Fjárlagafrumvarp 2005 Mótmæla afnámi bensínstyrks Stjórn Vinstri - grænna mótmælir harðlega þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að afnema örorkustyrk vegna reksturs bifreiða, eða svokallaðs bensínstyrks, eins og gert er ráð fyrir í fjárlögum sem birt voru í vikunni. Innlent 23.10.2005 15:02 Hvaða framkvæmdum frestað? Ekki hefur verið ákveðið ennþá hvaða framkvæmdir verður frestað á vegaáætlun sem kynnt verður á þingi eftir áramót. Innlent 13.10.2005 15:07 Biskup vill mannréttindi á fjárlög Biskupsstofa hefur hvatt Alþingismenn til að veita Mannréttindaskrifstofu Íslands rekstrarfé á fjárlögum. Í bréfi sem Karl Sigurbjörnsson, biskup undirritar segir að rekstur stofunnar tryggi að á landinu starfi óháður eftirlitsaðili á sviði mannréttindamála. Innlent 13.10.2005 15:06 Framkvæmdum frestað Í fjárlagafrumvarpi 2005 er gert ráð fyrir tveggja milljarða króna frestun framkvæmda og eins milljarðs króna lækkun annarra útgjalda ríkissjóðs. Innlent 13.10.2005 15:04 Niðurskurður umdeildur í Framsókn Þingflokkur Framsóknarflokksins mun ræða á fundi í dag þá ákvörðun meirihluta fjárlaganefndar að veita ekki fé til Mannréttindaskrifstofu Íslands. Talið er að málið sé umdeilt innan flokksins. Innlent 13.10.2005 15:04 Meira til umhverfis Framlög ríkisins til umhverfisráðuneytisins hækka um tæpar 120 milljónir króna samkvæmt breytingatillögum meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarpið 2005. Innlent 13.10.2005 15:03 Afgangur minnkar um 1.2 milljarð Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt fram breytingartillögu sína við fjárlög 2005. Hækka útgjöld um tæpar átján hundruð milljónir og tekjur um tæpar sex hundruð milljónir og minnkar því rekstrarafgangur ríkissjóðs sem þessu nemur eða um 1200 milljónir og verður tíu milljarðar og rúmar 54 milljónir króna. Innlent 13.10.2005 15:03 Engin ákvörðun en samt á fjárlögum Fjárveiting til starfrækslu flugvallarins í Kabúl miðar við að Íslendingar reki hann allt næsta ár, þótt engin ákvörðun hafi verið tekin þar að lútandi. Innlent 13.10.2005 14:46 Hækkun jafnmikil og parísarveislan Um næstu áramót verða almenn komugjöld á heilsugæslustöðvar hækkuð um hundrað krónur. Alls skilar hækkunin tæpum 50 milljónum í ríkissjóð, sem er sama upphæð og reidd var fram vegna Íslandskynningunnar í París er ísklumpur var fluttur úr Jökulsárlóni. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:45 Kabúl 65% dýrari Kostnaður við rekstur flugvallarins sem Íslendingar reka fyrir NATO í Kabúl eykst um 130 milljónir á næsta ári. Kostnaðurinn átti að vera 200 milljónir 2004 en verður 330 milljónir á næsta ári. Kostnaðurinn miðast við hálfs árs rekstur en til greina kemur að halda honum áfram. Innlent 13.10.2005 14:45 Þriðjungur greiðir ekki skatt 35% fólks greiðir engan tekjuskatt og nýtur þar með ekki 1% tekjuskattslækkunar sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu, samkvæmt upplýsingum yfirmanns efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra sagði hins vegar að tekjuskattslækkunin gagnaðist "nærri öllum" enda borguðu meir en 80% tekjuskatt. Innlent 13.10.2005 14:44 Villandi málflutningur um fjárlög Geir H. Haarde, fjármálaráðherra gagnrýnir stjórnarandstöðu og fjölmiðla og segir rangt að bera saman fjárlög og ríkisreikning. Taka verði tillit til óreglulegra gjaldfærslna og því hafi í raun orðið 95 milljarða afgangur á ríkissjóði frá 1998. Innlent 13.10.2005 14:44 Auka 70 milljónir Í friðargæslu Farið er fram á 70 milljónir króna vegna kostnaðar við íslensku friðargæsluna umfram forsendur ársins 2003 í fjáraukalögum sem lögð hafa verið fyrir Alþingi. Innlent 13.10.2005 14:44 Fjárlagafrumvarpið á dagskrá Þingfundur hefst á Alþingi nú klukkan hálf ellefu. Eitt mál er á dagskrá, fyrsta umræða um fjárlögin fyrir árið 2005. Geir Haarde fjármálaráðherra mun mæla fyrir frumvarpi um fjárlögin. Innlent 13.10.2005 14:44 Skattar meðallauna lækka um 30.000 Einstaklingur með eina milljón í laun sparar rúmar 270.000 krónur á skattalækkun ríkisstjórnarinnar miðað við útreikninga Alþýðusambands Íslands. Framkvæmdastjóri ASÍ telur lækkunina lítt gagnast tekjulágum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:44 Um 1,1 milljarðs aukaafgangur Tekjuafgangur ríkissjóðs eykst um 1,1 milljarð á árinu 2004 samkvæmt fjáraukalögum og verður 7,8 milljarðar. Þetta gerist þrátt fyrir talsverðar hækkanir á útgjöldum ráðuneyta eða um 6,3 milljarða króna. Innlent 13.10.2005 14:44 11 milljónir í Evrópunefnd Ellefu milljónum króna verður veitt á næsta ári til starfs Evrópunefndar samkvæmt fjárlagafrumvarpinu 2005. Gert er ráð fyrir starfsmanni í hálfu starfi auk kostnaðar við aðkeypta sérfræðivinnu. Innlent 13.10.2005 14:44 Forseti hækkar um 20% Gert er ráð fyrir að útgjöld embættis forseta Íslands hækki um 20,6% á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjárveiting til forsetaembættisins verður 154,4 milljónir króna á næsta ári sem er hækkun um tæpar 26 milljónir króna frá fjárlögum yfirstandandi árs.</font /> Innlent 13.10.2005 14:44 Skorið verður niður á LSH Fyrir liggur að skera þarf niður þjónustu á Landspítala - háskólasjúkrahúsi eftir að ljóst varð að sparnaðarkrafa stjórnvalda á næsta ári nemur í heild 6-700 milljónum króna, að sögn Önnu Lilju Gunnarsdóttur, starfandi forstjóra LSH Innlent 13.10.2005 14:44 Stöndum jafnfætis þeim fremstu Íslendingar eru í 2. sæti ásamt Bandaríkjunum af þeim OECD-ríkjum sem verja mestum fjármunum til menntamála. Fram kemur í nýjasta vefriti fjármálaráðuneytisins að framlög til menntamála hafi numið 7,2 prósentum af landsframleiðslu árið 2001. Innlent 13.10.2005 14:44
Mótmæla afnámi bensínstyrks Stjórn Vinstri - grænna mótmælir harðlega þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að afnema örorkustyrk vegna reksturs bifreiða, eða svokallaðs bensínstyrks, eins og gert er ráð fyrir í fjárlögum sem birt voru í vikunni. Innlent 23.10.2005 15:02
Hvaða framkvæmdum frestað? Ekki hefur verið ákveðið ennþá hvaða framkvæmdir verður frestað á vegaáætlun sem kynnt verður á þingi eftir áramót. Innlent 13.10.2005 15:07
Biskup vill mannréttindi á fjárlög Biskupsstofa hefur hvatt Alþingismenn til að veita Mannréttindaskrifstofu Íslands rekstrarfé á fjárlögum. Í bréfi sem Karl Sigurbjörnsson, biskup undirritar segir að rekstur stofunnar tryggi að á landinu starfi óháður eftirlitsaðili á sviði mannréttindamála. Innlent 13.10.2005 15:06
Framkvæmdum frestað Í fjárlagafrumvarpi 2005 er gert ráð fyrir tveggja milljarða króna frestun framkvæmda og eins milljarðs króna lækkun annarra útgjalda ríkissjóðs. Innlent 13.10.2005 15:04
Niðurskurður umdeildur í Framsókn Þingflokkur Framsóknarflokksins mun ræða á fundi í dag þá ákvörðun meirihluta fjárlaganefndar að veita ekki fé til Mannréttindaskrifstofu Íslands. Talið er að málið sé umdeilt innan flokksins. Innlent 13.10.2005 15:04
Meira til umhverfis Framlög ríkisins til umhverfisráðuneytisins hækka um tæpar 120 milljónir króna samkvæmt breytingatillögum meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarpið 2005. Innlent 13.10.2005 15:03
Afgangur minnkar um 1.2 milljarð Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt fram breytingartillögu sína við fjárlög 2005. Hækka útgjöld um tæpar átján hundruð milljónir og tekjur um tæpar sex hundruð milljónir og minnkar því rekstrarafgangur ríkissjóðs sem þessu nemur eða um 1200 milljónir og verður tíu milljarðar og rúmar 54 milljónir króna. Innlent 13.10.2005 15:03
Engin ákvörðun en samt á fjárlögum Fjárveiting til starfrækslu flugvallarins í Kabúl miðar við að Íslendingar reki hann allt næsta ár, þótt engin ákvörðun hafi verið tekin þar að lútandi. Innlent 13.10.2005 14:46
Hækkun jafnmikil og parísarveislan Um næstu áramót verða almenn komugjöld á heilsugæslustöðvar hækkuð um hundrað krónur. Alls skilar hækkunin tæpum 50 milljónum í ríkissjóð, sem er sama upphæð og reidd var fram vegna Íslandskynningunnar í París er ísklumpur var fluttur úr Jökulsárlóni. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:45
Kabúl 65% dýrari Kostnaður við rekstur flugvallarins sem Íslendingar reka fyrir NATO í Kabúl eykst um 130 milljónir á næsta ári. Kostnaðurinn átti að vera 200 milljónir 2004 en verður 330 milljónir á næsta ári. Kostnaðurinn miðast við hálfs árs rekstur en til greina kemur að halda honum áfram. Innlent 13.10.2005 14:45
Þriðjungur greiðir ekki skatt 35% fólks greiðir engan tekjuskatt og nýtur þar með ekki 1% tekjuskattslækkunar sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu, samkvæmt upplýsingum yfirmanns efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra sagði hins vegar að tekjuskattslækkunin gagnaðist "nærri öllum" enda borguðu meir en 80% tekjuskatt. Innlent 13.10.2005 14:44
Villandi málflutningur um fjárlög Geir H. Haarde, fjármálaráðherra gagnrýnir stjórnarandstöðu og fjölmiðla og segir rangt að bera saman fjárlög og ríkisreikning. Taka verði tillit til óreglulegra gjaldfærslna og því hafi í raun orðið 95 milljarða afgangur á ríkissjóði frá 1998. Innlent 13.10.2005 14:44
Auka 70 milljónir Í friðargæslu Farið er fram á 70 milljónir króna vegna kostnaðar við íslensku friðargæsluna umfram forsendur ársins 2003 í fjáraukalögum sem lögð hafa verið fyrir Alþingi. Innlent 13.10.2005 14:44
Fjárlagafrumvarpið á dagskrá Þingfundur hefst á Alþingi nú klukkan hálf ellefu. Eitt mál er á dagskrá, fyrsta umræða um fjárlögin fyrir árið 2005. Geir Haarde fjármálaráðherra mun mæla fyrir frumvarpi um fjárlögin. Innlent 13.10.2005 14:44
Skattar meðallauna lækka um 30.000 Einstaklingur með eina milljón í laun sparar rúmar 270.000 krónur á skattalækkun ríkisstjórnarinnar miðað við útreikninga Alþýðusambands Íslands. Framkvæmdastjóri ASÍ telur lækkunina lítt gagnast tekjulágum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:44
Um 1,1 milljarðs aukaafgangur Tekjuafgangur ríkissjóðs eykst um 1,1 milljarð á árinu 2004 samkvæmt fjáraukalögum og verður 7,8 milljarðar. Þetta gerist þrátt fyrir talsverðar hækkanir á útgjöldum ráðuneyta eða um 6,3 milljarða króna. Innlent 13.10.2005 14:44
11 milljónir í Evrópunefnd Ellefu milljónum króna verður veitt á næsta ári til starfs Evrópunefndar samkvæmt fjárlagafrumvarpinu 2005. Gert er ráð fyrir starfsmanni í hálfu starfi auk kostnaðar við aðkeypta sérfræðivinnu. Innlent 13.10.2005 14:44
Forseti hækkar um 20% Gert er ráð fyrir að útgjöld embættis forseta Íslands hækki um 20,6% á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjárveiting til forsetaembættisins verður 154,4 milljónir króna á næsta ári sem er hækkun um tæpar 26 milljónir króna frá fjárlögum yfirstandandi árs.</font /> Innlent 13.10.2005 14:44
Skorið verður niður á LSH Fyrir liggur að skera þarf niður þjónustu á Landspítala - háskólasjúkrahúsi eftir að ljóst varð að sparnaðarkrafa stjórnvalda á næsta ári nemur í heild 6-700 milljónum króna, að sögn Önnu Lilju Gunnarsdóttur, starfandi forstjóra LSH Innlent 13.10.2005 14:44
Stöndum jafnfætis þeim fremstu Íslendingar eru í 2. sæti ásamt Bandaríkjunum af þeim OECD-ríkjum sem verja mestum fjármunum til menntamála. Fram kemur í nýjasta vefriti fjármálaráðuneytisins að framlög til menntamála hafi numið 7,2 prósentum af landsframleiðslu árið 2001. Innlent 13.10.2005 14:44