Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. janúar 2025 17:38 Þorvaldur segir að ef það skyldi gjósa væri ólíklegt að það hefði áhrif á flugumferð. Vísir/Vilhelm Eldfjallafræðingur telur að skjálftahrina í Bárðarbungu „deyi út í augnablikinu.“ Það sé ekki víst hvort að það hafi nokkurn tímann gosið þar síðan jökla leysti. „Ísland er byggt af eldgosum, alveg frá grunni,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann ræddi nýjustu vendingar í tengslum við Bárðarbungu en óvissustig er nú í gildi á svæðinu vegna öflugrar skjálftahrinu. „Það sem menn urðu varir við í morgun þetta, held ég, hafi staðið í þrjá eða fjóra tíma. Skjálftahrinan var á svona níu til fimm kílómetra dýpi og mjög sennilega tengist einhverjum kvikuhreyfingum á því dýpi,“ segir Þorvaldur. „En núna, síðast þegar ég athugaði, var hún alveg búin þessi skjálftahrina. Kannski búið í bili.“ Óvíst hvort áður hafi gosið í Bárðarbungu Þorvaldur segir ekki ljóst hvort að gosið hefði nokkurn tímann í Bárðarbungu síðan jökla leysti. „Við höfum enga vissu um það hvort að Bárðarbunga hafi gosið yfirhöfuð. Á meðan svo er þá getum við ekki verið að tala um að þetta sé öflugasta eldstöð landsins og fullyrt um það að gos komi úr Bárðarbungu,“ segir Þorvaldur. Þá hafa gjóskulög á svæðinu verið efnagreind og ályktað, þar sem að gjóskan líktist gjóskunni sem kom úr gosi í Veiðivötnum árið 1477, að sú gjóska sé úr Bárðarbungu. Þorvaldur segir að ekki sé hægt að fullyrða það. „Það er alveg hugsanlegt að hún hafi gosið en við erum ekki með nein gögn sem segja okkur það alveg skýrt og skorið að hún hafi gosið.“ Eldvirkasta svæði landsins „Mér finnst langlíklegast að þetta deyi út í augnablikinu,“ segir Þorvaldur, inntur eftir hvað hann sjálfur teldi að myndi gerast. „Við vitum að þetta er eitt eldvirkasta svæði landsins og þarna eru sennilega mestu líkur á eldgosi á landinu.“ Hér er einungis stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira
„Ísland er byggt af eldgosum, alveg frá grunni,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann ræddi nýjustu vendingar í tengslum við Bárðarbungu en óvissustig er nú í gildi á svæðinu vegna öflugrar skjálftahrinu. „Það sem menn urðu varir við í morgun þetta, held ég, hafi staðið í þrjá eða fjóra tíma. Skjálftahrinan var á svona níu til fimm kílómetra dýpi og mjög sennilega tengist einhverjum kvikuhreyfingum á því dýpi,“ segir Þorvaldur. „En núna, síðast þegar ég athugaði, var hún alveg búin þessi skjálftahrina. Kannski búið í bili.“ Óvíst hvort áður hafi gosið í Bárðarbungu Þorvaldur segir ekki ljóst hvort að gosið hefði nokkurn tímann í Bárðarbungu síðan jökla leysti. „Við höfum enga vissu um það hvort að Bárðarbunga hafi gosið yfirhöfuð. Á meðan svo er þá getum við ekki verið að tala um að þetta sé öflugasta eldstöð landsins og fullyrt um það að gos komi úr Bárðarbungu,“ segir Þorvaldur. Þá hafa gjóskulög á svæðinu verið efnagreind og ályktað, þar sem að gjóskan líktist gjóskunni sem kom úr gosi í Veiðivötnum árið 1477, að sú gjóska sé úr Bárðarbungu. Þorvaldur segir að ekki sé hægt að fullyrða það. „Það er alveg hugsanlegt að hún hafi gosið en við erum ekki með nein gögn sem segja okkur það alveg skýrt og skorið að hún hafi gosið.“ Eldvirkasta svæði landsins „Mér finnst langlíklegast að þetta deyi út í augnablikinu,“ segir Þorvaldur, inntur eftir hvað hann sjálfur teldi að myndi gerast. „Við vitum að þetta er eitt eldvirkasta svæði landsins og þarna eru sennilega mestu líkur á eldgosi á landinu.“ Hér er einungis stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira