Axel Stefánsson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem þjálfari kvennalandsliðs Íslands í handbolta en þetta er tilkynnt á Facebook-síðu HSÍ í kvöld.
Axel hefur verið þjálfari kvennalandsliðsins undanfarin þrjú ár en í tilkynningu HSÍ segir að mikil ánægja hafi verið með störf Axels sem landsliðsþjálfara.
Hann hafi ákveðið sjálfur að endurnýja ekki samning sinn við HSÍ sem rennur út nú í sumar og leitar því HSÍ að nýjum landsliðsþjálfara.
„Eftir þrjú ár í starfi landsliðsþjálfara telur Axel að það sé tími til að fá nýja áskorun á sínum ferli. Axel vill koma fram þökkum til allra sem starfað hafa með sér á þessum tíma hjá HSÍ og óskar landsliðinu velfarnaðar,“ segir í tilkynningu HSÍ.
Áður en Axel tók við kvennalandsliðinu starfaði hann í Noregi.
Axel hættir með kvennalandsliðið
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun
Enski boltinn





Gunnar tekur aftur við Haukum
Handbolti

Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu
Enski boltinn