréttardómarans Samuel Alito í New Jersey Í Bandaríkjunum. Fáninn hefur á undanförnum árum verið bendlaður við hreyfingu íhaldssamra Bandaríkjamanna sem vilja að hin kristna trú hafi stærra hlutverk þegar kemur að stjórnun ríkisins og við stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Erlent 22.5.2024 23:00
Niðurskurður skerðir þjónustu og ógnar öryggi Formaður Landssambands lögreglumanna segir frekar þörf á auknum fjárveitingum en niðurskurði. Niðurskurður muni koma niður á öryggi borgara þar sem forsvarsmenn lögreglunnar hafi þegar gripið til sparnaðar víða um land. Innlent 22.5.2024 22:31
Skipsbrak varpar ljósi á harmleik undan Vestfjörðum fyrir 72 árum Brak sem kom í troll íslensks togara í fyrra hefur núna leitt til þess að búið er að varpa ljósi á 72 ára gamlan harmleik, um örlög fimm norskra selveiðiskipa, sem hurfu sporlaust með 78 manns milli Íslands og Grænlands um páskana árið 1952. Innlent 22.5.2024 21:41