Viðskipti innlent

Alþjóðlegir verslunardagar festa sig í sessi

Sighvatur Jónsson skrifar
Alþjóðlegir verslunardagar virðast vera að festa sig í sessi á Íslandi. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir þetta hluta af alþjóðlegri þróun.

Það sé til hagsbóta fyrir neytendur að dreifa verslun fyrir jólin yfir lengra tímabil en áður.

Svartur föstudagur og stafrænn mánudagur

Dagur einhleypra var 11. nóvember síðastliðinn. Föstudagurinn 23. nóvember er hinn svokallaði „svarti fössari“. Tilboð eru sums staðar í gildi í tengslum við svartan föstudag frá mánudeginum 19. nóvember.

Mánudaginn 26. nóvember er hinn svokallaði „stafræni mánudagur“ þar sem tilboð eru eingöngu í boði í netverslunum.

Lét pabba vita af jólagjöf á tilboði

Fréttastofa spjallaði við fólk í verslunarleiðangri. Meðal viðmælenda var ung kona sem sagðist vera farin að huga að jólainnkaupum í tengslum við „svartan fössara“.

„Ég hringdi í pabba minn áðan og bað hann um að kaupa handa mér heyrnartól því þau væru á afslætti núna, svo hann gæti gefið mér í jólagjöf.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×