Líka fyrir rauðhærða Magnús Guðmundsson skrifar 28. september 2015 07:00 Samkvæmt fjárlögum 2016 er gert ráð fyrir allnokkurri hækkun á fjárframlögum til Þjóðkirkjunnar og verður heildarupphæðin 5.848,4 milljónir króna. Það eru miklir peningar. Peningar sem koma úr vösum skattgreiðenda alveg óháð því með hvaða fótboltaliði viðkomandi heldur, hvort hann er ljóðelskur, rauðhærður eða hvað þá hver kynhneigð viðkomandi er. Slíkt væri auðvitað forkastanlegt þar sem það er öllum sem tilheyra þessari þjóð velkomið að vera innan Þjóðkirkjunnar. Þannig að Þjóðkirkjan tekur við þessum peningum af fordómaleysi og með opnum huga og nýtir þá til fjölbreyttrar og öflugar starfsemi víða um land. Reyndar er það svo að þeir sem tilheyra Þjóðkirkjunni og taka af og til upp á að nýta sér þjónustu hennar þurfa þá að borga fyrir það sérstaklega. Borga fyrir að skíra og ferma, borga fyrir að ganga í hjónaband, borga fyrir að hætta við og skilja, að ógleymdri greiðslu fyrir það að láta syngja yfir sér svo maður komist nú í himnasæluna. Allt kostar sitt og allt fá þjónar kirkjunnar aukasporslu fyrir. Það er þó bæði ljúft og skylt að taka fram að innan vébanda Þjóðkirkjunnar starfar fullt af góðu fólki sem vinnur oft erfið störf af ósérhlífni og með náungakærleik að leiðarljósi og það er ekki gert peninganna vegna. Þessir þjónar kirkjunnar eiga allt gott skilið. Vegna þess að þetta fólk skilur að það er þjónar. Þjónar kirkju sem hefur þá skyldu að þjónusta söfnuði sem innihalda manneskjur sem eiga að sjálfsögðu skýlausan rétt á þeirri þjónustu sem Þjóðkirkjan fær greitt fyrir að inna af hendi. Persónuleg trúarsannfæring viðkomandi þjóns, sem verða eiginlega að kallast persónulegir fordómar, veitir viðkomandi auðvitað ekki nokkurn rétt til þess að hafna því að vinna ákveðin verk sem meðlimur safnaðarins óskar eftir. Barnaskólakennari sem hefur þá persónulegu sannfæringu að ekki sé rétt að kenna rauðhærðum að lesa því það leiði kannski til þess að viðkomandi gerist skáld og fyllibytta, getur ekki látið eftir sér slíka dellu. Það er ekki nóg að flytja rauðhærðu börnin í annan skóla. Kennarinn þarf að finna sér eitthvað annað að gera eða reyna að komast yfir sína persónulegu fordóma. Að prestur geri sér þá grillu að prestsstarfið lúti einhverjum öðrum lögmálum og það sé þannig í lagi að hafna því prestsverki að gefa saman tvo einstaklinga af sama kyni er á engu minni villigötum en barnaskólakennarinn sem er illa við rauðhærðu krakkana. Þjónn sem neitar að vinna vinnuna sína þarf að finna sér aðra vinnu. Innanríkisráðherra þarf strax að taka af allan vafa með þetta og biskup má ekki láta sitt eftir liggja vilji hún vera tekin alvarlega sem leiðtogi Þjóðkirkjunnar sem þiggur milljarða árlega úr vösum safnaðarmeðlima sinna. Öll umræða um samviskufrelsi presta er móðgandi og lítilsvirðandi fyrir alla einstaklinga sem elska manneskju af sama kyni og reyndar líka fyrir alla þá sem standa í þeirri meiningu að Þjóðkirkjan standi öllum kristnum einstaklingum opin og til þjónustu reiðubúin. Líka fyrir rauðhærða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun
Samkvæmt fjárlögum 2016 er gert ráð fyrir allnokkurri hækkun á fjárframlögum til Þjóðkirkjunnar og verður heildarupphæðin 5.848,4 milljónir króna. Það eru miklir peningar. Peningar sem koma úr vösum skattgreiðenda alveg óháð því með hvaða fótboltaliði viðkomandi heldur, hvort hann er ljóðelskur, rauðhærður eða hvað þá hver kynhneigð viðkomandi er. Slíkt væri auðvitað forkastanlegt þar sem það er öllum sem tilheyra þessari þjóð velkomið að vera innan Þjóðkirkjunnar. Þannig að Þjóðkirkjan tekur við þessum peningum af fordómaleysi og með opnum huga og nýtir þá til fjölbreyttrar og öflugar starfsemi víða um land. Reyndar er það svo að þeir sem tilheyra Þjóðkirkjunni og taka af og til upp á að nýta sér þjónustu hennar þurfa þá að borga fyrir það sérstaklega. Borga fyrir að skíra og ferma, borga fyrir að ganga í hjónaband, borga fyrir að hætta við og skilja, að ógleymdri greiðslu fyrir það að láta syngja yfir sér svo maður komist nú í himnasæluna. Allt kostar sitt og allt fá þjónar kirkjunnar aukasporslu fyrir. Það er þó bæði ljúft og skylt að taka fram að innan vébanda Þjóðkirkjunnar starfar fullt af góðu fólki sem vinnur oft erfið störf af ósérhlífni og með náungakærleik að leiðarljósi og það er ekki gert peninganna vegna. Þessir þjónar kirkjunnar eiga allt gott skilið. Vegna þess að þetta fólk skilur að það er þjónar. Þjónar kirkju sem hefur þá skyldu að þjónusta söfnuði sem innihalda manneskjur sem eiga að sjálfsögðu skýlausan rétt á þeirri þjónustu sem Þjóðkirkjan fær greitt fyrir að inna af hendi. Persónuleg trúarsannfæring viðkomandi þjóns, sem verða eiginlega að kallast persónulegir fordómar, veitir viðkomandi auðvitað ekki nokkurn rétt til þess að hafna því að vinna ákveðin verk sem meðlimur safnaðarins óskar eftir. Barnaskólakennari sem hefur þá persónulegu sannfæringu að ekki sé rétt að kenna rauðhærðum að lesa því það leiði kannski til þess að viðkomandi gerist skáld og fyllibytta, getur ekki látið eftir sér slíka dellu. Það er ekki nóg að flytja rauðhærðu börnin í annan skóla. Kennarinn þarf að finna sér eitthvað annað að gera eða reyna að komast yfir sína persónulegu fordóma. Að prestur geri sér þá grillu að prestsstarfið lúti einhverjum öðrum lögmálum og það sé þannig í lagi að hafna því prestsverki að gefa saman tvo einstaklinga af sama kyni er á engu minni villigötum en barnaskólakennarinn sem er illa við rauðhærðu krakkana. Þjónn sem neitar að vinna vinnuna sína þarf að finna sér aðra vinnu. Innanríkisráðherra þarf strax að taka af allan vafa með þetta og biskup má ekki láta sitt eftir liggja vilji hún vera tekin alvarlega sem leiðtogi Þjóðkirkjunnar sem þiggur milljarða árlega úr vösum safnaðarmeðlima sinna. Öll umræða um samviskufrelsi presta er móðgandi og lítilsvirðandi fyrir alla einstaklinga sem elska manneskju af sama kyni og reyndar líka fyrir alla þá sem standa í þeirri meiningu að Þjóðkirkjan standi öllum kristnum einstaklingum opin og til þjónustu reiðubúin. Líka fyrir rauðhærða.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun