Kabúl 65% dýrari 7. október 2004 00:01 Gert er ráð fyrir að rekstur NATO flugvallarins í Kabúl í Afganistan kosti Íslensku friðargæsluna 110 milljónum meira á næsta ári en í ár og 130 milljónum meira en sagt var frá í upphafi. Þetta þýðir 65% hækkun frá því flugvöllurinn var afhentur íslensku friðargæslunni í byrjun júní. Upphaflega var sagt að kostnaðurinn yrði 200 milljónir en rekstraráætlun fyrir 2004 miðast við að reksturinn kosti nokkru meira eða 220 milljónir. Hækki hann síðan í 330 milljónir á næsta ári. Sú tala miðast við hálfs árs rekstur en Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins segir að til greina komi að framlengja rekstur Íslendinga á flugvellinum. Þorbjörn Jónsson, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu, segir að samkvæmt fjárlögum 2005 fái íslenska friðargæslan 125 milljóna hækkun í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um hækkandi útgjöld til hennar frá 2002. Í rekstraráætlun árið 2005 eru auk Kabúl, verkefni á Balkanskaga og Sri Lanka samtals 70 milljónir króna. Á yfirstandandi ári kosta þessir tveir liðir 125 milljónir en fyrsta ársfjórðung þessa árs tók friðargæslan þátt í stjórn flugvallarins í Pristina í Kosovo og tók þátt í ýmsum verkefnum í Kosovo og Bosníu sem nú hefur verið hætt við. Kosningaeftirlit erlendis mun aukast stórlega á næsta ári en verja á 15 milljónum til þess samkvæmt rekstraráætlun en aðeins tveimur miljónum á árinu sem er að líða. Starf friðargæslunnar reyndist talsvert kostnaðarsamara 2004 en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir. Íslensk friðargæslan fékk 84,4 milljónir króna hækkun á fjárlögum 2004 frá árinu áður og heildarútgjöldin áttu að vera 330 milljónir. Þetta dugði ekki til og óskað er eftir 70 milljónum króna aukalega á fjáraukalögum sem nú eru rædd á Alþingi eða 21% meira en í fjárlögum 2004. Fjárlagafrumvarp 2005 Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira
Gert er ráð fyrir að rekstur NATO flugvallarins í Kabúl í Afganistan kosti Íslensku friðargæsluna 110 milljónum meira á næsta ári en í ár og 130 milljónum meira en sagt var frá í upphafi. Þetta þýðir 65% hækkun frá því flugvöllurinn var afhentur íslensku friðargæslunni í byrjun júní. Upphaflega var sagt að kostnaðurinn yrði 200 milljónir en rekstraráætlun fyrir 2004 miðast við að reksturinn kosti nokkru meira eða 220 milljónir. Hækki hann síðan í 330 milljónir á næsta ári. Sú tala miðast við hálfs árs rekstur en Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins segir að til greina komi að framlengja rekstur Íslendinga á flugvellinum. Þorbjörn Jónsson, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu, segir að samkvæmt fjárlögum 2005 fái íslenska friðargæslan 125 milljóna hækkun í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um hækkandi útgjöld til hennar frá 2002. Í rekstraráætlun árið 2005 eru auk Kabúl, verkefni á Balkanskaga og Sri Lanka samtals 70 milljónir króna. Á yfirstandandi ári kosta þessir tveir liðir 125 milljónir en fyrsta ársfjórðung þessa árs tók friðargæslan þátt í stjórn flugvallarins í Pristina í Kosovo og tók þátt í ýmsum verkefnum í Kosovo og Bosníu sem nú hefur verið hætt við. Kosningaeftirlit erlendis mun aukast stórlega á næsta ári en verja á 15 milljónum til þess samkvæmt rekstraráætlun en aðeins tveimur miljónum á árinu sem er að líða. Starf friðargæslunnar reyndist talsvert kostnaðarsamara 2004 en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir. Íslensk friðargæslan fékk 84,4 milljónir króna hækkun á fjárlögum 2004 frá árinu áður og heildarútgjöldin áttu að vera 330 milljónir. Þetta dugði ekki til og óskað er eftir 70 milljónum króna aukalega á fjáraukalögum sem nú eru rædd á Alþingi eða 21% meira en í fjárlögum 2004.
Fjárlagafrumvarp 2005 Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira