Innlent

Svipuð skjálftavirkni í Bárðarbungu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skjálfti upp á 4,5 að stærð varð í Bárðarbungu rétt fyrir klukkan 8 í morgun.
Skjálfti upp á 4,5 að stærð varð í Bárðarbungu rétt fyrir klukkan 8 í morgun. Vísir/Friðrik Þór Guðmundsson
Virkni í og við Bárðarbungu er svipuð og verið hefur. Um 45 skjálftar hafa mælst þar síðasta sólarhringinn.

Tveir þeirra voru í stærri kantinum, um 4,5 að stærð. Annar þeirra varð í morgun rétt fyrir klukkan 8 og hefur sáralítil virkni verið eftir hann.

Í grennd við Bárðarbungu er svo nokkuð um smærri skjálfta, það er í Tungnafellsjökli, Herðubreiðartögl og í norðurhluta kvikugangsins undir Dyngjujökli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×