Körfubolti

Skallagrímur fær fyrrum ruðningskappa

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá leik Skallagríms. Ruðningskappinn fyrrverandi er þó ekki á myndinni.
Frá leik Skallagríms. Ruðningskappinn fyrrverandi er þó ekki á myndinni. vísir/valli
Flenard Whitfield hefur skrifað undir samning við Skallagrím um að spila með liðinu í Dominos-deild karla, en félagið staðfesti þetta á fésbókarsíðu sinni.

Whitfield er 26 ára gamall 100 kílóa framherji sem hefur leikið með Western Michigan þar sem hann spilaði fjögur tímabil og er hann ellefti stigahæsti leikmaður skólans frá upphafi.

Hann spilaði þó ekki bara körfubolta á árunum í háskólanum því eitt tímabilið spilaði hann með ruðningsliði skólans segir í tilkynningu frá Skallagrími.

Á atvinnumannaferli sínum hefur hann meðal annars spilað í Ástralíu og Kanada, en hann er talinn mikill íþróttamaður sem err með góða fótavinnu, góð skot og lunkinn varnarmaður.

„Við bjóðum Flenard Whitfield velkomin í Borgarnes og væntum mikils af samtarfinu við hann á komandi leiktíð en hann er væntanlegur i Borgarnes um miðjan september,” segir á síðu Skallagríms.

Skallagrímur er nýliði í Dominos-deildinni þetta leiktímabil, en áður höfðu Magnús Þór Gunnarsson og Darrell Flake gengið í raðir nýliðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×