Skoðun: Magnús Guðmundsson

Fréttamynd

Gott fólk

Af öllu því sem við reynum að kenna börnunum okkar er ekkert eins mikilvægt og það að vera góð manneskja. Að breyta rétt gagnvart öðrum og láta sig varða um líf og líðan náungans.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hættum þessu kjaftæði

Kjartan Atli Kjartansson, blaðamaður og umsjónarmaður þáttarins Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport, lét áhorfendur á körfuboltavellinum heyra það all hraustlega í þættinum síðastliðið föstudagskvöld.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hreinsum loftið í París

Loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í París í dag. Að öllum líkindum er hér á ferðinni mikilvægasta samkoma þjóðanna frá lokum síðari heimsstyrjaldar; svo brýnt er það erindi sem hvílir á fundinum, svo stór sú vá sem liggur yfir veröldinni. Engin vestræn velmegunarþjóð getur látið sitt eftir liggja og þá síst af öllu þjóð sem býr á jafn gjöfulu grænorkulandi og Íslandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Draumur hvers?

Það ætti ekki að koma nokkrum manni á óvart, nema kannski stöku stjórnmálamanni, að nú liggur fyrir að ungt fólk á landsbyggðinni bindur ekki framtíðarvonir sínar við uppbyggingu á stóriðju. Draumurinn um glæsta framtíð við álbræðsluker, áburðarframleiðslu eða annað í þeim dúr er sem sagt ekki draumur unga fólksins. Það er draumur stjórnmálamannsins sem vill gera vel við sitt kjördæmi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Endurtekið efni um helgina

Tveir af gömlu fjórflokkunum héldu sína landsfundi nú um helgina sem var að líða. Annar flokkurinn deilir völdum í höfuðborginni en hinn á landsvísu en ekki verður nú sagt að kjósendur hafi gripið andann á lofti yfir stórviðburðum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Á flótta undan mennskunni

Fimm manna fjölskyldu frá Albaníu var í liðinni viku synjað um dvalarleyfi á Íslandi af Útlendingastofnun. Í synjun stofnunarinnar kemur fram að fjölskyldan sé ekki metin sem flóttafólk þar sem henni stafi ekki lífshætta af því að snúa til heimalandsins né eigi hún þar á hættu ofsóknir. Á þessum forsendum er þessari fimm manna fjölskyldu, hjónum og börnum þeirra þremur, meinað um að dvelja áfram á Íslandi og lifa hér sínu lífi, sjálfu sér og samfélaginu til góðs.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þangað leitar klárinn?…

Antoine Hrannar Fons er ungur maður sem sýndi mikið hugrekki þegar hann kom opinberlega fram í viðtali við Viktoríu Hermannsdóttur í helgarblaði Fréttablaðsins. Um langt skeið var Antoine Hrannar beittur grófu andlegu og líkamlegu ofbeldi af sambýlismanni sínum og á þessum tíma brást hann við eins og svo margir þolendur heimilisofbeldis og leitaði í sífellu aftur þangað sem hann var kvaldastur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Búskapur er afstætt hugtak

Enn á ný ratar íslenskur svínabúskapur í fréttirnar og því miður er það ekki tilkomið af góðu. Fyrir ríflega ári birtust af því fréttir að enn stunduðu einhverjir svínabændur geldingar á svínum án deyfingar. Af því tilefni var haft eftir Herði Harðarsyni, formanni Svínaræktarfélags Íslands, að „sársauki geti verið afstætt hugtak“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Líka fyrir rauðhærða

Samkvæmt fjárlögum 2016 er gert ráð fyrir allnokkurri hækkun á fjárframlögum til Þjóðkirkjunnar og verður heildarupphæðin 5.848,4 milljónir króna. Það eru miklir peningar. Peningar sem koma úr vösum skattgreiðenda alveg óháð því með hvaða fótboltaliði viðkomandi heldur, hvort hann er ljóðelskur, rauðhærður eða hvað þá hver kynhneigð viðkomandi er.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mannréttindi handa öllum?

Það er ekki fjarri lagi að segja að foreldrar séu stjórnvald í hverri fjölskyldu og í hverju heimilshaldi. Reyndar gegna foreldrar þessari ábyrgðarstöðu innan heimilisins ekki í krafti lýðræðis heldur aldurs, þroska og vonandi færni til þess að halda vel utan um fjölskyldu sína og heimili.

Fastir pennar
Fréttamynd

Smá hnökrar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hitti líkast til naglann á höfuðið í vikunni þegar hann sagði Pírata vera jaðarflokk. Flokk sem nýtur fylgist vegna þess að almenningur hefur misst alla trú á hefðbundnum stjórnmálum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Til hamingju og takk fyrir skutlið

Það er gaman að vera Íslendingur með áhuga á íþróttum þessa dagana, eins og reyndar flesta aðra daga. Árangur íslenskra íþróttamanna á alþjóðavettvangi er með hreinum ólíkindum

Skoðun
Fréttamynd

Megnið af volæði veraldarinnar

"Megnið af volæði veraldarinnar stafar af skorti á ímyndunarafli,“ segir í Bréfi til Láru frá Þórbergi Þórðarsyni frá 1924. Ímyndunaraflið býr nefnilega yfir þeim stórkostlega mætti að það getur gert okkur það kleift að setja okkur í spor annarra.

Skoðun
Fréttamynd

Jeppar í ám eru saga til næsta bæjar

Á Listasafni Íslands stendur nú yfir forvitnileg og reyndar bráðskemmtileg myndlistarsýning undir titlinum SAGA – ÞEGAR MYNDIRNAR TALA. Í stuttu máli eiga verkin á sýningunni það sameiginlegt að bera í sér ákveðið frásagnar­eðli og vera þannig með einum eða öðrum hætti lýsandi fyrir mikilvægi sagnalistarinnar í íslenskri menningu sem er jafnframt mikilvægasta framlag þjóðarinnar til heimsmenningarinnar. Blessaðar bókmenntirnar eru s.s. öðru fremur okkar framlag og þessi ágæta myndlistarsýning hefur þau sannindi sögueyjunnar í hávegum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stórasta hátíðin í öllum heiminum

Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi,“ sagði Dorrit Moussaieff forsetafrú á tilfinningaþrungnu augnabliki í lífi lítillar þjóðar. Karlalandsliðið í handbolta var nýbúið að tryggja sér sæti í úrslitaleik Ólympíuleikanna og það er ekki lítið afrek fyrir litla þjóð. Þessi ummæli vöktu mikla gleði í stóru hjarta lítillar þjóðar. Ekki vegna þess að þau væru mælt á örlítið bjagaðri íslensku heldur fremur vegna þess að Dorrit sagði að við værum stór. Fátt gleður smáþjóðina meira en að vera stór.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað á þetta að þýða?

„Hvað á þetta að þýða? Þetta er ekki aðeins ójöfnuður og óréttlæti, heldur hættuástand sem hamlar eðlilegri framþróun greinarinnar og það sem meira er, samfélagsins alls – pælið í því. Þetta er þjóðfélagsmein. Þjóðfélag verður aldrei heilt með karlagildi ein í öndvegi.“

Skoðun
Fréttamynd

Réttlætisgangan

Í Druslugöngunni er gengið til réttlætis og betri tíma. Druslugangan er frelsun frá skömm sem átti aldrei heima hjá þolendum en alltaf hjá gerendum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vont og verst

Fjölmargir aldraðir á Íslandi eru í þeirri stöðu að sá lífeyrir sem þeir hafa milli handanna er mun minni en svo að hægt sé að framfleyta sér með sómasamlegum hætti. Langt því frá. Það er óviðunandi með öllu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Afsökunarbeiðni

Það fer lítið fyrir sáttinni í samfélaginu þessa dagana. Konur brjóta af sér hlekki feðraveldis, ofbeldis og fordóma. Heilu stéttirnar berjast fyrir réttlátum launum fyrir menntun sína, sérþekkingu og erfiði. Sjúklingar bíða í óvissu um viðeigandi heilbrigðisúrræði. Fimmtíu þúsund Íslendingar mótmæla fiskveiðifrumvarpi sjávarútvegsráðherra. Afkoma og hagsmunir aldraðra og öryrkja virðast eiga að liggja óbætt hjá garði og svo mætti lengi telja.

Skoðun
Fréttamynd

Feilnóta Illuga

Blessuð tónlistin. Hún er þarna frá morgni til kvölds og frá vöggu til grafar. Hún huggar og gleður, lyftir andanum og litar hversdaginn. Hvort sem dansað er á harmonikkuballi eftir réttir, rappað, stappað eða klappað í Hörpu – æ, það skiptir ekki máli. Mikið væri lífið fátæklegt án tónlistar.

Fastir pennar