Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. desember 2019 09:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. Mynd/Vísir Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einni jólaföndurafurð á dag með lesendum Vísis, alveg fram að jólum. Í dag 2. desember sýnir hún hvernig á að gera jólaniðurtalningarskrautmun sem aðstoðar börnin við að skilja hversu margir dagar eru til jóla. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirVið vitum öll að tími mömmunnar er dýrmætari en gull, og þá sérstaklega í desember þegar mínúturnar í sólahringnum virðast ennþá færri en venjulega. Ég veit að það tekur ekki langan tíma að svara spurningunni „hvað eru margir dagar til jóla?“ en af hverju að gera það þegar maður getur sloppið við það?Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg keypti þessa plötu, og það fyrsta sem ég gerði var að mála hana rauða, jólasveinarauða. Svo tók ég eina af þessum frábæru glasamottum og málaði bakhliðina á henni svarta með krítarmálningu, ég elska krítarmálningu, þið getið ekki trúað því hvað þessi eina dós hefur dugað mér í mörg verkefni.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók svo fjórar íspinnaspýtur, málaði þær gylltar og klippti þær niður þannig að þær mynduðu ramma utan um glasamottuna. Svo límdi ég rammann niður með trélími og voila, beltissylgja.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg notaði krítarmálninguna til að mála rönd sem var jafn breið og beltissylgjan þvert yfir fjölina, til að jólasveinninn fengi belti. Ég er viss um að Stúfur og allir bræður hans eigi mjög sætar brækur, en mig langar ekkert til að sjá þær. Ég fór svo í tölvuna og prentaði út „Það eru dagar til jóla“ og notaði uppáhalds aðferðina mína til að færa textann yfir á sveinka. Þið vitið hvaða aðferð, krassað með blýanti á rönguna á blaðinu, blaðinu snúið við, fest með málningarlímbandi á fjölina og farið yfir útlínur textans með blýantinum.Sjá einnig: Að færa texta yfir á við Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo þegar þú lyftir blaðinu upp þá ættir þú að sjá útlínur textans, kannski ekki mjög augljóst en nóg til að þú getur farið yfir þetta með sérstökum hvítum málningarpenna, svokölluðum paintmarker, dýrka þá. Þegar textinn var kominn þá vildi ég að þetta myndi líta út eins og nokkrar fjalir festar saman þannig að ég tók þunnan svartan paintmarker, stóra reglustiku og útbjó línur lárétt yfir allt spjaldið.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo tók ég svarta málningu og þurrburstaði yfir línurnar, þetta gerði ég til að þetta líti út fyrir að vera eldra en það er, á ensku er þetta kallað „distress.“ Það síðasta sem þú gerir er að festa beltissylgjuna á miðjuna á beltið með trélími. Ég sagði hérna fyrir ofan að ég elskaði paintmarker pennana mína, ég elska líka krítarpennana, og þú getur notað þá til að skrifa á beltissylgjuna hvað það eru margir dagar til jóla.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirOg þá var þetta komið. Ef þú vilt þá getur þú fest eitthvað til að hengja þetta upp á bakhliðinni, en það besta er að núna þarf upptekna mamman aldrei að svara hvað það eru margir dagar til jóla. Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einni jólaföndurafurð á dag með lesendum Vísis, alveg fram að jólum. Í dag 2. desember sýnir hún hvernig á að gera jólaniðurtalningarskrautmun sem aðstoðar börnin við að skilja hversu margir dagar eru til jóla. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirVið vitum öll að tími mömmunnar er dýrmætari en gull, og þá sérstaklega í desember þegar mínúturnar í sólahringnum virðast ennþá færri en venjulega. Ég veit að það tekur ekki langan tíma að svara spurningunni „hvað eru margir dagar til jóla?“ en af hverju að gera það þegar maður getur sloppið við það?Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg keypti þessa plötu, og það fyrsta sem ég gerði var að mála hana rauða, jólasveinarauða. Svo tók ég eina af þessum frábæru glasamottum og málaði bakhliðina á henni svarta með krítarmálningu, ég elska krítarmálningu, þið getið ekki trúað því hvað þessi eina dós hefur dugað mér í mörg verkefni.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók svo fjórar íspinnaspýtur, málaði þær gylltar og klippti þær niður þannig að þær mynduðu ramma utan um glasamottuna. Svo límdi ég rammann niður með trélími og voila, beltissylgja.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg notaði krítarmálninguna til að mála rönd sem var jafn breið og beltissylgjan þvert yfir fjölina, til að jólasveinninn fengi belti. Ég er viss um að Stúfur og allir bræður hans eigi mjög sætar brækur, en mig langar ekkert til að sjá þær. Ég fór svo í tölvuna og prentaði út „Það eru dagar til jóla“ og notaði uppáhalds aðferðina mína til að færa textann yfir á sveinka. Þið vitið hvaða aðferð, krassað með blýanti á rönguna á blaðinu, blaðinu snúið við, fest með málningarlímbandi á fjölina og farið yfir útlínur textans með blýantinum.Sjá einnig: Að færa texta yfir á við Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo þegar þú lyftir blaðinu upp þá ættir þú að sjá útlínur textans, kannski ekki mjög augljóst en nóg til að þú getur farið yfir þetta með sérstökum hvítum málningarpenna, svokölluðum paintmarker, dýrka þá. Þegar textinn var kominn þá vildi ég að þetta myndi líta út eins og nokkrar fjalir festar saman þannig að ég tók þunnan svartan paintmarker, stóra reglustiku og útbjó línur lárétt yfir allt spjaldið.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo tók ég svarta málningu og þurrburstaði yfir línurnar, þetta gerði ég til að þetta líti út fyrir að vera eldra en það er, á ensku er þetta kallað „distress.“ Það síðasta sem þú gerir er að festa beltissylgjuna á miðjuna á beltið með trélími. Ég sagði hérna fyrir ofan að ég elskaði paintmarker pennana mína, ég elska líka krítarpennana, og þú getur notað þá til að skrifa á beltissylgjuna hvað það eru margir dagar til jóla.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirOg þá var þetta komið. Ef þú vilt þá getur þú fest eitthvað til að hengja þetta upp á bakhliðinni, en það besta er að núna þarf upptekna mamman aldrei að svara hvað það eru margir dagar til jóla.
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00