Hæstiréttur: Íslenska ríkinu heimilt að setja lög á verkföll BHM Atli Ísleifsson skrifar 13. ágúst 2015 10:00 Páll Halldórsson, formaður samninganefdar BHM, kveðst ósáttur með niðurstöðuna og að BHM þyrfti nú að kanna hvort farið yrði með málið lengra, þá til Mannréttindadómstóls Evrópu. Vísir/GVA Íslenska ríkinu var heimilt að setja lög á verkföll BHM líkt og gert var þann 13. júní síðastliðinn. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í morgun og segir að dómur héraðsdómur skuli standa óraskaður.Dóminn í heild sinni má lesa í PDF skjali hér neðan við fréttina. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að starfsemi, sem haldið hefði verið uppi á heilbrigðisstofnunum í skjóli undanþága frá verkfallsaðgerðum félaganna, hefði ekki nægt til að girða fyrir alvarlega ógn við almannaheill og réttindi alls almennings til að fá aðstoð vegna sjúkleika sem ríkinu bæri að tryggja samkvæmt stjórnarskrá. Því hafi ríkinu verið heimilt að setja lög á aðgerðirnar.Fullreyntað ljúka deilunni með samningum Þá segir að líta mætti svo á að fullreynt hefði verið að ljúka kjaradeilunni með samningum þegar lög voru sett. „[Íslenska ríkinu] hefði því mátt líta svo á að nauðsynlegt væri að grípa til lagasetningar til að ljúka [kjaradeilunni] enda yrði ekki séð að önnur úrræði hefðu staðið til boða.“ Páll Halldórsson segist í samtali við fréttastofu ósáttur með niðurstöðuna og að BHM þyrfti nú að kanna hvort farið yrði með málið lengra, þá til Mannréttindadómstóls Evrópu.Fulltrúar samninganefndar ríkisins í dómssal í morgun.Vísir/GVAVerkfall stóð í 68 daga BHM áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí til Hæstaréttar og var málið tekið fyrir á mánudaginn. Málið fékk flýtimeðferð í Hæstarétti, líkt og í Hérðsdómi Reykjavíkur. BHM stefndi íslenska ríkinu vegna laganna sem Alþingi samþykkti í júní til að stöðva verkfallsaðgerðirnar sem höfðu þá staðið í 68 daga, en með lagasetningunni var einnig endir bundinn á verkfall Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. BHM áleit lögin brjóta í bága við stjórnarskrána sem og Mannréttindasáttmála Evrópu.Gerðardómur með frest til laugardags Héraðsdómur taldi ríka almannahagsmuni hafa verið fyrir því að banna verkföllin tímabundið. Var gerðardómi falið að úrskurða í kjaradeilunni ef samningar myndu ekki nást fyrir lok júlímánaðar. Gerðardóms hefur frest til laugardagsins 15. ágúst til að kveða upp úrskurð sinn. Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Háskólamenn og ríkið takast á fyrir Hæstarétti Málflutningur hófst í Hæstarétti í morgun í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu. 10. ágúst 2015 09:54 Segir rök hníga að því að Hæstiréttur hnekki BHM-dómi héraðsdóms Hæstiréttur rýfur réttarhlé á mánudag til að hlýða á málflutning í máli BHM gegn ríkinu vegna lagasetningar á verkföll. 6. ágúst 2015 19:30 Ekki fundað sérstaklega án gerðardóms Gerðardómur hefur frest til 15. ágúst til að ákveða kjör félagsmanna BHM og hjúkrunarfræðinga. 10. ágúst 2015 07:00 Málflutningi BHM lokið: "Tel að það sé veigamiklum spurningum ósvarað“ Málflutningi í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu, vegna lagasetningar á verkföll aðildarfélaga bandalagsins, lauk í Hæstarétti rétt fyrir hádegi í dag. Gert er ráð fyrir að dómur falli áður en gerðardómur kveður upp dóm sinn eftir tæpa viku. 10. ágúst 2015 12:16 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Íslenska ríkinu var heimilt að setja lög á verkföll BHM líkt og gert var þann 13. júní síðastliðinn. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í morgun og segir að dómur héraðsdómur skuli standa óraskaður.Dóminn í heild sinni má lesa í PDF skjali hér neðan við fréttina. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að starfsemi, sem haldið hefði verið uppi á heilbrigðisstofnunum í skjóli undanþága frá verkfallsaðgerðum félaganna, hefði ekki nægt til að girða fyrir alvarlega ógn við almannaheill og réttindi alls almennings til að fá aðstoð vegna sjúkleika sem ríkinu bæri að tryggja samkvæmt stjórnarskrá. Því hafi ríkinu verið heimilt að setja lög á aðgerðirnar.Fullreyntað ljúka deilunni með samningum Þá segir að líta mætti svo á að fullreynt hefði verið að ljúka kjaradeilunni með samningum þegar lög voru sett. „[Íslenska ríkinu] hefði því mátt líta svo á að nauðsynlegt væri að grípa til lagasetningar til að ljúka [kjaradeilunni] enda yrði ekki séð að önnur úrræði hefðu staðið til boða.“ Páll Halldórsson segist í samtali við fréttastofu ósáttur með niðurstöðuna og að BHM þyrfti nú að kanna hvort farið yrði með málið lengra, þá til Mannréttindadómstóls Evrópu.Fulltrúar samninganefndar ríkisins í dómssal í morgun.Vísir/GVAVerkfall stóð í 68 daga BHM áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí til Hæstaréttar og var málið tekið fyrir á mánudaginn. Málið fékk flýtimeðferð í Hæstarétti, líkt og í Hérðsdómi Reykjavíkur. BHM stefndi íslenska ríkinu vegna laganna sem Alþingi samþykkti í júní til að stöðva verkfallsaðgerðirnar sem höfðu þá staðið í 68 daga, en með lagasetningunni var einnig endir bundinn á verkfall Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. BHM áleit lögin brjóta í bága við stjórnarskrána sem og Mannréttindasáttmála Evrópu.Gerðardómur með frest til laugardags Héraðsdómur taldi ríka almannahagsmuni hafa verið fyrir því að banna verkföllin tímabundið. Var gerðardómi falið að úrskurða í kjaradeilunni ef samningar myndu ekki nást fyrir lok júlímánaðar. Gerðardóms hefur frest til laugardagsins 15. ágúst til að kveða upp úrskurð sinn.
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Háskólamenn og ríkið takast á fyrir Hæstarétti Málflutningur hófst í Hæstarétti í morgun í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu. 10. ágúst 2015 09:54 Segir rök hníga að því að Hæstiréttur hnekki BHM-dómi héraðsdóms Hæstiréttur rýfur réttarhlé á mánudag til að hlýða á málflutning í máli BHM gegn ríkinu vegna lagasetningar á verkföll. 6. ágúst 2015 19:30 Ekki fundað sérstaklega án gerðardóms Gerðardómur hefur frest til 15. ágúst til að ákveða kjör félagsmanna BHM og hjúkrunarfræðinga. 10. ágúst 2015 07:00 Málflutningi BHM lokið: "Tel að það sé veigamiklum spurningum ósvarað“ Málflutningi í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu, vegna lagasetningar á verkföll aðildarfélaga bandalagsins, lauk í Hæstarétti rétt fyrir hádegi í dag. Gert er ráð fyrir að dómur falli áður en gerðardómur kveður upp dóm sinn eftir tæpa viku. 10. ágúst 2015 12:16 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Háskólamenn og ríkið takast á fyrir Hæstarétti Málflutningur hófst í Hæstarétti í morgun í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu. 10. ágúst 2015 09:54
Segir rök hníga að því að Hæstiréttur hnekki BHM-dómi héraðsdóms Hæstiréttur rýfur réttarhlé á mánudag til að hlýða á málflutning í máli BHM gegn ríkinu vegna lagasetningar á verkföll. 6. ágúst 2015 19:30
Ekki fundað sérstaklega án gerðardóms Gerðardómur hefur frest til 15. ágúst til að ákveða kjör félagsmanna BHM og hjúkrunarfræðinga. 10. ágúst 2015 07:00
Málflutningi BHM lokið: "Tel að það sé veigamiklum spurningum ósvarað“ Málflutningi í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu, vegna lagasetningar á verkföll aðildarfélaga bandalagsins, lauk í Hæstarétti rétt fyrir hádegi í dag. Gert er ráð fyrir að dómur falli áður en gerðardómur kveður upp dóm sinn eftir tæpa viku. 10. ágúst 2015 12:16