Alríkislögreglan grípur til varna Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2018 12:00 Christopher Wray, yfirmaður FBI. Vísir/Getty Forsvarsmenn og starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, hafa gripið til varna gegn aðgerðum Donald Trump, forseta, og bandamanna hans í fjölmiðlum og á þingi til að grafa undan trúverðugleika stofnunarinnar og Dómsmálaráðuneytisins í því skyni að verja forsetann gegn Rússarannsókninni svokölluðu. FBI sendi út yfirlýsingu í gær þar sem umdeilt minnisblað þingmanna Repúblikanaflokksins var gagnrýnt og væntanleg opinber birting þess fordæmd á þeim grundvelli að það gefi ekki rétta mynd af stöðu mála. Svo virðist sem að deilur Trump-liða við stjórnendur FBI og aðila innan ráðuneytisins, sem að hafa hingað til að mestu farið fram á bak við luktar dyr séu nú komnar í dagsljósið. Christopher Wray, yfirmaður FBI sem skipaður var af Trump, eftir að hann rak James Comey úr starfi, hafði varað Hvíta húsið við því að birta minnisblaðið á fundi í Hvíta húsinu. Nú hefur hann hins vegar einnig gert það opinberlega.Sjá einnig: Aðgerðum Repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Trump hefur á undanförnum mánuðum gengið hart fram gegn Dómsmálaráðuneytinu og FBI og gagnrýnt báðar stofnanir, sem og eigin dómsmálaráðherra, harðlega. Wray hefur þó sloppið við alla gagnrýni, en það gæti breyst í kjölfar yfirlýsingar FBI. Fyrrverandi starfsmenn FBI segja Politco að yfirlýsing stofnunarinnar sé viðvörunarskot til Trump og bandamanna hans sem hafa gagnrýnt FBI hvað harðast. Fregnir hafa borist af spennu á milli Trump og Wray eftir að Trump fór fram á að Wray myndi reka næstráðanda sinn, Andrew McCabe, aðstoðarforstjóra FBI. Wray mun hafa neitað og hótað að segja af sér. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Donald Trump vilji víkja Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem heldur utan um Rússarannsóknina svokölluðu og skipaði Robert Mueller, sérstakan saksóknara, í embætti, úr starfi sínu.Áðurnefnt minnisblað var skrifað af starfsmönnum Devin Nunes, formanni þingnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál. Þar eru Alríkislögreglan og Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna harðlega gagnrýnd og því er haldið fram að FBI hafi beitt ólöglegum aðferðum til að öðlast hlerunarheimildir gagnvart starfsmönnum framboðs Trump. Trump hefur fimm daga, frá því að þingnefndin samþykkir að opinbera blaðið, til þess að taka ákvörðun. Þingnefndin kaus um að opinbera blaðið á mánudaginn. Sjálfur heyrðist Donald Trump segja á þriðjudagskvöldið að hann væri „hundrað prósent“ tilbúinn til að samþykkja birtingu minnisblaðsins umdeilda. Sérfræðingar ytra búast jafnvel við því að minnisblaðið verði opinberað í dag.Segja gögn sérvalin Demókratar hafa einnig mótmælt birtingunni harðlega. Þeir segja að minnisblaðið dragi upp ákaflega misvísandi mynd af hvernig FBI og dómsmálaráðuneytið hafa hagað störfum sínum í tengslum við rannsóknina. Þannig sérvelji Nunes gögn til að styðja kenningu sína um hlutdrægni FBI en líti fram hjá öðrum gögnum sem rannsóknin hefur byggt á. Þrátt fyrir ákall Repúblikana um að minnisblaði verði opinberað virðast þingmenn flokksins í njósnanefndinni ekki tilbúnir til að standa með því sem þar er haldið fram. Blaðamenn Lawfare hringdu á dögunum í þá alla og einungis tveir af tólf sögðust tilbúnir að standa með minnisblaðinu.Sjá einnig: Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgarAdam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins og varaformaður njósnanefndarinnar, heldur því fram að minnisblaðinu hafi verið breytt, eftir að Repúblikanar í nefndinni greiddu atkvæði um að opinbera það og áður en það var sent til Hvíta hússins. Því hafi núverandi útgáfa minnisblaðsins ekki verið samþykkt til opinberunar. Hann fer fram á að þingnefndin kjósi aftur um að opinbera minnisblaðið á fundi á mánudaginn.BREAKING: Discovered late tonight that Chairman Nunes made material changes to the memo he sent to White House – changes not approved by the Committee. White House therefore reviewing a document the Committee has not approved for release. pic.twitter.com/llhQK9L7l6 — Adam Schiff (@RepAdamSchiff) February 1, 2018 Talsmaður meirihlutans í nefndinni gefur lítið fyrir athugasemd Schiff og segir smávægilegar breytingar hafa verið gerðar til að laga málfræðivillur og tvö atriði sem forsvarsmenn FBI og minnihluti nefndarinnar hafi bent á. Sérfræðingar sem Washington Post ræddi við segja að það gæti reynst forsvarsmönnum FBI erfitt að svara minnisblaðinu og mögulegum rangfærslum þar. Gagnrýni gegn blaðinu hefur að miklu leyti snúið að því að sleppt sé að minnast á mikilvægar upplýsingar. Því gæti það reynst FBI erfitt að svara fyrir sig þar sem upplýsingarnar sem um ræðir eru leynilegar. Eftir að Wray fékk að skoða minnisblaðið á sunnudaginn fór hann fram á við njósnanefndina að mæta á fund hennar og útskýra fyrir þingmönnunum af hverju hann vildi ekki að það yrði gert opinbert. Þeirri beiðni var hins vegar hafnað af meirihluta nefndarinnar. Þar að auki neitaði meirihluti nefndarinnar að opinbera einnig minnisblað sem Demókratar í nefndinni skrifuðu sem svar við minnisblaði Repúblikana. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Næstráðandi FBI hættir óvænt Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, tilkynnti starfsmönnum í dag að hann mundi láta af störfum í dag. 29. janúar 2018 19:01 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Forsvarsmenn og starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, hafa gripið til varna gegn aðgerðum Donald Trump, forseta, og bandamanna hans í fjölmiðlum og á þingi til að grafa undan trúverðugleika stofnunarinnar og Dómsmálaráðuneytisins í því skyni að verja forsetann gegn Rússarannsókninni svokölluðu. FBI sendi út yfirlýsingu í gær þar sem umdeilt minnisblað þingmanna Repúblikanaflokksins var gagnrýnt og væntanleg opinber birting þess fordæmd á þeim grundvelli að það gefi ekki rétta mynd af stöðu mála. Svo virðist sem að deilur Trump-liða við stjórnendur FBI og aðila innan ráðuneytisins, sem að hafa hingað til að mestu farið fram á bak við luktar dyr séu nú komnar í dagsljósið. Christopher Wray, yfirmaður FBI sem skipaður var af Trump, eftir að hann rak James Comey úr starfi, hafði varað Hvíta húsið við því að birta minnisblaðið á fundi í Hvíta húsinu. Nú hefur hann hins vegar einnig gert það opinberlega.Sjá einnig: Aðgerðum Repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Trump hefur á undanförnum mánuðum gengið hart fram gegn Dómsmálaráðuneytinu og FBI og gagnrýnt báðar stofnanir, sem og eigin dómsmálaráðherra, harðlega. Wray hefur þó sloppið við alla gagnrýni, en það gæti breyst í kjölfar yfirlýsingar FBI. Fyrrverandi starfsmenn FBI segja Politco að yfirlýsing stofnunarinnar sé viðvörunarskot til Trump og bandamanna hans sem hafa gagnrýnt FBI hvað harðast. Fregnir hafa borist af spennu á milli Trump og Wray eftir að Trump fór fram á að Wray myndi reka næstráðanda sinn, Andrew McCabe, aðstoðarforstjóra FBI. Wray mun hafa neitað og hótað að segja af sér. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Donald Trump vilji víkja Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem heldur utan um Rússarannsóknina svokölluðu og skipaði Robert Mueller, sérstakan saksóknara, í embætti, úr starfi sínu.Áðurnefnt minnisblað var skrifað af starfsmönnum Devin Nunes, formanni þingnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál. Þar eru Alríkislögreglan og Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna harðlega gagnrýnd og því er haldið fram að FBI hafi beitt ólöglegum aðferðum til að öðlast hlerunarheimildir gagnvart starfsmönnum framboðs Trump. Trump hefur fimm daga, frá því að þingnefndin samþykkir að opinbera blaðið, til þess að taka ákvörðun. Þingnefndin kaus um að opinbera blaðið á mánudaginn. Sjálfur heyrðist Donald Trump segja á þriðjudagskvöldið að hann væri „hundrað prósent“ tilbúinn til að samþykkja birtingu minnisblaðsins umdeilda. Sérfræðingar ytra búast jafnvel við því að minnisblaðið verði opinberað í dag.Segja gögn sérvalin Demókratar hafa einnig mótmælt birtingunni harðlega. Þeir segja að minnisblaðið dragi upp ákaflega misvísandi mynd af hvernig FBI og dómsmálaráðuneytið hafa hagað störfum sínum í tengslum við rannsóknina. Þannig sérvelji Nunes gögn til að styðja kenningu sína um hlutdrægni FBI en líti fram hjá öðrum gögnum sem rannsóknin hefur byggt á. Þrátt fyrir ákall Repúblikana um að minnisblaði verði opinberað virðast þingmenn flokksins í njósnanefndinni ekki tilbúnir til að standa með því sem þar er haldið fram. Blaðamenn Lawfare hringdu á dögunum í þá alla og einungis tveir af tólf sögðust tilbúnir að standa með minnisblaðinu.Sjá einnig: Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgarAdam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins og varaformaður njósnanefndarinnar, heldur því fram að minnisblaðinu hafi verið breytt, eftir að Repúblikanar í nefndinni greiddu atkvæði um að opinbera það og áður en það var sent til Hvíta hússins. Því hafi núverandi útgáfa minnisblaðsins ekki verið samþykkt til opinberunar. Hann fer fram á að þingnefndin kjósi aftur um að opinbera minnisblaðið á fundi á mánudaginn.BREAKING: Discovered late tonight that Chairman Nunes made material changes to the memo he sent to White House – changes not approved by the Committee. White House therefore reviewing a document the Committee has not approved for release. pic.twitter.com/llhQK9L7l6 — Adam Schiff (@RepAdamSchiff) February 1, 2018 Talsmaður meirihlutans í nefndinni gefur lítið fyrir athugasemd Schiff og segir smávægilegar breytingar hafa verið gerðar til að laga málfræðivillur og tvö atriði sem forsvarsmenn FBI og minnihluti nefndarinnar hafi bent á. Sérfræðingar sem Washington Post ræddi við segja að það gæti reynst forsvarsmönnum FBI erfitt að svara minnisblaðinu og mögulegum rangfærslum þar. Gagnrýni gegn blaðinu hefur að miklu leyti snúið að því að sleppt sé að minnast á mikilvægar upplýsingar. Því gæti það reynst FBI erfitt að svara fyrir sig þar sem upplýsingarnar sem um ræðir eru leynilegar. Eftir að Wray fékk að skoða minnisblaðið á sunnudaginn fór hann fram á við njósnanefndina að mæta á fund hennar og útskýra fyrir þingmönnunum af hverju hann vildi ekki að það yrði gert opinbert. Þeirri beiðni var hins vegar hafnað af meirihluta nefndarinnar. Þar að auki neitaði meirihluti nefndarinnar að opinbera einnig minnisblað sem Demókratar í nefndinni skrifuðu sem svar við minnisblaði Repúblikana.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Næstráðandi FBI hættir óvænt Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, tilkynnti starfsmönnum í dag að hann mundi láta af störfum í dag. 29. janúar 2018 19:01 Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Næstráðandi FBI hættir óvænt Andrew McCabe, aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, tilkynnti starfsmönnum í dag að hann mundi láta af störfum í dag. 29. janúar 2018 19:01
Rannsókn Mueller nálgast Bandaríkjaforseta sjálfan Forstöðumenn leyniþjónustu og dómsmála í Bandaríkjunum hafa undanfarið svarað spurningum rannsakenda um samskipti sín við Trump forseta. 24. janúar 2018 20:00