Bárðarbunga

Fréttamynd

Nornahraun nær yfir 80 ferkílómetra lands

Virknin á gosstöðvunum í Holuhrauni minnkar jafnt og þétt. Gæti þó haldið áfram næstu árin, segir eldfjallafræðingur. Smágos í Tungnafellsjökli er hugsanlegt en þar er aukin jarðskjálftavirkni. Nornahraun stækkar, en hægt núorðið.

Innlent
Fréttamynd

Afar þakklátur fyrir björgunina

Kristján fékk hjartaáfall um borð í Örfirisey RE en það tók þyrlu Landhelgisgæslunnar þrjá tíma að koma að skipinu. Skipsfélagar Kristjáns björguðu lífi hans með því að veita honum hjartahnoð og nota á hann hjartastuðtæki.

Innlent
Fréttamynd

Grein í Nature um eldgosið

Hópur íslenskra og erlendra vísindamanna birti í gær grein í vefútgáfu vísindatímaritsins Nature sem útskýrir hvernig kvikugangur frá Bárðarbungu og út í Holuhraun myndaðist.

Innlent
Fréttamynd

Segir forganginn þurfa að vera á hreinu

„Ég held það ætti að vera áhersluatriði númer eitt að vera tilbúnir til að sækja veika eða slasaða sjómenn eða fólk uppi á landi eða hvar sem er ef það slasast,“ segir Árni Bjarnason, formaður Farmanna- og skimannasambands Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Tók þyrluna þrjá tíma að ná í veikan mann á sjó

Skipverji á sjó fékk hjartaáfall og fór í hjartastopp. Þyrla Landhelgisgæslunnar var stödd við gosstöðvarnar og tók það þrjá tíma að ná í manninn. Skipstjórinn segir óásættanlegt að farið sé í slík verkefni á björgunarþyrlu.

Innlent
Fréttamynd

Flugu á Bárðarbungu til að gera við mæli

Vísindamenn flugu yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni á fimmtudag. Meðal erinda þeirra var að afla nákvæmra gagna um rúmmál hraunbreiðunnar. Þeir reikningar verða tilbúnir nú eftir helgi, en vikugömul mæling sýndi að rúmmál hraunsins er metið um einn rúmkílómetri.

Innlent
Fréttamynd

Eldgos í og við Vatnajökul kalla á breytingar

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur lagt til breytingar á stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins til að mæta breytingum í kjölfar eldgosa í og við Vatnajökul. Stjórnin leggur til að lagning nýrra vega og gönguleiða í kjölfar eldsumbrota eða annarra hamfara verði heimiluð, en ljóst er að þegar aðstæður við gosstöðvarnar verða tryggari og umferð verður heimiluð mun ásókn ferðafólks verða mikil.

Innlent