Rooney hefur nú skorað 50 mörk fyrir enska landsliðið í 107 landsleikjum. Bobby Charlton átti gamla metið, 49 mörk, en það stóð óhaggað í nokkra áratugi.
Staðan var markalaus í hálfleik á Wembley í kvöld en varamaðurinn Harry Kane kom Englandi yfir á 67. mínútu með sínu þriðja marki í fjórum landsleikjum. Rooney gulltryggði svo sigurinn með markinu sögulega úr vítaspyrnu á 84. mínútu.
England er með fullt hús stiga á toppi E-riðils en lærisveinar Roy Hogdson eru þegar búnir að tryggja sér sæti á EM í Frakklandi á næsta ári.
Í sama riðli vann Slóvenía Eistland með einu marki gegn engu og Litháen vann 2-1 sigur á San Marinó.


