Smánarblettur Magnús Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2015 07:00 Blessunarlega þekkja margir Íslendingar þau miklu lífsgæði sem felast í því að alast upp í nábýli við eldri kynslóðir. Eiga vísan gæskufullan faðm ömmu og afa, læra af þeim um lífið og liðna tíð og deila með þeim sorgum og gleði frá unga aldri og oft langt inn á fullorðinsárin. Eitt það mikilvægasta sem þetta kennir þeim sem njóta er að bera virðingu fyrir fólki óháð aldri. Og hver sá sem ber yfir virðingu fyrir eldra fólki hlýtur að sjá að öll eigum við rétt á að lifa með reisn og við sómasamleg kjör. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, var í viðtali hér á síðum blaðsins síðastliðinn föstudag og greindi frá fjárhagsstöðu, efnum og aðstæðum fjölmargra eldri borgara á Íslandi. Þórunn bendir á að fjöldi eldri borgara býr við algjörlega óviðunandi kjör og að almannatrygginga- og lífeyrissjóðskerfinu er stillt þannig upp að fólk fái ekki nema 200 þúsund á einstakling í sambúð og 225 þúsund fyrir einhleypa. Með þessa upphæð er ætlast til að fólk greiði fyrir húsnæði og allt sem því fylgir, fæði og klæði, læknis- og lyfjakostnað og almennar samgöngur svo brýnustu nauðsynjar séu tilgreindar. Þá standa eftir afmælis- og jólagjafir, að halda hátíð eða einfaldlega að eiga þess kost að gleðja aðra. Það sér hver heilvita manneskja sem lifir í íslensku samfélagi í dag að þetta dæmi gengur ekki upp. Efnahagslegar aðstæður fjölmargra eldri borgara eru einfaldlega til háborinnar skammar fyrir ráðamenn þjóðarinnar og samfélagið í heild. Og þessi smánarblettur er ekkert nýtt eða sjálfsprottið fyrirbæri, eins og myglusveppur sem hefur náð sér á strik í rakri kjallaraholu, heldur þvert á móti afleiðing forgangsröðunar og meðvitaðra ákvarðana. Síðasta ríkisstjórn lét það vera með sínum fyrstu verkum að skerða kjör lífeyrisþega, sem voru nú ekki upp á marga fiska fyrir í svokölluðu góðæri, til þess að bjarga þjóðinni frá þroti eftir að bankarnir hrundu. Eldri borgarar og öryrkjar voru sendir heim með reikninginn úr partíinu sem þeim var aldrei boðið til. Ekki stóð svo á loforðunum um bót og betrun hjá ríkisstjórninni sem tók við, sem boðar nú hlálega prósentuhækkun sem mun í raun engu breyta um aðstæður þessa fólks. Alþingi Íslendinga og ríkisstjórnir fyrr og nú skulda eldri borgurum í landinu bæði afsökunarbeiðni og leiðréttingu. Og hafi þetta ágæta fólk einhvern tímann notið þess að fá tilsögn um lífið frá ömmu og afa eða öðru eldra fólki, beri fyrir því virðingu og til þess hlýhug, þá verður þess vart lengi að bíða að hver einasti ný-launaleiðrétti ráðamaður láti raunverulega til sín taka í þessum efnum. Svona ef ömmur þeirra og afar hafa kennt þeim að skammast sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Skoðun Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Blessunarlega þekkja margir Íslendingar þau miklu lífsgæði sem felast í því að alast upp í nábýli við eldri kynslóðir. Eiga vísan gæskufullan faðm ömmu og afa, læra af þeim um lífið og liðna tíð og deila með þeim sorgum og gleði frá unga aldri og oft langt inn á fullorðinsárin. Eitt það mikilvægasta sem þetta kennir þeim sem njóta er að bera virðingu fyrir fólki óháð aldri. Og hver sá sem ber yfir virðingu fyrir eldra fólki hlýtur að sjá að öll eigum við rétt á að lifa með reisn og við sómasamleg kjör. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, var í viðtali hér á síðum blaðsins síðastliðinn föstudag og greindi frá fjárhagsstöðu, efnum og aðstæðum fjölmargra eldri borgara á Íslandi. Þórunn bendir á að fjöldi eldri borgara býr við algjörlega óviðunandi kjör og að almannatrygginga- og lífeyrissjóðskerfinu er stillt þannig upp að fólk fái ekki nema 200 þúsund á einstakling í sambúð og 225 þúsund fyrir einhleypa. Með þessa upphæð er ætlast til að fólk greiði fyrir húsnæði og allt sem því fylgir, fæði og klæði, læknis- og lyfjakostnað og almennar samgöngur svo brýnustu nauðsynjar séu tilgreindar. Þá standa eftir afmælis- og jólagjafir, að halda hátíð eða einfaldlega að eiga þess kost að gleðja aðra. Það sér hver heilvita manneskja sem lifir í íslensku samfélagi í dag að þetta dæmi gengur ekki upp. Efnahagslegar aðstæður fjölmargra eldri borgara eru einfaldlega til háborinnar skammar fyrir ráðamenn þjóðarinnar og samfélagið í heild. Og þessi smánarblettur er ekkert nýtt eða sjálfsprottið fyrirbæri, eins og myglusveppur sem hefur náð sér á strik í rakri kjallaraholu, heldur þvert á móti afleiðing forgangsröðunar og meðvitaðra ákvarðana. Síðasta ríkisstjórn lét það vera með sínum fyrstu verkum að skerða kjör lífeyrisþega, sem voru nú ekki upp á marga fiska fyrir í svokölluðu góðæri, til þess að bjarga þjóðinni frá þroti eftir að bankarnir hrundu. Eldri borgarar og öryrkjar voru sendir heim með reikninginn úr partíinu sem þeim var aldrei boðið til. Ekki stóð svo á loforðunum um bót og betrun hjá ríkisstjórninni sem tók við, sem boðar nú hlálega prósentuhækkun sem mun í raun engu breyta um aðstæður þessa fólks. Alþingi Íslendinga og ríkisstjórnir fyrr og nú skulda eldri borgurum í landinu bæði afsökunarbeiðni og leiðréttingu. Og hafi þetta ágæta fólk einhvern tímann notið þess að fá tilsögn um lífið frá ömmu og afa eða öðru eldra fólki, beri fyrir því virðingu og til þess hlýhug, þá verður þess vart lengi að bíða að hver einasti ný-launaleiðrétti ráðamaður láti raunverulega til sín taka í þessum efnum. Svona ef ömmur þeirra og afar hafa kennt þeim að skammast sín.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun