Umfjöllun: Ísland - Belgía 74-68 | Ísland á EM Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöll skrifar 17. september 2016 19:15 Jón Arnór Stefánsson í hörðum slag í dag mynd/bára dröfn kristinsdóttir Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér sæti á EM 2017 með sex stiga sigri, 74-68, á Belgum í Laugardalshöll í dag. Þetta er frábær árangur hjá íslenska liðinu sem sýndi mikinn styrk í leiknum í dag gegn sterku liði Belga. Munurinn var aðeins þrjú stig í hálfleik, 34-37, sem var vel af sér vikið miðað við vandræðin sem íslenska liðið var lengi vel í. Skotnýting Íslands eftir 1. leikhluta var aðeins 18,2% og Belgar náðu mest 14 stiga forskoti, 15-29 í fyrri hálfleik. Íslenska liðið bognaði en brotnaði ekki. Varnarleikurinn seinni hluta 2. leikhluta var frábær og þá voru strákarnir duglegir að koma sér á vítalínuna. Alls komu 13 af 34 stigum Íslands í fyrri hálfleik úr vítum. Lykilmenn eins og Jón Arnór Stefánsson og Hörður Axel Vilhjálmsson hittu aðeins úr tveimur af þeim 17 skotum sem þeir tóku í fyrri hálfleik. Þeir stigu þó upp í seinni hálfleik eins og allt íslenska liðið. Ísland var 10 stigum undir, 23-33, þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en lokakafli hans var frábær. Strákarnir skoruðu 11 stig gegn einu og jöfnuðu metin. En Belgar leiddu með þremur stigum í hálfleik, 34-37, þökk sé flautuþristi í kjölfar rangs dóms. Það slökkti þó ekki í íslensku strákunum sem voru komnir með blóð á tennurnar. Þeir spiluðu frábæran varnarleik í seinni hálfleik og sóknin gekk mun betur en í þeim fyrri. Ísland byggði smám saman upp forskot og þrátt fyrir smá stress undir lokin náðu strákarnir að landa sigrinum. Lokatölur 74-68, Íslandi í vil. Seinni hálfleikurinn var frábærlega leikinn af Íslands hálfu. Belgar skoruðu aðeins 31 stig í seinni hálfleik og áttu í mestu vandræðum með að skapa sér góð færi gegn hreyfanlegri og öflugri íslenskri vörn. Í sókninni stjórnaði Martin Hermannsson ferðinni en afmælisbarn gærdagsins var stigahæstur í íslenska liðinu. Martin skoraði 18 stig og gaf fimm stoðsendingar. Þá nýtti hann sjö af níu skotum sínum. Haukur Helgi Pálsson kom næstur með 11 stig og Jón Arnór og Hlynur Bæringsson skoruðu 10 stig hvor. Kristófer Acox skilaði níu stigum af bekknum og Logi Gunnarsson var að venju góður og skoraði átta stig. Hörður Axel vann sig vel inn í leikinn og skilaði átta stigum og sex stoðsendingum. Elvar Már Friðriksson spilaði góða vörn og gaf þrjár stoðsendingar á þeim rúmu átta mínútum sem hann lék og Sigurður Þorsteinsson varði skot á mikilvægu augnabliki undir lok 3. leikhluta. Það voru því allir sem lögðu eitthvað í púkkið í dag.Bein lýsing: Ísland - Belgía Tweets by @Visirkarfa1 EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið tryggði sér sæti á EM 2017 með sex stiga sigri, 74-68, á Belgum í Laugardalshöll í dag. Þetta er frábær árangur hjá íslenska liðinu sem sýndi mikinn styrk í leiknum í dag gegn sterku liði Belga. Munurinn var aðeins þrjú stig í hálfleik, 34-37, sem var vel af sér vikið miðað við vandræðin sem íslenska liðið var lengi vel í. Skotnýting Íslands eftir 1. leikhluta var aðeins 18,2% og Belgar náðu mest 14 stiga forskoti, 15-29 í fyrri hálfleik. Íslenska liðið bognaði en brotnaði ekki. Varnarleikurinn seinni hluta 2. leikhluta var frábær og þá voru strákarnir duglegir að koma sér á vítalínuna. Alls komu 13 af 34 stigum Íslands í fyrri hálfleik úr vítum. Lykilmenn eins og Jón Arnór Stefánsson og Hörður Axel Vilhjálmsson hittu aðeins úr tveimur af þeim 17 skotum sem þeir tóku í fyrri hálfleik. Þeir stigu þó upp í seinni hálfleik eins og allt íslenska liðið. Ísland var 10 stigum undir, 23-33, þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en lokakafli hans var frábær. Strákarnir skoruðu 11 stig gegn einu og jöfnuðu metin. En Belgar leiddu með þremur stigum í hálfleik, 34-37, þökk sé flautuþristi í kjölfar rangs dóms. Það slökkti þó ekki í íslensku strákunum sem voru komnir með blóð á tennurnar. Þeir spiluðu frábæran varnarleik í seinni hálfleik og sóknin gekk mun betur en í þeim fyrri. Ísland byggði smám saman upp forskot og þrátt fyrir smá stress undir lokin náðu strákarnir að landa sigrinum. Lokatölur 74-68, Íslandi í vil. Seinni hálfleikurinn var frábærlega leikinn af Íslands hálfu. Belgar skoruðu aðeins 31 stig í seinni hálfleik og áttu í mestu vandræðum með að skapa sér góð færi gegn hreyfanlegri og öflugri íslenskri vörn. Í sókninni stjórnaði Martin Hermannsson ferðinni en afmælisbarn gærdagsins var stigahæstur í íslenska liðinu. Martin skoraði 18 stig og gaf fimm stoðsendingar. Þá nýtti hann sjö af níu skotum sínum. Haukur Helgi Pálsson kom næstur með 11 stig og Jón Arnór og Hlynur Bæringsson skoruðu 10 stig hvor. Kristófer Acox skilaði níu stigum af bekknum og Logi Gunnarsson var að venju góður og skoraði átta stig. Hörður Axel vann sig vel inn í leikinn og skilaði átta stigum og sex stoðsendingum. Elvar Már Friðriksson spilaði góða vörn og gaf þrjár stoðsendingar á þeim rúmu átta mínútum sem hann lék og Sigurður Þorsteinsson varði skot á mikilvægu augnabliki undir lok 3. leikhluta. Það voru því allir sem lögðu eitthvað í púkkið í dag.Bein lýsing: Ísland - Belgía Tweets by @Visirkarfa1
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira