Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur Ó. 9-8 | Stjörnumenn unnu í vítakeppni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. maí 2016 23:15 Grétar Sigfinnur Sigurðarson fagnar sigri ásamt liðsfélögum sínum í Stjörnunni í kvöld. Mynd/Stöð 2 Sport Stjörnumenn eru komnir áfram í 16 liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 7-6 sigur á Víkingi Ólafsvík í vítakeppni á Samsung vellinum í Garðabænum í kvöld. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í leiknum sjálfum þar sem enn einn varamaðurinn kom til bjargar Stjörnuliðinu í sumar. Hörður Fannar Björgvinsson var hetjan í vítakeppninni en hann varði tvær vítaspyrnur Ólsara og það var síðan Jóhann Laxdal sem skoraði úr lokaspyrnu Stjörnunnar og tryggði sína menn áfram. Þetta var síðasti leikur 32 liða úrslitanna og jafnframt sá eini sem fór alla leið í vítakeppni. William Dominguez da Silva og Pape Mamadou Faye komu Ólafsvíkingum tvisvar yfir í seinni hálfleik en Stjörnumenn jöfnuðu í bæði skiptin fyrst Jeppe Hansen og svo varamaðurinn Guðjón Baldvinsson tveimur mínútum fyrir leikslok. Það var ekkert skorað í framlengingunni og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í 8. umferð. Cristian Martinez varði fyrstu spyrnu Stjörnunnar frá Guðjóni en Garðbæingar klikkuðu ekki eftir það. Hörður Fannar varði fyrst frá Pape og svo frá Alfreð Má Hjaltalín í 3. umferð í bráðabana. Af hverju vann Stjarnan? Enn og aftur voru varamenn Stjörnunnar í stóru hlutverki en Guðjón tryggði heimamönnum framlengingu þegar hann jafnaði metin í 2-2 tveimur mínútum fyrir leikslok. Stjarnan er með stóran og góðan hóp og það eru allir að skila sínu. Það munaði mjóu í kvöld en Garðbæingar sýndu karakter og að þeir gefast ekki svo glatt upp.Þessir stóðu upp úr Hörður Björgvin var hetja Stjörnunnar en hann varði tvær spyrnur í vítakeppninni í sínum fyrsta mótsleik með liðinu. Annars voru margir leikmenn sem áttu góðan leik. Veigar Páll Gunnarsson var mjög frískur í liði Stjörnunnar, gaf stoðsendingu, átti tvö hættuleg skot úr aukaspyrnum og lagði upp dauðafæri fyrir Jeppe. Hjá gestunum voru William Dominguez da Silva, Pape Mamadou Faye, Pontus Nordenberg og Egill Jónsson allir sterkir.Hvað gekk illa? Stjörnumenn voru fremur slakir í byrjun seinni hálfleiks þar sem Ólsarar tóku völdin, höfðu yfirhöndina á miðjunni og skoruðu tvö mörk. Grétar Sigfinnur Sigurðarson, sem hefur byrjað tímabilið mjög vel, leit ekki vel út í seinna marki Víkings. Leikur Ólsara var vel útfærður og þeir héldu sjó þrátt fyrir ýmis áföll. En þeir klikkuðu á því að verjast fyrirgjöfum í tvígang sem var þeirra banabiti.Hvað gerist næst? Stjörnumenn fara sælir og glaðir í 16-liða úrslitin en það verður dregið á morgun. Garðbæinga bíður reyndar erfitt verkefni í næstu umferð Pepsi-deildarinnar þegar þeir mæta Breiðabliki. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, mun eflaust gera nokkrar breytingar á sínu liði fyrir þann leik og halda áfram að nýta breiddina. Niðurstaðan í kvöld er eins vond fyrir Víkinga og hægt er. Ekki nóg með að þeir skildu tapa eftir 120 mínútna leik heldur er Þorsteinn Már Ragnarsson líklega nefbrotinn og Björn Pálsson meiddist einnig í leiknum. FH-ingar bíða í næstu umferð Pepsi-deildarinnar en það gæti orðið erfiður róður fyrir Ólsara.Hörður: Fer rosalega lítið í gegnum hausinn á manni Leikur Stjörnunnar og Víkings Ó. rennur Herði Fannari Björgvinssyni eflaust seint úr minni. Vegna forfalla tveggja markmanna Stjörnunnar stóð Hörður í markinu í kvöld og hann reyndist hetja liðsins með því að verja tvær spyrnur í vítakeppninni sem þurfti að grípa til eftir að staðan var jöfn, 2-2, eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. „Ég vissi hvar margir myndu skjóta,“ sagði Hörður sem þurfti að glíma við átta spyrnur í vítakeppninni. „Það fer rosalega lítið í gegnum hausinn á manni. Maður ákveður bara hvert maður ætlar að fara,“ bætti Hörður við. Hann var vel undirbúinn fyrir vítakeppnina. „Ég vissi allan daginn hvert Pape [Mamadou Faye] var að fara að skjóta. Það kom mér ekki á óvart,“ sagði Hörður sem varði einnig frá Alfreð Má Hjaltalín. Markvörðurinn ungi viðurkennir að hafa fundið fyrir smá taugaspennu á meðan leiknum stóð en ekki fyrir hann. „Það kom smá stress í framlengingunni en það er eðlilegt. En ég var ekkert stressaður fyrir leikinn, ég spila með góðum strákum sem eru tilbúnir að hjálpa mér,“ sagði hetja Stjörnunnar í kvöld að endingu.Ejub: Erfitt að vera ósáttur með strákana Ejub Puresevic, þjálfari Víkings, var að vonum svekktur með að detta út úr bikarkeppninni en kvaðst stoltur af frammistöðu sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld. „Þetta er sorglegt, að spila allan daginn og komast ekki áfram. En annað liðið verður að sitja eftir,“ sagði Ejub. Ólsarar fengu skell í síðasta leik sínum í Pepsi-deildinni en það var allt annað að sjá til þeirra í kvöld. „Mér fannst við virkilega flottir í leiknum og ef eitthvað var vorum við betri og hættulegri lungað úr leiknum. Stjarnan var meira með boltann og býr yfir miklu meiri gæðum en við en miðað við allt sem gerðist í leiknum fannst mér við eiga skilið að vinna. „Við áttum að halda þetta út,“ sagði Ejub en Guðjón Baldvinsson jafnaði metin í 2-2 þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Það er erfitt að vera ósáttur með strákana. Við vorum mjög skipulagðir og það vantaði ekki neitt nema klára þetta í vítakeppninni.“ Þorsteinn Már Ragnarsson og Björn Pálsson meiddust í leiknum og Ejub segir stöðuna á þeim ekki góða. „Þeir eru á leið upp á slysó. Við viljum vera viss með Björn en Þorsteinn er nefbrotinn sýnist mér. Þetta var kannski alltof dýrt tap,“ sagði Ejub að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Stjörnumenn eru komnir áfram í 16 liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 7-6 sigur á Víkingi Ólafsvík í vítakeppni á Samsung vellinum í Garðabænum í kvöld. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í leiknum sjálfum þar sem enn einn varamaðurinn kom til bjargar Stjörnuliðinu í sumar. Hörður Fannar Björgvinsson var hetjan í vítakeppninni en hann varði tvær vítaspyrnur Ólsara og það var síðan Jóhann Laxdal sem skoraði úr lokaspyrnu Stjörnunnar og tryggði sína menn áfram. Þetta var síðasti leikur 32 liða úrslitanna og jafnframt sá eini sem fór alla leið í vítakeppni. William Dominguez da Silva og Pape Mamadou Faye komu Ólafsvíkingum tvisvar yfir í seinni hálfleik en Stjörnumenn jöfnuðu í bæði skiptin fyrst Jeppe Hansen og svo varamaðurinn Guðjón Baldvinsson tveimur mínútum fyrir leikslok. Það var ekkert skorað í framlengingunni og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í 8. umferð. Cristian Martinez varði fyrstu spyrnu Stjörnunnar frá Guðjóni en Garðbæingar klikkuðu ekki eftir það. Hörður Fannar varði fyrst frá Pape og svo frá Alfreð Má Hjaltalín í 3. umferð í bráðabana. Af hverju vann Stjarnan? Enn og aftur voru varamenn Stjörnunnar í stóru hlutverki en Guðjón tryggði heimamönnum framlengingu þegar hann jafnaði metin í 2-2 tveimur mínútum fyrir leikslok. Stjarnan er með stóran og góðan hóp og það eru allir að skila sínu. Það munaði mjóu í kvöld en Garðbæingar sýndu karakter og að þeir gefast ekki svo glatt upp.Þessir stóðu upp úr Hörður Björgvin var hetja Stjörnunnar en hann varði tvær spyrnur í vítakeppninni í sínum fyrsta mótsleik með liðinu. Annars voru margir leikmenn sem áttu góðan leik. Veigar Páll Gunnarsson var mjög frískur í liði Stjörnunnar, gaf stoðsendingu, átti tvö hættuleg skot úr aukaspyrnum og lagði upp dauðafæri fyrir Jeppe. Hjá gestunum voru William Dominguez da Silva, Pape Mamadou Faye, Pontus Nordenberg og Egill Jónsson allir sterkir.Hvað gekk illa? Stjörnumenn voru fremur slakir í byrjun seinni hálfleiks þar sem Ólsarar tóku völdin, höfðu yfirhöndina á miðjunni og skoruðu tvö mörk. Grétar Sigfinnur Sigurðarson, sem hefur byrjað tímabilið mjög vel, leit ekki vel út í seinna marki Víkings. Leikur Ólsara var vel útfærður og þeir héldu sjó þrátt fyrir ýmis áföll. En þeir klikkuðu á því að verjast fyrirgjöfum í tvígang sem var þeirra banabiti.Hvað gerist næst? Stjörnumenn fara sælir og glaðir í 16-liða úrslitin en það verður dregið á morgun. Garðbæinga bíður reyndar erfitt verkefni í næstu umferð Pepsi-deildarinnar þegar þeir mæta Breiðabliki. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, mun eflaust gera nokkrar breytingar á sínu liði fyrir þann leik og halda áfram að nýta breiddina. Niðurstaðan í kvöld er eins vond fyrir Víkinga og hægt er. Ekki nóg með að þeir skildu tapa eftir 120 mínútna leik heldur er Þorsteinn Már Ragnarsson líklega nefbrotinn og Björn Pálsson meiddist einnig í leiknum. FH-ingar bíða í næstu umferð Pepsi-deildarinnar en það gæti orðið erfiður róður fyrir Ólsara.Hörður: Fer rosalega lítið í gegnum hausinn á manni Leikur Stjörnunnar og Víkings Ó. rennur Herði Fannari Björgvinssyni eflaust seint úr minni. Vegna forfalla tveggja markmanna Stjörnunnar stóð Hörður í markinu í kvöld og hann reyndist hetja liðsins með því að verja tvær spyrnur í vítakeppninni sem þurfti að grípa til eftir að staðan var jöfn, 2-2, eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. „Ég vissi hvar margir myndu skjóta,“ sagði Hörður sem þurfti að glíma við átta spyrnur í vítakeppninni. „Það fer rosalega lítið í gegnum hausinn á manni. Maður ákveður bara hvert maður ætlar að fara,“ bætti Hörður við. Hann var vel undirbúinn fyrir vítakeppnina. „Ég vissi allan daginn hvert Pape [Mamadou Faye] var að fara að skjóta. Það kom mér ekki á óvart,“ sagði Hörður sem varði einnig frá Alfreð Má Hjaltalín. Markvörðurinn ungi viðurkennir að hafa fundið fyrir smá taugaspennu á meðan leiknum stóð en ekki fyrir hann. „Það kom smá stress í framlengingunni en það er eðlilegt. En ég var ekkert stressaður fyrir leikinn, ég spila með góðum strákum sem eru tilbúnir að hjálpa mér,“ sagði hetja Stjörnunnar í kvöld að endingu.Ejub: Erfitt að vera ósáttur með strákana Ejub Puresevic, þjálfari Víkings, var að vonum svekktur með að detta út úr bikarkeppninni en kvaðst stoltur af frammistöðu sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld. „Þetta er sorglegt, að spila allan daginn og komast ekki áfram. En annað liðið verður að sitja eftir,“ sagði Ejub. Ólsarar fengu skell í síðasta leik sínum í Pepsi-deildinni en það var allt annað að sjá til þeirra í kvöld. „Mér fannst við virkilega flottir í leiknum og ef eitthvað var vorum við betri og hættulegri lungað úr leiknum. Stjarnan var meira með boltann og býr yfir miklu meiri gæðum en við en miðað við allt sem gerðist í leiknum fannst mér við eiga skilið að vinna. „Við áttum að halda þetta út,“ sagði Ejub en Guðjón Baldvinsson jafnaði metin í 2-2 þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. „Það er erfitt að vera ósáttur með strákana. Við vorum mjög skipulagðir og það vantaði ekki neitt nema klára þetta í vítakeppninni.“ Þorsteinn Már Ragnarsson og Björn Pálsson meiddust í leiknum og Ejub segir stöðuna á þeim ekki góða. „Þeir eru á leið upp á slysó. Við viljum vera viss með Björn en Þorsteinn er nefbrotinn sýnist mér. Þetta var kannski alltof dýrt tap,“ sagði Ejub að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Þróttur | Halda gestirnir sér í titilbaráttu? Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira