Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. september 2025 07:55 Kristín Benediktsdóttir er Umboðsmaður Alþingis. Umboðsmaður Alþingis hefur krafið Reykjavíkurborg um frekari svör varðandi fundargerð sem var tekin út af vef borgarinnar og síðan endurbirt, með breyttri umsögn skipulagsfulltrúa. Umboðsmaður óskaði upphaflega eftir upplýsingum eftir að greint var frá því að fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dagsett 15. maí síðastliðinn, þar sem meðal annars var fjallað um „græna gímaldið“ svokallaða, hefði verið tekin út af vef borgarinnar og síðan endurbirt. Í millitíðinni hefði umsögn skipulagsfulltrúa sem fylgdi fundargerðinni verið breytt. Fyrri umsögnin hefði verið dagsett 15. mars en sú síðari 15. maí. Lögmaður Reykjavíkurborgar svaraði erindi Umboðsmanns og sagði mannleg mistök hafa leitt til þess að drög voru birt í stað endanlegrar útgáfu. Umboðsmaður óskar nú frekari upplýsinga í þeim tilgangi að „varpa gleggra ljósi“ á atburðarásina og fer fram á að fá afrit af öllum gögnum og samskiptum starfsmanna Reykjavíkurborgar varðandi umsögn skipulagsfulltrúa og meðferð hennar. Tiltekur hún sérstaklega öll samskipti um vinnslu umsagnarinnar, öll samskipti um málið eftir afgreiðslufund skipulagsfulltrúa, öll fundargögn afgreiðslufundar um málið og öll samskipti starfsmanna borgarinnar um málið í aðdraganda fundarins. Þá óskar hún eftir því að borgin upplýsi „hvers vegna nafn viðkomandi starfsmanns fylgir þeirri umsögn sem upprunalega var birt en ekki þeirri sem síðar var birt“. „Að endingu er þess óskað að upplýst verði hvers vegna fundargerð afgrieðslufundar skipulagsfulltrúa ber þess engin merki að fylgiskjali með henni hafi verið skipt út,“ segir Umboðsmaður. „Í því efni er sérstaklega haft í huga að fundargerðartextinn sjálfur ber ekki með sér hvers efnis hin samþykkt umsögn er heldur aðeins að sú umsögn, sem lögð er með fundargerðinni sem fylgiskjal, hafi verið samþykkt.“ Reykjavíkurborg hefur til 29. september til að skila svörum. Umboðsmaður Alþingis Reykjavík Vöruskemma við Álfabakka Stjórnsýsla Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira
Umboðsmaður óskaði upphaflega eftir upplýsingum eftir að greint var frá því að fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dagsett 15. maí síðastliðinn, þar sem meðal annars var fjallað um „græna gímaldið“ svokallaða, hefði verið tekin út af vef borgarinnar og síðan endurbirt. Í millitíðinni hefði umsögn skipulagsfulltrúa sem fylgdi fundargerðinni verið breytt. Fyrri umsögnin hefði verið dagsett 15. mars en sú síðari 15. maí. Lögmaður Reykjavíkurborgar svaraði erindi Umboðsmanns og sagði mannleg mistök hafa leitt til þess að drög voru birt í stað endanlegrar útgáfu. Umboðsmaður óskar nú frekari upplýsinga í þeim tilgangi að „varpa gleggra ljósi“ á atburðarásina og fer fram á að fá afrit af öllum gögnum og samskiptum starfsmanna Reykjavíkurborgar varðandi umsögn skipulagsfulltrúa og meðferð hennar. Tiltekur hún sérstaklega öll samskipti um vinnslu umsagnarinnar, öll samskipti um málið eftir afgreiðslufund skipulagsfulltrúa, öll fundargögn afgreiðslufundar um málið og öll samskipti starfsmanna borgarinnar um málið í aðdraganda fundarins. Þá óskar hún eftir því að borgin upplýsi „hvers vegna nafn viðkomandi starfsmanns fylgir þeirri umsögn sem upprunalega var birt en ekki þeirri sem síðar var birt“. „Að endingu er þess óskað að upplýst verði hvers vegna fundargerð afgrieðslufundar skipulagsfulltrúa ber þess engin merki að fylgiskjali með henni hafi verið skipt út,“ segir Umboðsmaður. „Í því efni er sérstaklega haft í huga að fundargerðartextinn sjálfur ber ekki með sér hvers efnis hin samþykkt umsögn er heldur aðeins að sú umsögn, sem lögð er með fundargerðinni sem fylgiskjal, hafi verið samþykkt.“ Reykjavíkurborg hefur til 29. september til að skila svörum.
Umboðsmaður Alþingis Reykjavík Vöruskemma við Álfabakka Stjórnsýsla Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira