Lifði af bæði 11. september og hryðjuverkin í París Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2015 14:30 Bandaríkjamaðurinn Matthew var við Tvíburaturnana 11. september 2001 og í Bataclan-höllinni fyrir rúmri viku. Samsett Bandaríkjamaður sem hljóp eins og fætur toguðu frá Tvíburaturnunum í New York þann örlagaríka dag 11. september var einnig staddur í Bataclan-tónleikastaðnum þegar hryðjuverkamenn hófu þar skothríð. Hann slapp naumlega á lífi með skotsár á fæti.Maðurinn ræddi við Daily Telegraph undir nafni Matthew. Hann var á tónleikum Eagles of Death Metal, einn á ferð en kona hans hafði ekki komist með vegna þess að ekki fannst pössun fyrir börn þeirra, þegar þrír hryðjuverkamenn létu til skarar skríða. Hann segist hafa hlaupið í átt að útgönguleið um leið og hann heyrði skothvelli.Sjá einnig: Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í BrusselHann var skotinn í fótinn og lá á gólfinu en mjakaði sér áleiðis að útgönguleið í hvert skipti sem hryðjuverkamennirnir hlóðu vopn sín. Þannig tókst honum loks að komast út. Um leið og hann komst út féll hann í jörðina en blaðamaður franska blaðsins Le Monde, Daniel Psenny aðstoðaði hann og kom honum inn í íbúð sína. Við það fékk Daniel skot í sig.Sjá einnig: „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur?“Inn í íbúðinni gerðu þeir að sárum sínum en óttuðust að þeim myndi blæða út. Þremur tíma seinna hafði lögregla þó lokað af svæðið og komust þeir undir læknishendur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Matthew lendir í hryðjuverkaárás. Hann var staddur við inngang Tvíburaturnanna þegar fyrri flugvélin skall á turninum. Hann segist hafa hlaupið eins hratt og hann gat til þess að komast eins langt í burtu og hægt var. Í samtali við Telegraph sögðust Matthew og Daniel ætla að hittast yfir rauðvínsglasi, jafnvel heillri flösku, um leið og þeir væru búnir að jafna sig af sárum sínum. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur?“ ISIS-liðin Israfil Yilmaz réttlæti hryðjuverkaárásirnar í París með tilvísun til Íslands. 21. nóvember 2015 11:15 Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Vilja að öryggisráðið samþykki stríðsyfirlýsingu Frakkar hafa í bígerð að leggja fram ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um stríðsyfirlýsingu gegn hryðjuverkasamtökunum Isis. Dagblaðið breska The Independent greinir frá þessu. Árásirnar í París og sprenging rússnesku farþegaþotunnar yfir Sínaí skaga á dögunum hefur sameinað ríki Öryggisráðsins í andstöðunni við Isis og því er talið líklegt að ályktunin verði samþykkt. 20. nóvember 2015 07:52 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Sjá meira
Bandaríkjamaður sem hljóp eins og fætur toguðu frá Tvíburaturnunum í New York þann örlagaríka dag 11. september var einnig staddur í Bataclan-tónleikastaðnum þegar hryðjuverkamenn hófu þar skothríð. Hann slapp naumlega á lífi með skotsár á fæti.Maðurinn ræddi við Daily Telegraph undir nafni Matthew. Hann var á tónleikum Eagles of Death Metal, einn á ferð en kona hans hafði ekki komist með vegna þess að ekki fannst pössun fyrir börn þeirra, þegar þrír hryðjuverkamenn létu til skarar skríða. Hann segist hafa hlaupið í átt að útgönguleið um leið og hann heyrði skothvelli.Sjá einnig: Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í BrusselHann var skotinn í fótinn og lá á gólfinu en mjakaði sér áleiðis að útgönguleið í hvert skipti sem hryðjuverkamennirnir hlóðu vopn sín. Þannig tókst honum loks að komast út. Um leið og hann komst út féll hann í jörðina en blaðamaður franska blaðsins Le Monde, Daniel Psenny aðstoðaði hann og kom honum inn í íbúð sína. Við það fékk Daniel skot í sig.Sjá einnig: „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur?“Inn í íbúðinni gerðu þeir að sárum sínum en óttuðust að þeim myndi blæða út. Þremur tíma seinna hafði lögregla þó lokað af svæðið og komust þeir undir læknishendur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Matthew lendir í hryðjuverkaárás. Hann var staddur við inngang Tvíburaturnanna þegar fyrri flugvélin skall á turninum. Hann segist hafa hlaupið eins hratt og hann gat til þess að komast eins langt í burtu og hægt var. Í samtali við Telegraph sögðust Matthew og Daniel ætla að hittast yfir rauðvínsglasi, jafnvel heillri flösku, um leið og þeir væru búnir að jafna sig af sárum sínum.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur?“ ISIS-liðin Israfil Yilmaz réttlæti hryðjuverkaárásirnar í París með tilvísun til Íslands. 21. nóvember 2015 11:15 Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Vilja að öryggisráðið samþykki stríðsyfirlýsingu Frakkar hafa í bígerð að leggja fram ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um stríðsyfirlýsingu gegn hryðjuverkasamtökunum Isis. Dagblaðið breska The Independent greinir frá þessu. Árásirnar í París og sprenging rússnesku farþegaþotunnar yfir Sínaí skaga á dögunum hefur sameinað ríki Öryggisráðsins í andstöðunni við Isis og því er talið líklegt að ályktunin verði samþykkt. 20. nóvember 2015 07:52 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Sjá meira
„Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur?“ ISIS-liðin Israfil Yilmaz réttlæti hryðjuverkaárásirnar í París með tilvísun til Íslands. 21. nóvember 2015 11:15
Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47
Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52
Vilja að öryggisráðið samþykki stríðsyfirlýsingu Frakkar hafa í bígerð að leggja fram ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um stríðsyfirlýsingu gegn hryðjuverkasamtökunum Isis. Dagblaðið breska The Independent greinir frá þessu. Árásirnar í París og sprenging rússnesku farþegaþotunnar yfir Sínaí skaga á dögunum hefur sameinað ríki Öryggisráðsins í andstöðunni við Isis og því er talið líklegt að ályktunin verði samþykkt. 20. nóvember 2015 07:52