KR er komið áfram í 16-liða úrslit Borgunarbikars karla eftir 1-4 sigur á Leikni F. fyrir austan í kvöld.
Kennie Chopart og Tobias Thomsen skoruðu tvö mörk hvor fyrir KR sem var miklu sterkari aðilinn í leiknum.
Leikurinn var 11 mínútna gamall þegar Chopart kom KR yfir eftir sendingu frá landa sínum, Morten Beck.
Thomsen bætti öðru marki við á 36. mínútu eftir mistök hjá Robert Winogrodzki í marki Leiknis. Thomsen skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark KR á 48. mínútu eftir sendingu frá Beck.
Chopart skoraði svo fjórða markið á 77. mínútu. Jesus Guerrero Suarez lagaði stöðuna fyrir Leikni þegar hann skallaði hornspyrnu Kristins Justiniano Snjólfssonar í netið mínútu fyrir leikslok. Lokatölur 1-4, KR í vil.
Michael Præst kom inn á sem varamaður á 68. mínútu og lék sinn fyrsta leik fyrir KR á tímabilinu. Atli Sigurjónsson, sem er nýkominn aftur til KR, lék síðustu 10 mínúturnar.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Dönsku KR-ingarnir sáu um Leiknismenn

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - ÍA 2-1 | Annar 2-1 sigur KR í röð | Sjáðu mörkin
KR vann sinn annan sigur í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið bar sigurorð af ÍA, 2-1, á Alvogen-vellinum í dag.

Atli aftur í Vesturbæinn
Atli Sigurjónsson er genginn í raðir KR á nýjan leik.