Bárðarbunga

Snarpur skjálfti í Bárðarbungu
Klukkan 08:21 í morgun varð jarðskjálfti af stærðinni 4,2 í Bárðarbungu. Skömmu áður, eða klukkan 08:06 varð annar skjálfti af stærðinni 2,9 á sama stað.

Stór skjálfti í Bárðarbungu
Stór skjálfti varð í norðvesturhluta Bárðarbungu. Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1 og mældust þó nokkuð margir eftirskjálftar í kjölfar hans.

Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu.

Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu
Ríkislögreglustjóri hefur aflýst óvissustigi Almannavarna vegna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Óvissustigi var lýst yfir á þriðjudaginn eftir töluverðar skjálftavirkni við Bárðarbungu degi áður en lítil virkni hefur greinst á svæðinu síðan þá.

Rólegt við Bárðarbungu
Rólegt var við Bárðarbungu í nótt en jarðskjálftahrina hófst þar í gærmorgun og náði hámarki klukkan 8:05 þegar stærsti skjálftinn, 5,1 að stærð, mældist.

„Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“
Öflugusta skjálftahrinan í áratug reið yfir í Bárðarbungu í morgun og er talið að hún tengist kvikuinnskoti. Prófessor í jarðeðlisfræði segir skjálftahrinuna óvanalega.

Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu
Eldfjallafræðingur telur að skjálftahrina í Bárðarbungu „deyi út í augnablikinu.“ Það sé ekki víst hvort að það hafi nokkurn tímann gosið þar síðan jökla leysti.

Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn
Vegna aukinnar jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu hefur lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, í samráði við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, virkjað viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Bárðarbungu eða norðan Vatnajökuls.

Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni
Áköf jarðskjálftahrina varð í Bráðabungu í Vatnajökli morgun. Jarðeðlisfræðingur segir hrinuna óvanalega og atburðarásina minna á undanfara eldgossins í Holuhrauni.

Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð.

Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014
Skjálftavirknin í Bárðarbungu datt hratt niður um klukkan níu eftir að hafa hafist af miklum þunga upp úr klukkan sex í morgun. Viðlíka skjálftavirkni hefur þó ekki sést á svæðinu síðan í aðdraganda eldgossins í Holuhrauni 2014.

Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu
Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu nú í morgun klukkan 06:08. Stærsti skjálftinn mældist 4,4 að stærð klukkan 6:29. Þrír skjálftanna hafa verið yfir 3 að stærð.

Bárðarbunga skalf í næststærsta skjálfta ársins
Jarðskjálfti af stærðinni 5,1 varð í sunnanverðri öskju Bárðarbungu klukkan 01:49 í nótt. Þetta er annar stærsti skjálftinn sem mælst hefur á landinu á þessu ári en í apríl varð skjálfti upp á 5,4 í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni.

Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu
Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð í Bárðarbungu skömmu fyrir klukkan fimm í dag.

Öflugur skjálfti í Bárðarbunguöskju
Skjálfti af stærð 4,5 varð í Bárðarbunguöskju klukkan 17:56 í dag.

Tveir stórir skjálftar í Bárðarbunguöskjunni
Tveir stórir skjálftar urðu í Bárðarbunguöskjunni í dag. Skjálftarnir urðu um hálfellefuleytið. Sá fyrri var 3.7 að stærð og sá sem fylgdi á eftir var 3.9.

Skjálfti að stærð fimm í Bárðarbungu
Jarðskjálfti af stærð 5,0 reið yfir í Bárðarbunguöskju á fimmta tímanum í dag. Nokkur virkni hefur verið þar síðustu daga en engin merki um gosóróa. Fáir eftirskjálftar hafa mælst.

Tíu ár síðan gaus í Holuhrauni
Tíu ár eru í dag liðin frá því að eldgos hófst í Holuhrauni. Eldgosið stóð í tæplega hálft ár en frá þeim rann mesta hraun frá Skaftáreldum seint á átjándu öld. Flatarmálið þess er meira en Þingvallavatns.

Öflugur skjálfti í Bárðarbungu
Klukkan 4:39 í nótt reið skjálfti að stærð 3.1 yfir í norðaustanverðri Bárðarbunguösju. Nokkrir minni skjálftar hafa mælst síðan.

Öflugur skjálfti í Bárðarbungu
Nokkuð öflugur jarðskjálft, af stærðinni 3,4, mældist í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni í morgun.

„Þetta lítur svolítið út eins og eldstöðin sé að taka við sér aftur“
Jarðskjálftinn sem mældist í Bárðarbunguöskjunni í morgun gæti verið til marks um að eldstöðin sé að taka við sér. Þetta segir náttúruvársérfræðingur sem mælir aukna virkni á svæðinu. Skjálftinn var 5,4 að stærð og sá stærsti sem mælst hefur í Bárðarbungu frá eldgosinu í Holuhrauni árið 2015.

Stór skjálfti í Bárðarbungu
Stór jarðskjálfti mældist í Bárðarbunguöskjunni snemma í morgun.

Stór skjálfti í Bárðarbungu
Jarðskjálfti upp á 4,4 stig reið yfir í öskjunni í Bárðarbungu þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur í eitt í nótt.

Skjálfti í Bárðarbungu og áfram landris við Svartsengi
Jarðskjálfti að stærð 3,5 mældist í Bárðarbunguöskjunni klukkan 21:43 í gærkvöldi. Veðurstofa Íslands greinir frá þessu og tiltekur náttúrúvársérfræðingur að skjálftar að þessari stærð eigi sér stað í Bárðarbungu öðru hverju. Bárðarbungukerfið er lengsta eldstöðvakerfi landsins og annað virkasta.

3,4 stiga skjálfti við Bárðarbungu
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist í dag við Bárðarbungu. Hann varð 4,8 kílómetrum suðaustur af Bárðarbungu klukkan 15:23.

Jarðskjálftahrina á Reykjanesi og stór skjálfti uppá 4,9 í Bárðarbungu
Mikil skjálftavirkni er á Reykjanesi. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir þó engin merki um gosóróa en fyllsta ástæða sé að fylgjast grant með gangi mála.

Skjálfti 4,9 að stærð í Bárðarbungu
Stór jarðskjálfti reið yfir norðurhluta Bárðarbungu klukkan 22:19 í kvöld. Að sögn Einars Hjörleifssonar, jarðfræðings hjá Veðurstofunni mældist hann 4,9 að stærð.

Skjálfti að stærð 4,7 við Bárðarbungu
Nokkuð stór skjálfti varð í dag við Bárðarbungu. Á vef Veðurstofu Íslands segir að hann hafi átt sér stað um það bil tíu mínútur yfir fjögur í dag.

Skjálfti í Bárðarbungu í nótt
Skjálfti sem mældist 3,4 stig reið yfir í austanverðri öskju Bárðarbungu rétt eftir miðnætti í nótt.

Stærsti skjálftinn síðan í desember
Skjálfti 3,3 að stærð mældist klukkan 15:15 í dag um 3,4 kílómetrum norðaustur af Grímsfjalli. Síðast mældist svo stór skjálfti við Grímsvötn fyrir fjórum mánuðum síðan, í desember. Jörð hefur einnig nötrað í Bárðarbungu.