Innlent

Stór jarð­skjálfti í Bárðar­bungu

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Bárðarbunga séð úr lofti.
Bárðarbunga séð úr lofti. Vísir/RAX

Skjálfti af stærði M4,8 varð í Bárðarbungu klukkan 21:14 í kvöld og nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Skjálftinn fannst meðal annars í Suðursveit en engin merki eru um gosóróa.

Þetta kemur fram í tilkynningu Náttúruvárvaktar Veðurstofunnar, en þar segir að í morgun hafi einnig orðið skjálfti á sömu slóðum af stærð M3,5.

„Skjálftavirkni hefur aukist nokkuð síðasta eina árið eða svo í Bárðarbungu en á þessu ári eru 10 ár síðan gosinu í Holuhrauni lauk. Jarðskjálftar eru algengir í Bárðarbungu en síðast varð skjálfti af svipaðri stærðargráðu 5,15 þann 22. febrúar síðastliðinn,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.

Fréttin var uppfærð þegar stærð skjálftans var staðfest




Fleiri fréttir

Sjá meira


×