Sport

Þjálfarar mega ekki lengur vigta fimleikakrakka

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nýjar reglur breska fimleikasambandsins eiga að koma í veg fyrir að þjálfarar vigti iðkendur.
Nýjar reglur breska fimleikasambandsins eiga að koma í veg fyrir að þjálfarar vigti iðkendur. getty/Guang Niu

Samkvæmt nýjum reglum breska fimleikasambandsins mega þjálfarar ekki lengur vigta iðkendur.

Whyte skýrslan svokallaða leiddi í ljós kerfisbundið ofbeldi, andlegt og líkamlegt, sem viðgekkst í breskum fimleikum. Iðkendur voru meðal annars vigtaðir og leitað var í töskum þeirra að mat.

Í fyrra vann Eloise Jotischky mál gegn breska fimleikasambandinu vegna slæmrar meðferðar af hendi þjálfara síns, Andrew Griffiths. Hún var nálægt líkamlegri örmögnun eftir að hafa verið ítrekað vigtuð af Griffiths sem gekk nærri henni með æfingum og vafasamri næringarfræði. Breska fimleikasambandið tók fulla ábyrgð í málinu og bað Jotischky afsökunar. 

Breska fimleikasambandið hefur nú sett reglur um að ekki megi vigta fimleikakrakka undir tíu ára aldri. Þeir sem eru á aldrinum 10-18 ára mega aðeins vera vigtaðir með fullu samþykki þeirra og foreldra eða forráðamanna. Þá er einungis sérmenntuðu fólki heimilt að framkvæma mælingarnar.

Þessar nýju reglur eiga að koma í veg fyrir illa meðferð á fimleikakrökkum þegar viðkemur þyngd og að hindra að þeir þrói með sér ástraskanir og önnur andleg mein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×