Villandi málflutningur um fjárlög 6. október 2004 00:01 Geir H. Haarde, fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjárlaga 2005 á Alþingi í gær. Varðist hann í ræðu sinni ásökunum sem fram hafa komið, um að mikill munur hafi einatt verið á niðurstöðutölu fjárlaga hans og þeirrar niðurstöðu sem blasi við í ríkisreikningi. Sagði hann slíkan samanburð "afar villandi og í raun ekki marktækan" væri ekki tekið með í reikninginn samþykktir Alþingis á fjáraukalögum. Enn þyngra vægju svo óreglulegir liðir sem væru gjaldfærðir en ekki greiddir úr ríkissjóði. Munaði þar mestu um lífeyrisskuldbindingar opinberra starfsmanna en mest hefðu verið gjaldfærðir 25 milljarðar á einu ári. "Villandi og óábyrg umfjöllun sumra þingmanna og fjölmiðla um þessi mál að undanförnu hefur ekki orðið þeim til álitsauka" sagði fjármálaráðherra. Geir H. Haarde fullyrti í ræðu sinni að miðað við ríkisreikning áranna 1998-2003 hefði tekjuafgangur á því sem hann kallaði raunverulegan rekstur ríkisins, þegar óreglulegir liðir hefðu verið dregnir frá verið 95 milljarðar króna eða 16 milljarðar í tekjuafgang á hverju ári. Jón Bjarnason, talsmaður vinstri-grænna sakaði ríkisstjórnina um að hygla þeim sem hæstar hafa tekjur: "Fátt eitt hefur staðist í fjárlagafrumvörpum undanfarinna ára annað en skerðingar á kjörum hinna lægst settu." Einar Már Sigurðarson, spurði fjármálaráðherra hvort það væri dæmi um aðhaldssemi í ríkisfjármálum að leggjast í byggingu 230 milljóna sendiherrabústaðar í Berlín. "Það er dæmigert fyrir Samfylkinguna að taka eitt slíkt dæmi út í 300 milljarða fjárlögum" sagði Geir Haarde og sagði að nauðsynlegt hefði verið að byggja á lóð sem íslenska ríkið hefði átt í Berlín nú, meðal annars vegna krafna skipulagsyfirvalda í borginni. Ólafur Davíðsson, núverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu tekur við sendiherraembætti í Berlín í nóvember. Fjárlagafrumvarp 2005 Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Geir H. Haarde, fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjárlaga 2005 á Alþingi í gær. Varðist hann í ræðu sinni ásökunum sem fram hafa komið, um að mikill munur hafi einatt verið á niðurstöðutölu fjárlaga hans og þeirrar niðurstöðu sem blasi við í ríkisreikningi. Sagði hann slíkan samanburð "afar villandi og í raun ekki marktækan" væri ekki tekið með í reikninginn samþykktir Alþingis á fjáraukalögum. Enn þyngra vægju svo óreglulegir liðir sem væru gjaldfærðir en ekki greiddir úr ríkissjóði. Munaði þar mestu um lífeyrisskuldbindingar opinberra starfsmanna en mest hefðu verið gjaldfærðir 25 milljarðar á einu ári. "Villandi og óábyrg umfjöllun sumra þingmanna og fjölmiðla um þessi mál að undanförnu hefur ekki orðið þeim til álitsauka" sagði fjármálaráðherra. Geir H. Haarde fullyrti í ræðu sinni að miðað við ríkisreikning áranna 1998-2003 hefði tekjuafgangur á því sem hann kallaði raunverulegan rekstur ríkisins, þegar óreglulegir liðir hefðu verið dregnir frá verið 95 milljarðar króna eða 16 milljarðar í tekjuafgang á hverju ári. Jón Bjarnason, talsmaður vinstri-grænna sakaði ríkisstjórnina um að hygla þeim sem hæstar hafa tekjur: "Fátt eitt hefur staðist í fjárlagafrumvörpum undanfarinna ára annað en skerðingar á kjörum hinna lægst settu." Einar Már Sigurðarson, spurði fjármálaráðherra hvort það væri dæmi um aðhaldssemi í ríkisfjármálum að leggjast í byggingu 230 milljóna sendiherrabústaðar í Berlín. "Það er dæmigert fyrir Samfylkinguna að taka eitt slíkt dæmi út í 300 milljarða fjárlögum" sagði Geir Haarde og sagði að nauðsynlegt hefði verið að byggja á lóð sem íslenska ríkið hefði átt í Berlín nú, meðal annars vegna krafna skipulagsyfirvalda í borginni. Ólafur Davíðsson, núverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu tekur við sendiherraembætti í Berlín í nóvember.
Fjárlagafrumvarp 2005 Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira