Í fyrstu var talið að um 30 manns hafi látist en tala látinna hefur nú hækkað. Talið er að allt að 186 hafi særst í sprengingnum. Tvær spengjur sprungu á friðarsamkomu sem skipulögð var af samtökum sem tengjast vinstri sinnuðum stjórnmálahreyfingum.
Heilbrigðisráðherra Tyrklands sagði að 62 hefðu látist á þeim stað sem sprengirnar áttu sér stað og 24 á leið á sjúkrahús. Tyrknes yfirvöld telja að sprengirnar séu hryðjuverk og er nú rannsakað hvort að um sjálfsmorðsprengjuárás hafi verið að ræða.
Varað er við myndum hér í albúminu fyrir neðan.