„Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2025 10:02 Kristinn Óskarsson dómari reynir að silla til friðar á milli Grindvíkingsins Jordan Semple og Stjörnumannsins Giannis Agravanis. Grindvíkingurinn Jordan Semple var sendur snemma í sturtu í stórleik Stjörnunnar og Grindavíkur í Bónusdeild karla í körfubolta í gær. Bónus Körfuboltakvöld fór yfir ástæðuna fyrir því að Semple var rekinn út úr húsi af dómurum leiksins. Semple var búinn að spila vel í upphafi leiks enda kominn með fjórtán stig á fyrstu þrettán mínútum leiksins. „Semple var frábær í þessum körfuboltaleik þegar hann var inni á vellinum og hann var að stefna í að eiga einhvern algjöran tröllaleik,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Svo sprakk allt í andlitið á honum í öðrum leikhluta. Voru einstaklega vanstilltir fyrir þennan leik „Þetta er óvanalegt. Ég hef ekki séð hann svona mikið missa marks tilfinningalega séð. Þeir voru nokkrir þarna í Grindavík sem voru bara alveg einstaklega vanstilltir fyrir þennan leik,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Klippa: Körfuboltakvöld um brottrekstur Jordan Semple út úr húsi Semple fékk fyrst tæknivillu fyrir tuð eftir að Stjörnumaðurinn Giannis Agravanis lét hann finna fyrir því. Það liðu síðan aðeins átján sekúndur af leiktímanum þar til að Semple krækti sér í aðra tæknivillu og var í beinu framhaldinu rekinn út úr húsi. „Hann biður um að láta reka sig út,“ sagði Stefán Árni. Óheyrilega heimskulegt „Þetta er alveg óheyrilega heimskulegt. Í hinni tæknivillunni þá hefði dómarinn mögulega getað sagt honum bara aðeins að róa sig. Hann er leikreyndur leikmaður en bara biður um að láta fleygja sér út. Dómarinn getur ekkert annað gert en að dæma á þetta. Hann gefur dómurunum ekki tækifæri á að gera neitt annað,“ sagði Ómar. „Ég myndi bróka hann inn í klefa,“ sagði Stefán. Mikið í því að láta vorkenna sér „Þetta er bara mikil vanstilling, en þeir eiga það til að missa hausinn. Kane missir mjög oft hausinn og það er svo sem ekkert óeðlilegt að einhverjir aðrir svona eigi það til að missa hausinn líka,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Þeir voru aðeins of mikið í því að láta vorkenna sér,“ sagði Sævar. Það má horfa á umfjöllunina um tæknivilluna og brottreksturinn hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Semple var búinn að spila vel í upphafi leiks enda kominn með fjórtán stig á fyrstu þrettán mínútum leiksins. „Semple var frábær í þessum körfuboltaleik þegar hann var inni á vellinum og hann var að stefna í að eiga einhvern algjöran tröllaleik,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Svo sprakk allt í andlitið á honum í öðrum leikhluta. Voru einstaklega vanstilltir fyrir þennan leik „Þetta er óvanalegt. Ég hef ekki séð hann svona mikið missa marks tilfinningalega séð. Þeir voru nokkrir þarna í Grindavík sem voru bara alveg einstaklega vanstilltir fyrir þennan leik,“ sagði Ómar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Klippa: Körfuboltakvöld um brottrekstur Jordan Semple út úr húsi Semple fékk fyrst tæknivillu fyrir tuð eftir að Stjörnumaðurinn Giannis Agravanis lét hann finna fyrir því. Það liðu síðan aðeins átján sekúndur af leiktímanum þar til að Semple krækti sér í aðra tæknivillu og var í beinu framhaldinu rekinn út úr húsi. „Hann biður um að láta reka sig út,“ sagði Stefán Árni. Óheyrilega heimskulegt „Þetta er alveg óheyrilega heimskulegt. Í hinni tæknivillunni þá hefði dómarinn mögulega getað sagt honum bara aðeins að róa sig. Hann er leikreyndur leikmaður en bara biður um að láta fleygja sér út. Dómarinn getur ekkert annað gert en að dæma á þetta. Hann gefur dómurunum ekki tækifæri á að gera neitt annað,“ sagði Ómar. „Ég myndi bróka hann inn í klefa,“ sagði Stefán. Mikið í því að láta vorkenna sér „Þetta er bara mikil vanstilling, en þeir eiga það til að missa hausinn. Kane missir mjög oft hausinn og það er svo sem ekkert óeðlilegt að einhverjir aðrir svona eigi það til að missa hausinn líka,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Þeir voru aðeins of mikið í því að láta vorkenna sér,“ sagði Sævar. Það má horfa á umfjöllunina um tæknivilluna og brottreksturinn hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld UMF Grindavík Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum