Um hvaða ríki liggur leið Trump í Hvíta húsið? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2016 14:00 Myndin er samsett. Vísir/Getty Allra augu beinast að Bandaríkjunum nú þegar lokaspretturinn í forsetakosningum þar í landi er hafinn. Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, hefur sótt í sig veðrið á undanförnum vikum og eftir að hafa verið nánast úrskurðaður úr leik eftir hvert hneykslið á fætur öðru hafa sigurlíkur hans aukist. Hann reynir nú hvað hann getur til að vinna sigur í Flórída-ríki sem að mörgu leyti er lykillinn að leið hans í Hvíta húsið. Þrátt fyrir að vera enn sigurstranglegust samkvæmt sérstöku reiknilíkani FiveThirtyEight hafa sigurlíkur Clinton hrunið frá því að FBI gaf út að það væri að rannsaka nýja tölvupósta frá tíð hennar sem utanríkisráðherra. Nú rúmlega einum degi áður en að kosningarnar fara fram segir FiveThirtyEight að sigurlíkur Clinton séu 64 prósent gegn 36 prósentum Donald Trump, um 20 prósentustiga sveifla á tveimur vikum.Sigurlíkur samkvæmt reiknilíkandi FiveThirtyEight.Tryggja þarf sér stuðning 270 kjörmanna til þess að sigra í kosningunum og í sömu spá FiveThirtyEight og er vitnað í hér að ofan er reiknað með að Clinton muni hljóta 289 kjörmenn. Þrátt fyrir þetta má velta því fyrir sér hvað þurfi að gerast til þess að Trump takist að komast yfir Clinton og gegna því embætti sem gjarnan er talið vera það valdamesta í heiminum. Leiðin er grýtt en þó ekki ófær.Án Flórída er nær ómögulegt að Trump geti sigraðFastlega má reikna með að Trump muni að minnsta kosti fá um 180 kjörmenn frá ríkjum á borð við Texas, Montana, Alaska, Alabama, Indiana og átján öðrum ríkjum sem sjá má á kortinu hér fyrir neðan. Í öllum þessum ríkjum eru yfirgnæfandi líkur á sigri Trump. Fyrir utan þessi ríki þarf Trump án vafa að næla í sex kjörmenn Iowa, átján kjörmenn Ohio og ellefu kjörmenn Arizona. Skoðanakannanir benda til þess að þessi ríki hallist að Trump en Iowa og Ohio eru svokölluð „Swing-states“ þar sem stuðningur kjósenda sveiflast á milli forsetakosninga.Sjá einnig: Hitti skömmustulega Bandaríkjamenn í DC tveimur dögum fyrir kosningarTakist Trump að næla sér í sigur í þessum ríkjum er talan kominn upp í 215 kjörmenn, enn talsvert fjarri þeim 270 sem þarf til. Þar kemur Flórída til sögunnar. Þar eru 29 kjörmenn undir sem gerir ríkið það mikilvægasta af sveifluríkjum kosninganna í ár. Þar er staðan hins vegar nánast hnífjöfn samkvæmt áðurnefndu reiknilíkani FiveThirtyEight sem metur sigurlíkurnar 46-53 prósent Trump í vil.Dökkrauð tákna þau ríki sem Trump er nær öruggur með, Dökkblá þau sem Clinton er nær örugg með.Sigri Trump Flórída er það þó ekki nóg enda væri hann þá aðeins búinn að tryggja sér 244 kjörmenn miðað við þá leið sem hér er tíunduð. Hinir 29 kjörmenn Flórída eru þó svo mikilvægir að takist Trump ekki að sigra í Flórída þyrfti hann líklega einnig að sigra í sveifluríkjum sem Clinton er nær örugg um að sigra í á borð við Pennsylvaníu, Colorado og New Hampshire. Leiðin er þó langt í frá greið fyrir Trump takist honum að sigra í Florída, hann þarf einnig að vinna annað sveifluríki, Norður-Karólínu, þar sem afar mjótt er á milli Trump og Clinton, líkt og í Flóría. Þar leynast 15 kjörmenn og Trump því kominn með 259 kjörmenn.Sjá einnig: FBI dregið inn í hringiðu stjórnmálaÞaðan þarf Trump að finna sér ellefu kjörmenn í viðbót sem verður afar erfitt fyrir hann. Hann þarf án vafa að tryggja sér sigur í 1-2 af þeim sveifluríkjum sem nú eru talin örugg í höndum Clinton. Þessi ríki eru Michigan, Wisconsin, Virginía, Colorado, Pennsylvanía og New Hampshire. Svo örugg er Clinton um sigur í þessum ríkjum að þau eru nefnd eldveggur hennar. Nafnið kemur til vegna þess að hún þarf í raun ekki að sigra í öðrum sveifuríkjum tryggi hún sér sigur í þessum sex ríkjum. Helstu möguleikar Trump á þessum ellefu kjörmönnum eru taldir liggja í Michigan þar sem kannanir sýna að Trump hefur sótt vel á. Sextán kjörmenn eru þar í boði sem myndi koma Trump í 275 kjörmenn gangi það eftir sem hér hefur verið útlistað. Leið Trump að sigri lítur því nokkurn veginn svona út fyrir utan þau ríki sem hallast nær örugglega að Trump: Ohio, Iowa, Arizona, Flórída, Norður-Karólína og Michigan. Ljóst er þó að á brattann er að sækja fyrir Trump fyrir kosningarnar sem fara fram aðfaranótt miðvikudags að íslenskum tíma. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45 FBI dregið inn í hringiðu stjórnmála Stofnunin sem hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála í Bandaríkjunum hefur valdið miklum usla. 7. nóvember 2016 12:00 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03 Hitti skömmustulega Bandaríkjamenn í DC tveimur dögum fyrir kosningar Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, er stödd í Washington DC ásamt Sigurjóni Ólafssyni tökumanni en Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á morgun. 7. nóvember 2016 09:52 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fleiri fréttir 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Sjá meira
Allra augu beinast að Bandaríkjunum nú þegar lokaspretturinn í forsetakosningum þar í landi er hafinn. Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, hefur sótt í sig veðrið á undanförnum vikum og eftir að hafa verið nánast úrskurðaður úr leik eftir hvert hneykslið á fætur öðru hafa sigurlíkur hans aukist. Hann reynir nú hvað hann getur til að vinna sigur í Flórída-ríki sem að mörgu leyti er lykillinn að leið hans í Hvíta húsið. Þrátt fyrir að vera enn sigurstranglegust samkvæmt sérstöku reiknilíkani FiveThirtyEight hafa sigurlíkur Clinton hrunið frá því að FBI gaf út að það væri að rannsaka nýja tölvupósta frá tíð hennar sem utanríkisráðherra. Nú rúmlega einum degi áður en að kosningarnar fara fram segir FiveThirtyEight að sigurlíkur Clinton séu 64 prósent gegn 36 prósentum Donald Trump, um 20 prósentustiga sveifla á tveimur vikum.Sigurlíkur samkvæmt reiknilíkandi FiveThirtyEight.Tryggja þarf sér stuðning 270 kjörmanna til þess að sigra í kosningunum og í sömu spá FiveThirtyEight og er vitnað í hér að ofan er reiknað með að Clinton muni hljóta 289 kjörmenn. Þrátt fyrir þetta má velta því fyrir sér hvað þurfi að gerast til þess að Trump takist að komast yfir Clinton og gegna því embætti sem gjarnan er talið vera það valdamesta í heiminum. Leiðin er grýtt en þó ekki ófær.Án Flórída er nær ómögulegt að Trump geti sigraðFastlega má reikna með að Trump muni að minnsta kosti fá um 180 kjörmenn frá ríkjum á borð við Texas, Montana, Alaska, Alabama, Indiana og átján öðrum ríkjum sem sjá má á kortinu hér fyrir neðan. Í öllum þessum ríkjum eru yfirgnæfandi líkur á sigri Trump. Fyrir utan þessi ríki þarf Trump án vafa að næla í sex kjörmenn Iowa, átján kjörmenn Ohio og ellefu kjörmenn Arizona. Skoðanakannanir benda til þess að þessi ríki hallist að Trump en Iowa og Ohio eru svokölluð „Swing-states“ þar sem stuðningur kjósenda sveiflast á milli forsetakosninga.Sjá einnig: Hitti skömmustulega Bandaríkjamenn í DC tveimur dögum fyrir kosningarTakist Trump að næla sér í sigur í þessum ríkjum er talan kominn upp í 215 kjörmenn, enn talsvert fjarri þeim 270 sem þarf til. Þar kemur Flórída til sögunnar. Þar eru 29 kjörmenn undir sem gerir ríkið það mikilvægasta af sveifluríkjum kosninganna í ár. Þar er staðan hins vegar nánast hnífjöfn samkvæmt áðurnefndu reiknilíkani FiveThirtyEight sem metur sigurlíkurnar 46-53 prósent Trump í vil.Dökkrauð tákna þau ríki sem Trump er nær öruggur með, Dökkblá þau sem Clinton er nær örugg með.Sigri Trump Flórída er það þó ekki nóg enda væri hann þá aðeins búinn að tryggja sér 244 kjörmenn miðað við þá leið sem hér er tíunduð. Hinir 29 kjörmenn Flórída eru þó svo mikilvægir að takist Trump ekki að sigra í Flórída þyrfti hann líklega einnig að sigra í sveifluríkjum sem Clinton er nær örugg um að sigra í á borð við Pennsylvaníu, Colorado og New Hampshire. Leiðin er þó langt í frá greið fyrir Trump takist honum að sigra í Florída, hann þarf einnig að vinna annað sveifluríki, Norður-Karólínu, þar sem afar mjótt er á milli Trump og Clinton, líkt og í Flóría. Þar leynast 15 kjörmenn og Trump því kominn með 259 kjörmenn.Sjá einnig: FBI dregið inn í hringiðu stjórnmálaÞaðan þarf Trump að finna sér ellefu kjörmenn í viðbót sem verður afar erfitt fyrir hann. Hann þarf án vafa að tryggja sér sigur í 1-2 af þeim sveifluríkjum sem nú eru talin örugg í höndum Clinton. Þessi ríki eru Michigan, Wisconsin, Virginía, Colorado, Pennsylvanía og New Hampshire. Svo örugg er Clinton um sigur í þessum ríkjum að þau eru nefnd eldveggur hennar. Nafnið kemur til vegna þess að hún þarf í raun ekki að sigra í öðrum sveifuríkjum tryggi hún sér sigur í þessum sex ríkjum. Helstu möguleikar Trump á þessum ellefu kjörmönnum eru taldir liggja í Michigan þar sem kannanir sýna að Trump hefur sótt vel á. Sextán kjörmenn eru þar í boði sem myndi koma Trump í 275 kjörmenn gangi það eftir sem hér hefur verið útlistað. Leið Trump að sigri lítur því nokkurn veginn svona út fyrir utan þau ríki sem hallast nær örugglega að Trump: Ohio, Iowa, Arizona, Flórída, Norður-Karólína og Michigan. Ljóst er þó að á brattann er að sækja fyrir Trump fyrir kosningarnar sem fara fram aðfaranótt miðvikudags að íslenskum tíma.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45 FBI dregið inn í hringiðu stjórnmála Stofnunin sem hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála í Bandaríkjunum hefur valdið miklum usla. 7. nóvember 2016 12:00 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03 Hitti skömmustulega Bandaríkjamenn í DC tveimur dögum fyrir kosningar Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, er stödd í Washington DC ásamt Sigurjóni Ólafssyni tökumanni en Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á morgun. 7. nóvember 2016 09:52 Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fleiri fréttir 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Sjá meira
Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. 7. nóvember 2016 09:45
FBI dregið inn í hringiðu stjórnmála Stofnunin sem hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála í Bandaríkjunum hefur valdið miklum usla. 7. nóvember 2016 12:00
Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14
Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03
Hitti skömmustulega Bandaríkjamenn í DC tveimur dögum fyrir kosningar Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, er stödd í Washington DC ásamt Sigurjóni Ólafssyni tökumanni en Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á morgun. 7. nóvember 2016 09:52