Fréttir

Nú­verandi staða ekki talin vera al­var­leg

Af nítján löxum sem veiddir voru í ám á Vestur- og Norðurlandi á síðustu dögum og sendir voru í erfðagreiningu, er staðfest að þrír eru úr sjókvíaeldi. Átta laxar eru ekki í greiningarferli og þar af sjö sem norskir kafarar söfnuðu.

Innlent

Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda

Kilmar Abrego Garcia, sem var ranglega sendur frá Bandaríkjunum í alræmt fangelsi í El Salvador fyrr á árinu, hefur verið handsamaður á nýjan leik og stendur nú frammi fyrir því að vera sendur til Úganda.

Erlent

Habeck hættir á þingi

Þýski þingmaðurinn Robert Habeck hefur tilkynnt að hann ætli að segja af sér þingmennsku. Habeck er þingmaður Græningja og var efnahags- og orkumálaráðherra í ríkisstjórn Olaf Scholz, auk þess að vera varakanslari á árunum 2021 til 2025.

Erlent

Vön því að hringja í full­orðna karl­menn á fölskum for­sendum

Tvítug kona mætti með grímu, derhúfu og sólgleraugu í Héraðsdóm Suðurlands í morgun og svaraði til saka. Hún er ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni sem leiddi til þess að karlmaður á sjötugsaldri með heilabilun lést af áverkum sínum eftir ofsafengið ofbeldi. Hún segist áður hafa aðstoðað í tálbeituaðgerðum með því að hringja í fullorðna karlmenn og þykjast vera stúlka undir lögaldri.

Innlent

Hótar að senda herinn til Baltimore

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótaði því um helgina að senda hermenn til borgarinnar Baltimore og er einnig unnið að því að senda hermenn mögulega til Chicago. Hann sagði borgina stjórnlaust glæpabæli en það var eftir að Wes Moore, ríkisstjóri Maryland, bauð honum í heimsókn til Baltimore og sagði þá geta gengið um götur borgarinnar og rætt saman.

Erlent

Til­gangurinn að ná í „easy money“

Lúkas Geir Ingvarsson, sakborningur í Gufunesmálinu, sagði aldrei hafa staðið til að yfirgefa Þorlákshöfn mánudagskvöldið 10. mars. Hann og Stefán Blackburn, annar sakborningur, hefðu ætlað að kúga fé út úr karlmanni sem hefði talið sig vera að ræða við stúlku undir lögaldri. Þá hefði honum ekki komið til hugar að hann gæti látið lífið þegar þeir skildu hann eftir örmagna og lurkum laminn á nærbuxum einum klæða við Gufunes.

Innlent

Jökul­hlaupið í rénun

Jökulhlaupið úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls er gengið yfir að mestu. Áin reis fyrir helgi rétt fyrir ofan Húsafell en vöxturinn var sagður mun hægari en í síðasta stóra hlaupi á svæðinu árið 2020. Áfram verður fylgst með svæðinu. 

Innlent

Í beinni frá héraðs­dómi, unglingadrykkja og áheitakóngur

Tveir sakborningar í Gufunesmálinu svokallaða játuðu að hafa frelsissvipt og rænt karlmann á sjötugsaldri við upphaf aðalmeðferðar í Gufunesmálinu svonefnda í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Við förum yfir málið í hádegisfréttum og verðum í beinni frá héraðsdómi þar sem fréttamaður okkar fylgist með aðalmeðferðinni.

Innlent

Hættir sem rit­stjóri Kveiks

Ingólfur Bjarni Sigfússon, ritstjóri Kveiks, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu sem ritstjóri fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV. Hann segir enga dramatík á bak við brotthvarf sitt. Hann sé einfaldlega orðinn þreyttur.

Innlent

Hættir hjá borgar­stjóra og að­stoðar nú ráð­herra

Samkomulag er á milli borgarstjóra og mennta- og barnamálaráðherra að Ágúst Ólafur Ágústsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, muni taka við nýju starfi hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu sem aðstoðarmaður Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra.

Innlent

El Mayo sagður ætla að játa sekt

Ismael Zambada, sem var um árabil einn valdamesti fíkniefnabarónn Mexíkó er talinn ætla að játa sekt í bandarískum alríkisdómstól í dag. Zambada, sem gengur undir nafninu „El Mayo“ og var háttsettur leiðtogi í Sinaloa-samtökunum svokölluðu en tvær vikur eru síðan alríkissaksóknarar sögðust ekki ætla að sækja eftir dauðadómi gegn Zambada.

Erlent

Meiri­hluti hefur á­hyggjur af laxa­stofninum nema í fjörðunum

Rúmur helmingur svarenda í skoðanakönnun segist hafa miklar áhyggjur á því að íslenski laxastofninn sé í hættu. Afgerandi munur er hins vegar á afstöðu eftir landhlutum. Íbúar á Vestfjörðum og Austurlandi þar sjóeldi á laxi er mest stundað hafa áberandi minnstar áhyggjur af stofninum.

Innlent

Tíunda skotið klikkaði

Bandaríska geimferðafyrirtækið SpaceX, sem er í eigu Elon Musk, stefndi að tíunda tilraunaflugi Starship geimfarsins í nótt.  Af henni varð ekki.

Erlent

Játa frelsisviptingu og rán en hafna mann­drápi

Tveir karlmenn sem ákærðir eru fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán í mars síðastliðnum játuðu frelssviptingu og rán við upphaf aðalmeðferðar í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Alls eru fimm ákærð og gætu átt yfir sér þunga dóma en lýsingar á ofbeldisverkum í ákæru eru hrottafengnar. Vísir mun fylgjast með því sem fram fer í dómssal.

Innlent

Met­að­sókn og söfnunarmet slegið

Metaðsókn var í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka sem fór fram á laugardaginn. Skráðir þátttakendur voru 17.786, sem eru rúmlega þrjú þúsund fleiri en á síðasta ári. Þegar þetta er ritað hafa safnast yfir 321 milljónir, og er það söfnunarmet. Enn er hægt að heita á hlaupara fram á miðnætti.

Innlent

Þýska vel­ferðar­ríkið standi ekki lengur undir sér

Friedrich Merz Þýskalandskanslari segir að velferðarkerfi Þýskalands sé ekki fjárhagslega sjálfbært lengur. Á fundi Kristilegra demókrata á laugardaginn sagði hann að árangur ríkisstjórnarinnar hvað ríkisfjármálin varðar hafi ekki verið nógu góður hingað til, og kallaði eftir auknu aðhaldi í rekstri ríkisins og hertri útlendingalöggjöf.

Erlent

Skiptar skoðanir um stækkun Þjóð­leik­hússins

Skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri stækkun Þjóðleikhússins. Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir áformin skjóta skökku við í ljósi fyrirheita um aðhald í ríkissrekstri en listamaður segir að stækkunin komi til með að borga sig.

Innlent