Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grasshopper 3-3 | Evrópu-Andersen kom KR í gang Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júlí 2016 21:45 KR gerði 3-3 jafntefli við svissneska liðið Grasshopper í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Eftir skelfilegan fyrri hálfleik komu heimamenn frábærlega til leiks í þeim síðar.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Alvogen-vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan. Útlitið var ekki gott fyrir KR eftir fyrri hálfleikinn en gestirnir frá Sviss voru 2-0 yfir eftir 45 mínútur og yfirburði þeirra voru miklir. Ridge Munsey skoraði fyrsta markið á 18. mínútu og Nikola Gjorgjev bætti við öðru marki á 35. mínútu eftir að Rúnar Már Sigurjónsson lagði upp á hann í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Sauðkrækingurinn var ákveðinn og vann boltann af Indriða Sigurðssyni sem var aftasti varnarmaður og lagði hann svo snyrtilega á Makedóníumanninn sem skoraði. Morten Beck Andersen átti innkomu lífs síns í seinni hálfleiknum fyrir KR. Hann skoraði eftir 16 sekúndur og svo aftur og jafnaði metin í 2-2 áður en fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Svakaleg endurkoma hjá heimamönnum. Gestirnir komust aftur yfir á 59. mínútu þegar besti maður þeirra í kvöld, Brassinn Ciao, skoraði af stuttu færi, 3-2. En KR lét sér ekki segjast. Þrettán mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma fiskaði Morten Beck bakvörður vítaspyrnu sem Óskar Örn Hauksson skoraði úr af miklu öryggi. Andersen vildi ólmur taka vítið og tryggja þrennuna en Óskar tók það ekki í mál. Lokatölur, 3-3.Einn stuðningsmaður Grasshoppers var rekinn úr stúkunni en Svisslendingarnir voru ansi ölvaðir í stúkunni.vísir/anton brinkAf hverju varð jafntefli? KR-ingar komu of varkárir inn í fyrri hálfleikinn eins og Willum Þór Þórsson, þjálfari liðsins, viðurkenndi í viðtali við Vísi eftir leik. Þeir leyfðu gestunum að halda boltanum of auðveldlega og þó Grasshopper var ekki að skapa mörg færi er liðið bara það gott að það refsar fyrir mistök. Í seinni hálfleik hafði KR engu að tapa og bauð því upp á glæsilega hápressu sem skilaði sér í marki eftir 16 sekúndur og öðru nokkrum mínútum síðar. Þessi mörk sturtuðu sjálfstrausti í KR-liðið sem hefur ekki sést oft í sumar en spilamennska þess í seinni hálfleik var til mikillar fyrirmyndar. Það hefði verið auðvelt fyrir KR að gefast upp þegar Grasshopper komst í 3-2 en heimamenn lögðu ekki árar í bát og sýndu mikinn karakter í að koma aftur til baka. Ekki bara karakter heldur mikil gæði því aðdragandi vítaspyrnunnar sem heimamenn skoruðu jöfnunarmarkið úr var í hæsta gæðaflokki.Þessir stóðu upp úr Morten Beck Andersen hefur ekki nokkurn mann heillað í sumar eins og hann lofaði nú góðu fyrir mót. Í kvöld átti hann svakalega innkomu. Hann skoraði tvö mjög góð mörk og átti stóran þátt í því þriðja. Danski framherjinn sýndi mikil gæði í að taka á móti bolta, sendingum og að halda honum framarlega á vellinum sem hjálpaði KR-liðinu mikið að sækja í seinni hálfleik. Ef Andersen ætlar að spila svona seinni hluta sumars ættu KR-ingar að vera í betri málum en þeir hafa verið hingað til. Rúnar Már Sigurjónsson var mjög flottur fyrir Grasshopper í fyrri hálfleik og sýndi hversu mikið hann hefur bætt sig í Svíþjóð og með íslenska landsliðinu. Hann var algjörlega óhræddur við að taka boltann niður og stýra spili gestanna þegar þess þurfti. Vonandi fær hann stórt hlutverk í þessu liði á komandi tímabili.Hvað gekk illa? KR-ingar voru of passívir í fyrri hálfleik eins og um var rætt. Það hjálpaði heldur ekki til að Indriði Sigurðsson gaf Grasshopper nánast annað markið. Rúnar Már sýndi mikinn kraft þegar hann hirti boltann af Indriða sem var aftasti varnarmaður. Rúnar náði boltanum af miðverðinum og renndi honum á Makedóníumanninn sem skoraði af stuttu færi.Hvað gerist næst? KR þarf sigur á útivelli gegn þessu firnasterka svissneska liði í Zürich eftir viku. Vesturbæjarliðið sýndi að það getur klárlega náð úrslitum gegn Grasshopper en að spila á útivelli í Evrópukeppni er allt annað skrímsli. KR þarf bara að sýna sama kjark og það gerði í seinni hálfleik í kvöld. Skynsamir en samt hugaðir og þá er liðinu allir vegir færir.Rúnar Már Sigurjónsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Grasshopper í kvöld.vísir/anton brinkRúnar Már: Þetta á ekki að gerast Rúnar Már Sigurjónsson spilaði vel í sínum fyrsta leik fyrir Grasshopper í kvöld, en hann gekk í raðir liðsins frá Sundsvall eftir Evrópumótið. Hann var í byrjunarliðinu þrátt fyrir að hafa aðeins náð tveimur alvöru æfingum en miðjumaðurinn var eðlilega súr með úrslitin. "Þetta var gaman í fyrri hálfleik. Við vorum að spila fínan fótbolta og komumst í 2-0. Við eigum að klára svona leiki. Þetta á ekki að gerast," sagði Rúnar Már við Vísi eftir leik. "Við vorum ekkert búnir í seinni hálfleik. Við vorum að spila á góðu tempó í fyrri hálfleik en KR leyfði okkur líka mikið að vera með boltann." KR byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði tvö mörk á fyrstu fimm mínútunum. "Í seinni hálfleik komu þeir framarlega og tóku sénsa sem virkaði vel hjá þeim. Þeir skora strax og annað skömmu eftir sem gaf þeim auka kraft. Þetta gaf þeim líka sjálfstraust og svo hafði KR engu að tapa," sagði Rúnar Már. "Þetta er bara fyrsti leikur og liðið er enn þá á undirbúningstímabilinu þannig kannski eru menn svolítið þungir en þetta á ekki að gerast," sagði Rúnar Már Sigurjónsson.Willum Þór á hliðarlínunni í kvöld.vísir/anton brinkWillum: Kannski mér að kenna Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, var eðlilega kátur með endurkomu sinna manna þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Eftir að lenda 2-0 undir í fyrri hálfleik náði KR í 3-3 jafntefli. "Við vorum aðeins of mikið til baka í fyrri hálfleik sem er líklega mér að kenna hvernig ég lagði upp leikinn. Þeir fengu mikið að vera með boltann. Þeir sköpuðu ekki mikið af færum en þetta lið er bara svo gott að það refsar," sagði Willum en hvað gerðist í seinni hálfleik? "Við pressuðum bara á þá. Kannski hefðum við átt að gera það frá upphafi. Við skorum snemma sem gefur okkur meira sjálfstraust og í heildina vorum við bara að spila vel í seinni hálfleik." Það hefði verið auðvelt fyrir KR að gefast upp þegar liðið lendi 3-2 undir eftir að jafna leikinn einu sinni en heimamenn sýndu karkater að koma aftur til baka. "Ég er sammála því. Við sýndum mikinn karakter með því að gefast ekki upp þá sem hefði verið auðvelt og jöfnunarmarkið var verðskuldað," sagði Willum en á KR séns í útileiknum? "Við sýndum það, að við getum gert eitthvað á móti þessu liði en þetta er alveg rosalega gott lið sem refsar fyrir öll mistök," sagði Willum Þór Þórsson.Morten Beck Andersen var frábær í kvöld.vísir/stefánAndersen: Mig langaði rosalega að taka vítið Morten Beck Andersen, framherji KR, kom inn á í seinni hálfleik í leiknum gegn Grasshopper í Evrópudeildinni í kvöld og spilaði hreint stórkostlega. Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli en allt um gang mála má lesa hér. Daninn skoraði eftir 16 sekúndur í seinni hálfleik og aftur fjórum mínútum síðar og jafnaði metin í 2-2. Andersen hefur ekki enn skorað í deild né bikar, en hvað gerðist í kvöld? „Það gerðist ekki neitt. Ég bara skoraði. Ég hef vissulega ekki náð að skora mikið hingað til þannig þetta var virkilega gaman,“ sagði skælbrosandi Morten Beck Andersen í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Honum var greinilega létt. Fyrir utan að skora spilaði Daninn mjög vel. Hann var virkilega sterkur á boltanum og lífgaði svakalega upp á sóknarleik KR. Hann steig vart feilspor. „Það voru ekki bara mörkin í kvöld. Mér fannst ég vera að spila mjög vel. Það var samt gott að skora því þau hafa ekki verið að detta. Mér leið alveg rosalega vel inn á vellinum,“ sagði Andersen, en er þetta sá leikmaður sem KR og stuðningsmenn liðsins eiga að vera að sjá? „Já, klárlega. Ég sýndi alveg hvað í mér býr í kvöld og ég hef svo sem gert það áður en eins og ég segi hef ég bara ekkert verið að skora. Nú held ég bara vonandi áfram að setja mörk til að getað hjálpað KR-liðinu.“ Andersen hefði getað skorað þrennu í leiknum í kvöld en hann hljóp að boltanum tilbúinn að taka vítaspyrnuna þegar nafni hans Morten Beck féll í teignum. Óskar Örn Hauksson, vítaskytta KR, tók það ekki í mál og skoraði sjálfur af punktinum. „Það er allt í góðu á milli okkar. Ég var bara að láta hann vita að ég var tilbúinn að taka spyrnuna ef hann væri ekki klár. En ef það er einhver sem ég treysti fyrir því að taka víti þá er það Óskar,“ sagði Andersen. Aðspurður á léttu nótunum hvort hann hefði inn í sér verið að vona að Óskar myndi klikka á vítinu fyrst hann leyfði honum ekki að taka spyrnuna hló Andersen upphátt. „Nei, alls ekki. Þessi var góður!“ sagði Morten Beck Andersen.vísir/anton Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
KR gerði 3-3 jafntefli við svissneska liðið Grasshopper í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Eftir skelfilegan fyrri hálfleik komu heimamenn frábærlega til leiks í þeim síðar.Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Alvogen-vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan. Útlitið var ekki gott fyrir KR eftir fyrri hálfleikinn en gestirnir frá Sviss voru 2-0 yfir eftir 45 mínútur og yfirburði þeirra voru miklir. Ridge Munsey skoraði fyrsta markið á 18. mínútu og Nikola Gjorgjev bætti við öðru marki á 35. mínútu eftir að Rúnar Már Sigurjónsson lagði upp á hann í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Sauðkrækingurinn var ákveðinn og vann boltann af Indriða Sigurðssyni sem var aftasti varnarmaður og lagði hann svo snyrtilega á Makedóníumanninn sem skoraði. Morten Beck Andersen átti innkomu lífs síns í seinni hálfleiknum fyrir KR. Hann skoraði eftir 16 sekúndur og svo aftur og jafnaði metin í 2-2 áður en fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum. Svakaleg endurkoma hjá heimamönnum. Gestirnir komust aftur yfir á 59. mínútu þegar besti maður þeirra í kvöld, Brassinn Ciao, skoraði af stuttu færi, 3-2. En KR lét sér ekki segjast. Þrettán mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma fiskaði Morten Beck bakvörður vítaspyrnu sem Óskar Örn Hauksson skoraði úr af miklu öryggi. Andersen vildi ólmur taka vítið og tryggja þrennuna en Óskar tók það ekki í mál. Lokatölur, 3-3.Einn stuðningsmaður Grasshoppers var rekinn úr stúkunni en Svisslendingarnir voru ansi ölvaðir í stúkunni.vísir/anton brinkAf hverju varð jafntefli? KR-ingar komu of varkárir inn í fyrri hálfleikinn eins og Willum Þór Þórsson, þjálfari liðsins, viðurkenndi í viðtali við Vísi eftir leik. Þeir leyfðu gestunum að halda boltanum of auðveldlega og þó Grasshopper var ekki að skapa mörg færi er liðið bara það gott að það refsar fyrir mistök. Í seinni hálfleik hafði KR engu að tapa og bauð því upp á glæsilega hápressu sem skilaði sér í marki eftir 16 sekúndur og öðru nokkrum mínútum síðar. Þessi mörk sturtuðu sjálfstrausti í KR-liðið sem hefur ekki sést oft í sumar en spilamennska þess í seinni hálfleik var til mikillar fyrirmyndar. Það hefði verið auðvelt fyrir KR að gefast upp þegar Grasshopper komst í 3-2 en heimamenn lögðu ekki árar í bát og sýndu mikinn karakter í að koma aftur til baka. Ekki bara karakter heldur mikil gæði því aðdragandi vítaspyrnunnar sem heimamenn skoruðu jöfnunarmarkið úr var í hæsta gæðaflokki.Þessir stóðu upp úr Morten Beck Andersen hefur ekki nokkurn mann heillað í sumar eins og hann lofaði nú góðu fyrir mót. Í kvöld átti hann svakalega innkomu. Hann skoraði tvö mjög góð mörk og átti stóran þátt í því þriðja. Danski framherjinn sýndi mikil gæði í að taka á móti bolta, sendingum og að halda honum framarlega á vellinum sem hjálpaði KR-liðinu mikið að sækja í seinni hálfleik. Ef Andersen ætlar að spila svona seinni hluta sumars ættu KR-ingar að vera í betri málum en þeir hafa verið hingað til. Rúnar Már Sigurjónsson var mjög flottur fyrir Grasshopper í fyrri hálfleik og sýndi hversu mikið hann hefur bætt sig í Svíþjóð og með íslenska landsliðinu. Hann var algjörlega óhræddur við að taka boltann niður og stýra spili gestanna þegar þess þurfti. Vonandi fær hann stórt hlutverk í þessu liði á komandi tímabili.Hvað gekk illa? KR-ingar voru of passívir í fyrri hálfleik eins og um var rætt. Það hjálpaði heldur ekki til að Indriði Sigurðsson gaf Grasshopper nánast annað markið. Rúnar Már sýndi mikinn kraft þegar hann hirti boltann af Indriða sem var aftasti varnarmaður. Rúnar náði boltanum af miðverðinum og renndi honum á Makedóníumanninn sem skoraði af stuttu færi.Hvað gerist næst? KR þarf sigur á útivelli gegn þessu firnasterka svissneska liði í Zürich eftir viku. Vesturbæjarliðið sýndi að það getur klárlega náð úrslitum gegn Grasshopper en að spila á útivelli í Evrópukeppni er allt annað skrímsli. KR þarf bara að sýna sama kjark og það gerði í seinni hálfleik í kvöld. Skynsamir en samt hugaðir og þá er liðinu allir vegir færir.Rúnar Már Sigurjónsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Grasshopper í kvöld.vísir/anton brinkRúnar Már: Þetta á ekki að gerast Rúnar Már Sigurjónsson spilaði vel í sínum fyrsta leik fyrir Grasshopper í kvöld, en hann gekk í raðir liðsins frá Sundsvall eftir Evrópumótið. Hann var í byrjunarliðinu þrátt fyrir að hafa aðeins náð tveimur alvöru æfingum en miðjumaðurinn var eðlilega súr með úrslitin. "Þetta var gaman í fyrri hálfleik. Við vorum að spila fínan fótbolta og komumst í 2-0. Við eigum að klára svona leiki. Þetta á ekki að gerast," sagði Rúnar Már við Vísi eftir leik. "Við vorum ekkert búnir í seinni hálfleik. Við vorum að spila á góðu tempó í fyrri hálfleik en KR leyfði okkur líka mikið að vera með boltann." KR byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði tvö mörk á fyrstu fimm mínútunum. "Í seinni hálfleik komu þeir framarlega og tóku sénsa sem virkaði vel hjá þeim. Þeir skora strax og annað skömmu eftir sem gaf þeim auka kraft. Þetta gaf þeim líka sjálfstraust og svo hafði KR engu að tapa," sagði Rúnar Már. "Þetta er bara fyrsti leikur og liðið er enn þá á undirbúningstímabilinu þannig kannski eru menn svolítið þungir en þetta á ekki að gerast," sagði Rúnar Már Sigurjónsson.Willum Þór á hliðarlínunni í kvöld.vísir/anton brinkWillum: Kannski mér að kenna Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, var eðlilega kátur með endurkomu sinna manna þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Eftir að lenda 2-0 undir í fyrri hálfleik náði KR í 3-3 jafntefli. "Við vorum aðeins of mikið til baka í fyrri hálfleik sem er líklega mér að kenna hvernig ég lagði upp leikinn. Þeir fengu mikið að vera með boltann. Þeir sköpuðu ekki mikið af færum en þetta lið er bara svo gott að það refsar," sagði Willum en hvað gerðist í seinni hálfleik? "Við pressuðum bara á þá. Kannski hefðum við átt að gera það frá upphafi. Við skorum snemma sem gefur okkur meira sjálfstraust og í heildina vorum við bara að spila vel í seinni hálfleik." Það hefði verið auðvelt fyrir KR að gefast upp þegar liðið lendi 3-2 undir eftir að jafna leikinn einu sinni en heimamenn sýndu karkater að koma aftur til baka. "Ég er sammála því. Við sýndum mikinn karakter með því að gefast ekki upp þá sem hefði verið auðvelt og jöfnunarmarkið var verðskuldað," sagði Willum en á KR séns í útileiknum? "Við sýndum það, að við getum gert eitthvað á móti þessu liði en þetta er alveg rosalega gott lið sem refsar fyrir öll mistök," sagði Willum Þór Þórsson.Morten Beck Andersen var frábær í kvöld.vísir/stefánAndersen: Mig langaði rosalega að taka vítið Morten Beck Andersen, framherji KR, kom inn á í seinni hálfleik í leiknum gegn Grasshopper í Evrópudeildinni í kvöld og spilaði hreint stórkostlega. Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli en allt um gang mála má lesa hér. Daninn skoraði eftir 16 sekúndur í seinni hálfleik og aftur fjórum mínútum síðar og jafnaði metin í 2-2. Andersen hefur ekki enn skorað í deild né bikar, en hvað gerðist í kvöld? „Það gerðist ekki neitt. Ég bara skoraði. Ég hef vissulega ekki náð að skora mikið hingað til þannig þetta var virkilega gaman,“ sagði skælbrosandi Morten Beck Andersen í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Honum var greinilega létt. Fyrir utan að skora spilaði Daninn mjög vel. Hann var virkilega sterkur á boltanum og lífgaði svakalega upp á sóknarleik KR. Hann steig vart feilspor. „Það voru ekki bara mörkin í kvöld. Mér fannst ég vera að spila mjög vel. Það var samt gott að skora því þau hafa ekki verið að detta. Mér leið alveg rosalega vel inn á vellinum,“ sagði Andersen, en er þetta sá leikmaður sem KR og stuðningsmenn liðsins eiga að vera að sjá? „Já, klárlega. Ég sýndi alveg hvað í mér býr í kvöld og ég hef svo sem gert það áður en eins og ég segi hef ég bara ekkert verið að skora. Nú held ég bara vonandi áfram að setja mörk til að getað hjálpað KR-liðinu.“ Andersen hefði getað skorað þrennu í leiknum í kvöld en hann hljóp að boltanum tilbúinn að taka vítaspyrnuna þegar nafni hans Morten Beck féll í teignum. Óskar Örn Hauksson, vítaskytta KR, tók það ekki í mál og skoraði sjálfur af punktinum. „Það er allt í góðu á milli okkar. Ég var bara að láta hann vita að ég var tilbúinn að taka spyrnuna ef hann væri ekki klár. En ef það er einhver sem ég treysti fyrir því að taka víti þá er það Óskar,“ sagði Andersen. Aðspurður á léttu nótunum hvort hann hefði inn í sér verið að vona að Óskar myndi klikka á vítinu fyrst hann leyfði honum ekki að taka spyrnuna hló Andersen upphátt. „Nei, alls ekki. Þessi var góður!“ sagði Morten Beck Andersen.vísir/anton
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira