Fimleikar

Fréttamynd

Biles enn á ný í sögu­bækurnar

Simone Biles, ein besta íþróttakona samtímans, skráði sig enn á ný á spjöld sögunnar þegar hún framkvæmdi „Yurchenko double pike“ fyrst allra kvenna.

Sport
Fréttamynd

FIMAK stefnir í gjald­þrot og bærinn reynir að þvinga sam­einingu

Fimleikafélag Akureyrar (FIMAK) glímir við umtalsverða fjárhagserfiðleika og mun að óbreyttu lýsa sig gjaldþrota. Fastráðnum starfsmönnum var sagt upp störfum en til stendur að ráða þá aftur í haust. Útlit er fyrir að félagið muni skulda yfir 20 milljónir króna í lok sumars. Stjórnarformaður segir að fimleikastarf muni halda áfram í bænum. 

Innlent
Fréttamynd

Biles snéri til baka með látum

Fimleikadrottningin Simone Biles tók þátt á sínu fyrsta fimleikamóti í tvö ár og það var eins og hún hefði aldrei yfirgefið sviðsljósið.

Sport
Fréttamynd

Fimleikarnir hleypa Rússunum inn á ný

Alþjóða fimleikasambandið hefur fellt úr gildi bann rússneskra og hvít-rússneskra fimleikamanna. Þeir mega keppa á ný en þó ekki undir fána þjóða sinnar.

Sport
Fréttamynd

Stjarnan Ís­lands­meistari sjötta árið í röð

Stjarnan varð Íslandsmeistari kvenna í hópfimleikum sjötta árið í röð eftir harða baráttu við Gerplu í gær, laugardag. Stjörnukonur áttu harma að hefna en Gerpla rauf sigurgöngu Stjörnunnar á bikarmótinu sem fram fór í mars.

Sport
Fréttamynd

Frá­bær fim­leika­að­staða á Egils­stöðum

Fimleikar eru sú íþróttagrein á Egilsstöðum og nágrenni, sem hefur slegið hvað mest í gegn á svæðinu en nú eru um fjögur hundruð börn og unglingar að æfa fimleika hjá Hetti. „Fimleikar eru geggjaðir“, segir formaður Fimleikadeildar Hattar.

Innlent
Fréttamynd

Þrenn verðlaun Valgarðs í Finnlandi

Valgarð Reinhardsson nældi í tvenn silfurverðlaun á Norður Evrópumótinu í Finnlandi sem lauk í dag. Auk þess vann íslenska liðið bronsverðlaun í liðakeppninni í gær.

Sport
Fréttamynd

Segja ágreining en ekki meintan ölvunarakstur ástæðu afsagnar

Stjórn Fimleikasambands Íslands segir ekki rétt að Kristinn Arnarsson, formaður, hafi sagt af sér vegna meints ölvunaraksturs eins af landsliðsþjálfurum sambandsins. Langvarandi ágreiningur um val landsliðsþjálfara hafi þess í stað verið ástæðan og Kristinn hafi sjálfur sagt það.

Sport
Fréttamynd

Strákarnir í úr­slit líkt og stelpurnar

Íslenska karlalandsliðið í hópfimleikum er komið í úrslit á Evrópumótinu sem nú fer fram í Lúxemborg. Fyrr í kvöld komst íslenska kvennalandsliðið í úrslit en liðið á titil að verja. Strákarnir höfnuðu í öðru sæti Evrópumótsins sem fór fram á síðasta ári og geta því gert gott betur í ár.

Sport